Borgarbókasafn Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Borgarbókasafn var stofnað 1919 en hóf starfsemi 19. apríl 1923. Borgarbókasafn rekur 6 starfsstöðvar víðsvegar um Reykjavík. Í safninu eru nú um 490.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í öllum söfnunum eru svokallaðir heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Vefnum. Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safnsins, Gegni.

Afgreiðslutími

Skrifstofa Borgarbókasafns

Sími: 411 6100.
Mánudaga - föstudaga 10.00 - 16.00.

Menningarhús Grófinni

Mánudaga - fimmtudaga 10.00 - 19.00,
Föstudaga 11.00 - 18.00,
Laugardaga og sunnudaga 13.00 - 17.00.
Sími: 411 6100.

Menningarhús Árbæ

Mánudaga - föstudaga 11.00 - 19.00,
Sunnudaga 12.00 - 16.00 (1. sept. - 31. maí).
Sími: 411 6250.
 

Menningarhús Spönginni

Mánudaga - fimmtudaga 10.00 - 19.00,
Föstudaga 11.00 - 19.00,
Laugardaga 12.00 - 16.00.
Sími: 411 6230.

Menningarhús Gerðubergi

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga 10.00 - 18.00,
Miðvikudaga 10.00 - 21.00,
Föstudaga 11.00 - 18.00,
Laugardaga og sunnudaga 13.00 - 16.00 (1. sept. - 31. maí).
Sími: 557 9122.

Menningarhús Kringlunni

Mánudaga - fimmtudaga 10.00 - 18.30,
Föstudaga 11.00 - 18.30,
Laugardaga 13.00 - 17.00,
Sunnudaga 13.00 - 17.00 (1. sept. - 31. maí).
Sími: 580 6200.

Menningarhús Sólheimum

Mánudaga - fimmtudaga 10.00 - 19.00,
Föstudaga 11.00 - 17.00,
Laugardaga 12.00 - 16.00 (1. sept. - 31. maí).
Sími: 411 6160.

Meginmarkmið Borgarbókasafns Reykjavíkur

Hlutverk
 
Borgarbókasafn Reykjavíkur er alhliða upplýsinga- og menningarstofnun og meginhlutverk þess er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Lögð er áhersla á gott aðgengi borgarbúa á öllum aldri að þjónustu, fræðslu og viðburðum á sviði menningar og lista.
 
Leiðarljós
 
Borgarbókasafn Reykjavíkur standi, í alþjóðlegu umhverfi, jafnfætis bestu almenningsbókasöfnum og menningarhúsum hvað varðar þjónustu, búnað og viðburðahald. Starfsemin beri vott um fagmennsku, virðingu, víðsýni og sköpunarkraft.
 
Meginmarkmið
Lýðræði: Borgarbókasafn eflir lýðræði og jöfnuð. Þjónusta safnsins skal ná til allra borgaranna án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúar, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu. Þannig eflir það lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna
 
Menning: Borgarbókasafn er miðstöð mannlífs og menningar. Borgarbókasafn Reykjavíkur er menningarstofnun í víðustu merkingu þess orðs. Þar mætast ólíkir hópar sem gefa raunsanna mynd af hinni margvíslegu menningu samfélagsins.
 
Menntun: Borgarbókasafn er vettvangur barna, ungmenna  og fullorðinna til að uppgötva og rannsaka heiminn og þróa þannig hæfileika sína og tækifæri. Menntun, líkt og menning, er liður í þroska og þróun hvers einstaklings, óháð því hvernig hennar er aflað.
 
Uppspretta: Borgarbókasafn er vettvangur hugmynda, sköpunar og upplifunar. Einstaklingar og hópar hafa tækifæri til að örva andann og sköpunarkraftinn, hvort sem það er í gegnum samskipti við aðra, þátttöku, menningu og listir.
 
Fyrirmynd: Borgarbókasafn Reykjavíkur er upplýsinga- og menningarmiðstöð sem gegnir forystuhlutverki meðal almenningsbókasafna landsins og sækir fyrirmynd sína til fremstu safna heims.
 
Borgarbókasafnið starfar samkvæmt bókasafnalögum nr. 150/2012. Það hefur yfirlýsingu frá UNESCO um almenningsbókasöfn frá 1994, menningarstefnu Reykjavíkurborgar, mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og samþykkt um Borgarbókasafn að leiðarljósi í starfi sínu.
 
Borgarbókasafnið rekur sex starfsstaði í Grófinni, Gerðubergi, Kringlunni, Spönginni, Sólheimum, Árbæ ásamt samreknu skóla- og almenningssafni í Norðlingaholti. Einnig bókabílinn Höfðingja og sögubílinn Æringja.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =