Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans.

Um Suzukitónlistarskólann

Í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík er kennd tónlist samkvæmt móðurmálsaðferð japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki, sem oft er nefnd Suzukiaðferð. Kennarar skólans hafa lokið sérnámi í þessari kennsluaðferð samkvæmt staðli Evrópska Suzukisambandsins.

Meginforsenda móðurmálsaðferðar Suzuki er að sé börnum búið rétt hvetjandi umhverfi frá upphafi séu möguleikar þeirra til árangurs og þroska á tónlistarsviðinu og í öllu námi, meiri.
 Lögð er áhersla á að börnin hefji tónlistarnám snemma, eða á aldrinum 3ja - 7 ára þegar næmni og sköpunarþörf eru hvað virkust.

Fyrirkomulagið á náminu í upphafi er að nemandi og foreldri mæta í einkatíma til hljóðfærakennarans einu sinni í viku og síðan í hóptíma hálfsmánaðarlega. Þegar börnin verða eldri bætist við tónfræði, tónheyrn, hljómsveitarleikur, kammermúsík, hljómfræði og tónlistarsaga. Reglulega eru tónleikar þar sem nemendur læra að koma fram.  Í skólanum er grunn-, mið- og framhaldsnám

Skólastjóri er Mary Campell