Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Samkvæmt lögum um kosningar nr. 112/2021 kýs Alþingi fimm menn í yfirkjörstjórn og jafnmarga til vara í hverju kjördæmi eftir kosningar. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hverfiskjörstjórnir og undirkjörstjórnir í Reykjavík eru kosnar af borgarstjórn.
Eftir hverjar borgarstjórnarkosningar kýs borgarstjórn þrjá menn í yfirkjörstjórn og jafnmarga til vara, ásamt hverfis- og undirkjörstjórnum, skv. lögum um kosningar nr. 112/2021.
Undanfarin ár hafa starfað um 25 hverfiskjörstjórnir og u.þ.b. 95 undirkjörstjórnir við kosningar í Reykjavík.
7. júní 2022 kaus borgarstjórn þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara.