Stafræn umbreyting þjónustu

Stafræn umbreyting er fyrst og fremst stafræn aðlögun á þeirri þjónustu sem borgin sinnir í dag. 

Sérstakt átak hefur verið ræst til að hrinda þessari umbreytingu af stað sem nær til loka árs 2023. Það er risastórt verkefni sem á sér fáar hliðstæður hér á landi og nær til allra starfsstaða og starfsfólks sem brennur fyrir betri þjónustu með hjálp nútíma tækni. 

Innleiðing Græna plansins

Umbreyting á þjónustunni með bættum tæknilegum innviðum, beislun gagnastrauma, sjálfvirknivæðingu ferla, aukinni hagnýtingu gagna, greiningartólum og umhverfisvænni upplýsingatæknirekstri er liður í innleiðingu Græna plansins. 

Stafræn umbreyting þjónustu felst í endurskoðun og skipulagningu út frá notendum þjónustunnar, að þeim sé mætt á þeirra forsendum. Hagnýting gagna skilar sér svo í auknu virði til borgarbúa í formi hnitmiðaðrar þjónustu, aukins gagnsæis og skilvirkari nýtingu á tíma þegar leita þarf eftir upplýsingum eða þjónustu innan borgarkerfisins. 

Áherslur í stafrænni umbreytingu borgarinnar

Nútímaleg kerfi

Áframhaldandi þróun á upplýsingakerfum í takt við tækninýjungar og umhverfissjónarmið. Einfaldara skipulag kerfa, ferla og aukin samvirkni 

Snjöll nýsköpun

Nýjar leiðir til að leysa áskoranir í starfsemi borgarinnar. Samstarf við frumkvöðla til að undirbúa Reykjavík fyrir komandi áskoranir.

Sjálfvirk stjórnsýsla

Sjálfvirk stjórnsýsla einfaldar umsóknarferla og aðgengi að þjónustu borgarinnar. Aukin sjálfvirkni mun stuðla að minni sóun í kerfinu, hagræðingu og einföldun.

Hagnýting gagna

Hagnýting gagna er eitt af undirstöðuatriðum til að taka upplýstar ákvarðanir, hjálpar til við að bera kennsl á tækifæri til hagræðingar og verðmætasköpunar og skapa þar með grundvöll fyrir þróun og nýsköpun.