Tunnurnar okkar
Samræmt flokkunarkerfi er í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Með lögum um hringrásarhagkerfi varð skylda að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili.
Blá tunna fyrir pappír, græn tunna fyrir plast, brún tunna fyrir matarleifar og grá tunna fyrir blandaðan úrgang.
Blá tunna fyrir pappír
Blá tunna er ætluð undir pappír og pappa. Pappírinn og pappinn á að fara laus í tunnurnar en ekki í plastpoka. Hreinsa þarf matarleifar af pappírsefnunum áður þau eru sett í tunnuna.
Hvað má fara í bláa tunnu?
- Pizzakassar
- Pappakassar
- Drykkjarfernur og aðrar fernur
- Fernur með plasttöppum mega fara með
- Ljósritunarpappír
- Umslög
- Heftir og bréfaklemmur mega fara með
- Morgunkornskassar
- Kexkassar
- Umbúðapappi
- Eggjabakkar
- Auglýsingapóstur
- Dreifiefni úr pappír
- Bækur og kiljur
Hvað má EKKI fara í bláa tunnu?
- Aukarusl
- Plastpokar
- Matarleifar
Græn tunna fyrir plast
Græn tunna er ætluð undir hart og mjúkt plast. Plastið má setja laust í tunnurnar. Mikilvægt er að hreinsa allar matar- og efnaleifar af plastinu og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna.
Hvað má fara í græna tunnu?
- Plastpokar
- Plastfilmur
- Bóluplast
- Plastbakkar
- Plastílát og brúsar af ýmsu tagi undan hreinsiefnum, matvöru, mjólkurvörum og kjötvörum
- Frauðplast og minni hlutir úr plasti
Hvað má EKKI fara í græna tunnu?
- Matarleifar
- Pappír eða pappi
- Spilliefni eða umbúðir utan af spilliefnum
- Málmar
- Rafmagnstæki eða rafhlöður
Brún tunna fyrir matarleifar
Öll heimili þurfa nú að flokka matarleifar frá blönduðu sorpi og er brúna tunnan hugsuð fyrir þær og annan lífrænan eldhúsúrgang.
Úrgangurinn má vera í bréfpokum en ekki í plastpokum, maíspokum eða lífplastpokum. Einnig má vefja dagblaði utan um úrganginn og setja í tunnuna. Sé úrgangur settur laus í tunnuna verður hún óhrein og getur komið frá henni lykt. Íbúar sjá um um þrif á tunnum.
Hvað má fara í brúna tunnu?
- Matarleifar (þar með talin bein)
- Ávextir og grænmeti
- Brauð og kökur
- Kaffikorgur og tepokar úr pappír (pappírsfilter má fara með)
- Eldhúspappír og ólitaðar servíettur
- Afskorin blóm og plöntur
Hvað má EKKI fara í brúna tunnu?
- Plast og plastpokar
- Endurvinnanlegur pappír eða pappi
- Dósir og flöskur með skilagjaldi
- Garðaúrgangur
- Lífniðurbrjótanlegar umbúðir (til dæmis merktar „compostable")
- Aukarusl
- Kattasandur og dýraúrgangur
- Tyggjó
- Málmar
- Rafhlöður
- Spilliefni
- Gler
- Klæði
- Lyf
Grá tunna fyrir blandaðan úrgang
Við öll heimili í Reykjavík eru gráar sorptunnur undir blandaðan úrgang. Grá tunna er 240 lítrar að stærð en ef þú býrð í fjölbýli er hægt að óska eftir stærra kari undir blandaðan úrgang.
Ef lítið fellur til af blönduðum úrgang á þínu heimili getur þú fengið gráa spartunnu, hún er bæði minni og ódýrari.
Hvað má fara í gráa tunnu?
- Ryksugupokar
- Einnota bleyjur
- Einnota dömubindi
- Blautklútar
Hvað má EKKI fara í gráa tunnu?
- Málmar
- Gler
- Textíll
- Plast
- Matarleifar
- Endurvinnanlegan pappír og pappa
- Dósir eða flöskur með skilagjaldi
- Garðaúrgang
- Múrbrot
- Jarðefni
- Grófan úrgang, eins og timbur og brotamálma
- Rafmagnstæki
- Rafhlöður
- Spilliefni
- Lyf