Persónuvernd

Reykjavíkurborg hefur það lögbundna hlutverk að tryggja velferð allra í borginni en stór hluti af því er að framkvæma samráð við ólíka hópa. Samkvæmt 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 (hér eftir vísað til „sveitarstjórnarlaga“) hafa borgarbúar rétt til áhrifa á stjórn sveitarfélags, t.a.m. með þátttöku í íbúaráðum. Markmiðið með verkefninu „Ungir leiðtogar“ er að veita ungu fólki af erlendum uppruna tækifæri til láta í sér heyra. Öll vinnsla persónuupplýsinga er framkvæmd í þágu almannahagsmuna með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri fyrir ungt fólk af erlendum uppruna og byggir vinnsla persónuupplýsinga vegna könnunarinnar því á 5. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. 2. tl. 102. gr. sveitarstjórnarlaga. Þar að auki fer vinnslan fram á grundvelli samþykkis þátttakenda, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 9. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. sömu laga.

Aðeins verður unnið með þær persónuupplýsingar sem þátttakendur veita skrifstofunni en til þess að sækja um er beðið er um nafn og kennitölu þátttakenda. Reykjavíkurborg gætir þess við alla vinnslu persónuupplýsinga á sínum vegum að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar til að hinn skráði geti gætt réttar síns. Þú átt til að mynda rétt á að fá upplýsingar um það hvort Reykjavíkurborg vinnur með persónuupplýsingar um þig og fá afhendingu afrits af þeim persónuupplýsingum um þig sem unnið er með. Þá er þér heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig. Teljir þú að Reykjavíkurborg vinni með rangar persónuupplýsingar um þig áttu rétt á að þær verði  leiðréttar. Verði rangar eða ófullkomnar persónuupplýsingar skráðar í tengslum við könnun þessa, sem lögum samkvæmt er ekki heimilt að eyða, verður lýsingu sem leiðréttir upplýsingarnar bætt við þær sem þegar hafa verið skráðar ef beiðni þess efnis berst í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.

Athygli er vakin á því að Reykjavíkurborg ber skylda til að varðveita persónuupplýsingar í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Persónuupplýsingum verður ekki miðlað áfram án samþykkis þátttakenda. 

Að öðru leyti verður farið með öll gögn eins og persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar kveður á um sem og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga https://reykjavik.is/personuverndarstefna