Nýsköpun í Reykjavík

Nýsköpun birtist gjarnan í umræðu um hátæknifyrirtæki. En nýsköpun er ekki síður undirstaða víðtækrar starfsemi sem tengist menningu, listsköpun, þriðja geiranum, stjórnsýslu og margvíslegum þjónustufyrirtækjum.

Nýsköpun í Reykjavík

Nýsköpun er ekki skrautfjöður í hatti. Hún er hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur og mótar hvernig við sem búum og störfum í borginni nálgumst viðfangsefnin okkar. Við ætlum að skapa jarðveg þar sem nýjar hugmyndir geta blómstrað.

Atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar 2022-2030

Vistkerfi nýsköpunar

Í hvernig vistkerfi blómstrar nýsköpun? Fólk, þekking og fjármagn ásamt Borginni skapar umhverfi þar sem nýjar hugmyndir fá að dafna. 

Hér fyrir neðan eru dæmi um fjölmörg verkefni sem fá að njóta sín í nýsköpunarborginni Reykjavík.

 

Vistkerfi nýsköpunar

HafnarHaus

Hafnar.haus er skapandi miðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hún er staðsett fyrir ofan Listasafn Reykjavíkur og í henni er 3500m2 rými sem rúmar yfir 250 manns af öllum sviðum sköpunar og öllu því sem gerir lífið áhugavert.

FabLab

Fab Lab smiðjur eru frábær vettvangur til nýsköpunar og eru búnar tölvustýrðum tækjum og tólum til þess að gera frumgerðir og efla þekkingu á stafrænni framleiðslutækni.
FabLab Reykjavík er opin stafræn smiðja fyrir öll og nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar. 

Klak, Hringiða og Gulleggið

Klak – Icelandic Startups er hraðall sem hjálpar frumkvöðlum að raungera hugmyndir og leiða til mögulegrar fjárfestingar. Borgin styður starfið og ýmsa hraðla og viðburði svo sem Hringiðu og Gulleggið.

Snjallræði

Reykjavíkurborg er bakhjarl Snjallræðis, sem stofnað var af Höfða friðarsetri árið 2018. Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Nýsköpunarvikan

Nýsköpunarvikan eða Innovation Week hefur verið að festa sig í sessi sem viðurkenndur alþjóðlegur vettvangur. Nánar um þátttöku Reykjavíkur - Nýsköpunarvika

Orkuklasinn

Orkuklasinn stendur reglulega fyrir mismunandi viðburðum, bæði í persónu og stafrænum heimi sem viðkemur starfsemi orkutengdra verkefna. 

Íslenski sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi.

Íslenski ferðaklasinn

Íslenski ferðaklasinn hefur það hlutverk að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.

Nýsköpun alls staðar

Við sjáum nýsköpun sem afrakstur hugmyndaauðgi sem athafnasamt fólk hefur hrint í framkvæmd um alla borg.

 

Nýsköpun birtist gjarnan í umræðu um hátæknifyrirtæki. En nýsköpun er ekki síður undirstaða víðtækrar starfsemi sem tengist menningu, listsköpun, þriðja geiranum, stjórnsýslu og margvíslegum þjónustufyrirtækjum.

 

Nýsköpun er hluti af sjálfsmynd Reykjavíkur og mótar hvernig við sem búum og störfum í borginni nálgumst viðfangsefnin okkar. Við ætlum að skapa jarðveg þar sem nýjar hugmyndir geta blómstrað.

 

Nýsköpun er rauður þráður í gegnum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur. 

Skrautmynd úr atvinnu- og nýsköpunarstefnu

Nánari upplýsingar

Viltu nánari upplýsingar um nýsköpun í Reykjavíkurborg eða vera í sambandi við okkur?

Sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is

eða skráðu þig á póstlista hér.

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á athafnaborgin@reykjavik.is