Nýi tónlistarskólinn

Tónlistarskóli

Grensásvegur 3
108 Reykjavík

Ljósmynd af húsnæði Nýja tónlistarskólans

Sækja um tónlistarnám

Þú getur sótt um tónlistarnám við Nýja tónlistarskólann á rafrænan hátt með því að fylla út umsókn í gegnum heimasíðu skólans

Um Nýja tónlistarskólann

Í Nýja tónlistarskólanum er boðið upp á vandað, fjölbreytt og ekki síst skemmtilegt tónlistarnám þar sem reynslumiklir kennarar skólans, bæði á sviði tónlistarflutnings og kennslu, miðla af þekkingu sinni.

Nýi tónlistarskólinn var stofnaður 1978 af Ragnari Björnssyni, tónskáldi, organista og stjórnanda. Frá upphafi var það hugsjón Ragnars að stofna tónlistarskóla þar sem nemendur fengju að öllu leyti fyrsta flokks nám, sambærilegt við það besta sem hægt væri að fá í landinu. Þetta tókst Ragnari með því að fá strax til liðs við sig kennara úr röðum okkar bestu listamanna á þeim tíma og alla tíð síðan. Skólinn nýtur fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.

Skólastjóri er Sigurður Sævarsson