List og menning í Reykjavík 2030

Menningarstefna borgarinnar List og menning í Reykjavík 2023 var samþykkt af borgarstjórn 16. nóvember 2021. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun til ársins 2023.

Í stefnunni eru þrjár megin áherslur

  • Ævilöng inngilding og aðgengi borgarbúa að menningu og listum
  • Reykjavík - borg sem listafólki þykir gott að búa og starfa í
  • Menning og listir í öllum hverfum borgarinnar

 

Framtíðarsýn

"Menningarstefna Reykjavíkurborgar hefur það að markmiði að árið 2030 hafi allir íbúar jöfn tækifæri til þess að njóta lista, menningar og menningararfs bæði sem þátttakendur og neytendur. Lista- og menningarlíf borgarinnar á ekki að vera einsleitt heldur endurspegla hið fjölbreytta mannlíf borgarinnar.

Reykjavíkurborg stefnir á að í borginni verði framúrskarandi aðstæður til listsköpunar og að Reykjavík verði borg sem listafólk sækist eftir að búa og starfa í. Reykjavík á að verða þekkt menningarborg um heim allan og ferðamenn komi hingað gagngert til þess að upplifa reykvíska list og menningu.

Öll hverfi borgarinnar eiga að vera suðupottur lista og menningar sem endurspegla sérstöðu og sögu hvers borgarhluta. Allir íbúar borgarinnar skulu hafa jöfn tækifæri til þess að taka þátt í og njóta menningar og lista í sínu nærumhverfi."