Áður en sótt er um starfsleyfi

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur áður en starfsemi hefst.

Heilbrigðiseftirlitið gefur út starfsleyfi fyrir eftirfarandi atvinnurekstur

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur áður en starfsemi hefst.

Rekstrarleyfi

Athygli er vakin á því að ef ætlunin er að reka gististað eða veitingastað þarf einnig að sækja um rekstrarleyfi til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, nema annað hafi verið ákveðið í lögum (sjá nánar í töflu hér að neðan). 

Vakin er athygli á að þeir sem ætla að reka heimagistingu, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þurfa að skrá starfsemina hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eða á miðlægu vefsvæði sem sýslumaður heldur utan um.

Afnotaleyfi

Þegar sótt er um leyfi fyrir matsöluvagni, sölubás eða matvælamarkaði þarf umsækjandi að hafa afnotaleyfi fyrir götu- og torgsölu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. 

Hvaða leyfi þarf ég?

Fyrirtæki / starfsemi Starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Rekstrarleyfi sýslumanns Skráningarskylda / tilkynningarskylda Götu- og torgsöluleyfi
Veitingastaðir (þ.m.t. veitingahús, skyndibitastaðir, krár, kaffihús, samkomusalir og veisluþjónusta) X X (aðeins veitingastaðir með áfengisveitingar í flokki II og III)    
Gististaðir (þ.m.t. hótel, gistiheimili, heimagisting, íbúðagisting) X (ekki heimagisting) X (ekki heimagisting) Heimagisting (hámark 90 dagar á hverju almanaksári)  
Matvöruverslanir X      
Innflutningur á fæðubótarefnum og sala X      
Heildverslun með matvæli X      
Framleiðsla matvæla (þ.m.t. pökkun) X      
Mötuneyti X      
Flutninga- og dreifingarmiðstöðvar með matvæli X      
Söluturnar (sjoppur) X      
Vatnsveitur X      
Matsöluvagnar X     X
Sölubásar / matvælamarkaðir X     X
Framleiðendur og/eða innflytjendur matvælasnertiefna     X  
Framleiðendur matjurta X (ræktun, pökkun og önnur vinnsla)   X (aðeins ræktun)  

Umsagnir vegna rekstrarleyfa

Matvælaeftirlitið veitir umsagnir til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna útgáfu rekstrarleyfi til veitingastaða og gististaða skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Leyfadeild sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sími 458 2000, veitir allar nánari upplýsingar um rekstrarleyfi.  Vegna vinnu við umsagnir vegna tækifærisleyfa greiðist tímagjald til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.  Tímagjald er samkvæmt gildandi gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.