Mælikvarðar

Til að mæla árangur Græna plansins innleiðir Reykjavíkurborg þrjá staðla frá alþjóðlegu samtökunum World Council on City Data (WCCD) sem mæla stöðu borga með tilliti til sjálfbærni. 

Staðlarnir samanstanda hver um sig af 60-150 mælikvörðum í 17 yfirflokkum sem stýra og mæla frammistöðu borga á hverju áherslusviði fyrir sig. 

Innleiðing Græna plansins

Alls innihalda staðlarnir 250 mælikvarða. Hægt er að tengja hvern og einn mælikvarða við undirmarkmið Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna og er þessi vinna því góður undirbúningur fyrir innleiðingu þeirra.

Staðlar sem mæla stöðu borga með tilliti til sjálfbærni

ISO 37120

Um þjónustuveitingu borga og lífsgæði íbúa þeirra. Staðallinn mælir umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega sjálfbærni borga og gerir þeim kleift að fylgjast með eigin vegferð og bera sig saman við aðrar borgir.

ISO 37122

Um snjallvæðingu borga. Staðallinn mælir árangur og þroskaferli borgarinnar sem snjallborg. Þá er m.a. átt við framvindu deili- og hringrásarhagkerfisins og framsækni í nýjungagjörnum lausnum.

ISO 37123

Mælir seiglu (resilience) borga. Þá er átt við hversu vel borgir geti aðlagast og jafnað sig á þeim áföllum sem þær geta orðið fyrir af völdum náttúruhamfara og loftslagsbreytinga, heimsfaraldra, netárása og fleira.