Listahátíð, fulltrúaráð, stjórn

Teikning af Perlunni.

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Hún fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin. Samþykkt fyrir Listahátíð í Reykjavík var staðfest af fulltrúaráði Listahátíðar 20. júní 1997.

Aðild að Listahátíð eiga menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, ýmis samtök listamanna og menningarstofnanir. Aðilar tilnefna einn mann hver í fulltrúaráð en auk þess eiga menntamálaráðherra og borgarstjóri þar sæti og skiptast þeir á um formennsku, tvö ár í senn.

Í stjórn eiga sæti þrír menn; fulltrúi menntamálaráðuneytis, fulltrúi Reykjavíkurborgar og einn sem fulltrúaráðið kýs til tveggja ára í senn.

Margrét Norðdahl situr í stjórn Listahátíðar fyrir hönd Reykjavíkurborgar.