Byltitækni í nýsköpun

Áhrif stafrænna umbreytinga á opinbera þjónustu

EDIH-IS CoLab #4 ásamt IMPULSE verkefninu bjóða til morgunráðstefnu á ensku með fyrirlestrum og pallborðsumræðum sem fjalla munu um áhrif stafrænna umbreytinga á opinbera þjónustu við evrópskan og íslenskan almenning: rafræn auðkenni og gagnaflóð.

Staður og stund

Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnarsal, fimmtudaginn 21. september, kl. 9-12. 

Boðið upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30

Dagskrá

Streymi

Upptaka af streymi var gert aðgengilegt að viðburði loknum

Hvað er IMPULSE?

IMPULSE rannsóknarverkefnið snýst um framtíð rafrænna auðkenna og meðhöndlun gagna í viðskiptum fólks við opinberar þjónustur og stofnanir:
 

  • Að nota bálkakeðjur til úrvinnslu auðkenninga og í meðferð allra gagna og snjallsamninga – svokallað ‘dreift bókhald’, ekki miðlægt. (Nánar um bálkakeðjur).
     

  • Að persónuupplýsingar og gögn séu eign einstaklinganna sjálfra, ekki stofnana.
     

  • Að í framtíðinni geti íbúar í Evrópu notað eina rafræna auðkenningu þvert á landamæri innri markaðarins.

 

IMPULSE er líka tilraun með andlitsgreiningu í rafrænni auðkenningu fyrir þá sem kysu að nota þá lausn frekar en rafrænu skilríkin sem algengust eru í dag.

 

IMPULSE rannsóknarverkefnið er liður í tæknilegri framþróun borgarinnar og er í umsjón atvinnuþróunarteymis borgarstjóra.