Viðmiðunar og heilsuverndarmörk

Loftgæði í Reykjavík eru almennt góð en köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10) eru þau efni sem líklegust eru til að fara yfir heilsuverndarmörk. Önnur loftmengandi efni sem mæld eru í borginni eru m.a. brennisteinsvetni (H2S), kolmónoxíð (CO), brennisteinsdíoxíð (SO2) og benzene (C6H6) en mælast yfirleitt langt undir viðmiðunarmörkum í Reykjavík.
Regluverk
Markmið reglugerðar um loftgæði er að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum loftmengunar á heilsu manna og umhverfið, meta loftgæði á samræmdan hátt, afla upplýsinga um loftgæði og viðhalda þeim þar sem þau eru mikil eða bæta þau ella. Jafnframt er það markmið að draga úr mengun lofts.
- Reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði
Viðmiðunarmörk eru leyfileg hámarksgildi mengunar og flokkast í nokkrar tegundir eftir þeim kringumstæðum sem þau eiga við. Helstu viðmiðunarmörk eru heilsuverndarmörk en einnig eru gróðurverndarmörk sett í reglugerðum fyrir ákveðin efni.
Í töflu að neðan má sjá heilsuverndarmörk fyrir loftmengandi efni samkvæmt eftirfarandi reglugerðum:
- Reglugerð nr. 920/2016 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings.
- Reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloft.
Nánari upplýsingar um viðbrögð við mengun vegna eldgosum
Heilsuverndarmörk fyrir loftmengandi efni
Meðaltími |
Viðmiðunarmörk |
Brennisteinsvetni* |
|
Hámark daglegra hlaupandi 24- stunda meðaltala |
50 µg/m³, má aldrei fara yfir mörkin |
Almanaksár |
5 µg/m³ |
Brennisteinsdíoxíð |
|
Ein klukkustund |
350 µg/m³, sem ekki má fara yfir oftar en 24 sinnum á almanaksári |
Einn sólarhringur |
125 µg/m³, sem ekki má fara yfir oftar en 3 sinnum á almanaksári |
Köfnunarefnisdíoxíð |
|
Ein klukkustund |
200 µg/m³, sem ekki má fara yfir oftar en 18 sinnum á almanaksári |
Einn sólarhringur |
75 µg/m³, sem ekki má fara yfir oftar en 7 sinnum á almanaksári |
Almanaksár |
40 µg/m³ |
PM10 |
|
Einn sólarhringur |
50 µg/m³, sem ekki má fara yfir oftar en 35 sinnum á almanaksári |
Almanaksár |
40 µg/m³ |
PM2,5 |
|
Almanaksár |
20 µg/m³ |
*Tilkynna skal þegar brennisteinsvetni hefur mælst yfir 50 µg/m³ samfellt í þrjár klukkustundir.
