Atvinnutengt nám

Atvinnutengt nám er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík sem, vegna sértækra örðugleika annarra en fötlunar, glíma við verulegar áskoranir í námi eða mikla vanlíðan í skóla. Verkefninu er ætlað að bæta líðan nemenda og gefa þeim tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. 

Hvernig fer atvinnutengt nám fram? 

Atvinnutengt nám mætir þörfum nemenda sem þurfa að komast úr hefðbundnu skólastarfi hluta skólatímans, t.d. einn dag í viku. Stundatöflu nemandans er breytt í samræmi við það. Hámarks fjöldi vinnustunda er 16 klukkustundir á mánuði. 

Námið fer fram á vinnustöðum sem eru valdir út frá áhugasviði nemenda. Nokkrir tugir fyrirtækja og stofnana taka þátt í verkefninu. Stundum er boðið upp á atvinnutengt nám innan grunnskóla þar sem nemendur aðstoða við ýmis verkefni. Í lok námsins fær nemandinn síðan umsögn frá vinnustaðnum. Nemendur í atvinnutengdu námi eru á launum hjá Reykjavíkurborg meðan þeir eru skráðir í verkefnið.

Hvernig sæki ég um atvinnutengt nám? 

Ákveðið er í hverjum grunnskóla hvaða nemendur gætu haft ávinning af þátttöku í atvinnutengdu námi. Tengiliðir í skóla sjá um skráningu við upphaf haustannar.  

 

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri:

Guðný Harpa Hilty Henrysdóttir
Sími: 411 11 11

Staðsett á Vesturmiðstöð, Laugarvegi 77, 101 Reykjavík.
Netfang: Gudny.Harpa.Hilty.Henrysdottir@reykjavik.is