Gatnagerðargjald

Gjaldskrá gatnagerðargjalds breytist með byggingarvísitölu mánaðarlega. 

Lög um gatnagerðargjald

Gatnagerðargjald eru innheimt af öllum lóðum í þéttbýli í Reykjavíkurborg og/eða mannvirkjum á þeim. Gjaldinu er varið til gatnagerðar og viðhalds gatna samkvæmt lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. 

Um gatnagerðargjald í Reykjavík gildir samþykkt nr. 725/2007 með síðari breytingum. Fjárhæð gatnagerðargjalds uppfærist mánaðarlega í samræmi við 3. mgr. 6. gr. samþykktarinnar.

Fjárhæð viðbótargatnagerðargjalds er sú sama og gatnagerðargjalds.

Tengi og fráveitugjöld

Tengigjöld fráveitu, vatns-, rafmagns- og hitaveitu eru innheimt af Veitum skv. verðskrá.