Esjumelar

Atvinnusvæðið á Esjumelum er í uppbyggingu og það nýtur góðs af öflugum samgöngutengingum og nálægð við borgina. 

Atvinnusvæði í uppbyggingu

Fjölmörg fyrirtæki hafa nú þegar komið sér upp aðstöðu á Esjumelum og sinna þjónustu af ýmsum toga. Meðal stórra fyrirtækja má nefna Gámafélagið og Malbikstöðina. 

Uppbygging og aðstöðusköpun nýrra fyrirtækja er í undirbúningi eða þegar í gangi, eins og sjá má þegar farið er um svæðið. Hreyfing hefur verið á lóðasölu og Reykjavíkurborg býður nú til sölu byggingarrétt á lóðum við Bronssléttu. Gatnagerð þar er lokið og lóðirnar tilbúnar til afhendingar. 
 

Skoða kort af Esjumelum í Borgarvefsjá.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar vinnur að þróun atvinnusvæða. Sendu okkur póst á athafnaborgin@reykjavik.is 

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á skipulag@reykjavik.is