Atvinnumál og forvarnir

Atvinnuráðgjafar Hins Hússins sérhæfa sig að hjálpa ungu fólki í atvinnuleit og styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Jafningjafræðarar ræða og fræða annað ungt fólk um lífið og tilveruna og boðið er upp á hópastarf fyrir ungt fólk sem vill kynnast öðru ungu fólki.

Atvinnuráðgjöf og vinnuúrræðanámskeið

Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og hægt er að panta tíma í ókeypis atvinnuráðgjöf, hvort sem er í Hinu Húsinu eða rafrænt. Ungt fólk á atvinnuleysisskrá getur einnig sótt atvinnuleitarnámskeiðin Vítamín og Háskólavítamín.

 

Atvinnuráðgjafar Hins Hússins halda utan um ráðningar ungs fólks í sumarstörf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum á vegum Reykjavíkurborgar.

Jafningjafræðslan

Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki á aldrinum 16–20 ára sem fer og ræðir við annað ungt fólk um málefni sem snúa að ungu fólki svo sem sjálfsmynd, kynlíf, geðheilbrigði, vímuefni og fleira.

 

Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái á annan hátt til annars ungs fólks heldur en aðrir.

Vinfús - hópastarf

Hitt Húsið heldur úti hópastarfi fyrir ungmenni á aldrinum 16–25 ára. Starfið er hugsað fyrir öll ungmenni sem vilja kynnast öðrum ungmennum og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum.

 

Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.