Strandsjór

Frá því í apríl 2003 hafa örverufræðileg gæði strandsjávar í Reykjavík verið vöktuð. Sýni eru tekin á 12 stöðum meðfram strandslengjunni. Vöktunin fer fram frá apríl til október hvert ár.

Einnig vakta Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Orkuveita Reykjavíkur þynningarsvæði viðtaka skólphreinsistöðvanna. Það fer líka fram reglubundið heilbrigðiseftirlit með Ylströndinni í Nauthólsvík.

Nánar

Helstu uppsprettur mengunar í strandsjó í Reykjavík eru ofanvatn/yfirföll dælustöðva, rangar tengingar skólplagna, náttúrulegur uppruni – fuglar og dýr og losun skólps frá skipum og smábátum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vaktar reglubundið strandsjó borgarinnar en eitt af hlutverkum heilbrigðisnefnda er að fylgjast með að ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns séu uppfyllt.

Vöktunarþættir og viðmið

Þeir þættir sem vaktaðir eru: hitastig, saurkólí/enterókokkar. Skv. reglugerð nr. 796/1999 fyrir örverumengun telst ásættanlegt ef vötn falla í I-II flokk (sjá nánar um umhverfismörk fyrir mismunandi efni í fylgiskjali reglugerðar nr. 796/1999).

Vöktun á vatnsgæðum

Árið 2010 var gefin út skýrsla um vöktum á vatnsgætum strandsjávar í Reykjavík 2003 - 2010. 

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

  • Borgartún 12, 105 Reykjavík 
  • Þjónustuver 411 1111