Velferðarráð
Ár 2024, miðvikudagur 7. febrúar var haldinn 473. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:04 í Norðurmiðstöð, Efstaleiti 1. Á fundinn mættu Heiða Björg Hilmisdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sandra Hlíf Ocares, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Sigrún Baldursdóttir, Kristinn Jakob Reimarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Gunnlaugur Sverrisson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer skoðunarferð um Norðurmiðstöð.
-
Lögð fram til kynningar drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. MSS24010139.
Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, og Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynnt eru drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. Markmið áætlunarinnar er að bregðast við helstu áskorunum sem eru til staðar í forvarnarmálum varðandi börn og ungmenni í Reykjavík. Áskoranirnar eru margar því rannsóknir sýna fram á að andlegri líðan barna og unglinga hrakar, svefntími þeirra hefur minnkað og neikvæð áhrif vegna mikillar skjánotkunar hafa aukist. Ofbeldi er að aukast og hatursorðræða að verða meira áberandi í samfélaginu. Fulltrúi Flokks hefur haft áhyggjur af þessari þessari þróun og hefur ítrekað viðrað þær áhyggjur og mikilvægi þess að bregðast við þessum vanda. Með forvörnum og samstilltu átaki hefur tekist að draga úr áfengis og tóbaksneyslu hjá ungmennum. Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu barna og ungmenna með markvissum aðgerðum. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á þessa aðgerðaáætlun og vonar að þetta verði ekki bara falleg orð á blaði heldur verði ráðist í raunverulegar forvarnaraðgerðir.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfsemi Norðurmiðstöðvar. VEL24020010.
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL24010017.
-
Lagt fram minnisblað, dags. 7. febrúar 2024, um stöðu aðgerðaáætlunar með stefnu í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, ásamt fylgiskjali. VEL24020004.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað, dags. 7. febrúar 2024, um stöðu málaflokks fatlaðs fólks, ásamt fylgiskjölum. VEL24020005.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 7. febrúar 2024, um breytingar á tekju- og eignamörkum vegna félagslegs leiguhúsnæðis:
Lagt er til að tekju- og eignamörk 4. gr. reglna Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði verði uppfærðar til samræmis við reglugerð nr. 1342/2020, um ráðstöfun leiguíbúða skv. 37. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum.
Einnig er lagt til að viðmið varðandi tekjur á ársgrundvelli í matsviðmið varðandi almennt félagslegt leiguhúsnæði, sbr. fylgiskjal I með reglunum, verði uppfært til samræmis við reglugerðina.
Ekki er gert ráð fyrir að tillagan feli í sér viðbótarkostnað.
Greinargerð fylgir tillögunni. VEL24020009.
Samþykkt.Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að hækka tekju- og eignamörk vegna félagslegs leiguhúsnæðis. Fulltrúi sósíalista telur að það þurfi að hækka þessi mörk enn frekar þannig að félagslegt leiguhúsnæði nái til fleiri, líkt og á við í öðrum borgum þar sem félagslegt leiguhúsnæði er mun almennara.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefði viljað sjá hærri tekju- og eignamörk til að eiga rétt á félagslegu húsnæði. Verið er að hækka tekju- og eignamörk um 8,20%. Nú mega einstaklingar ekki hafa hærri árstekjur en 7.176.000 kr. til að eiga rétt á að leigja félagslegt húsnæði. Stigagjöf sem notuð er þegar umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði er forgangsraðað eru líka uppfærðar með tilliti til tekna. Fulltrúi Flokks fólksins telur að gefa ætti fleiri stig vegna lágra tekna.
Fylgigögn
-
Lagt fram uppfært erindisbréf stýrihóps um mótun stefnu í málefnum eldra fólks. VEL22070013.
Samþykkt.Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hlutverk þessa stýrihóps sem hér er verið að setja á laggirnar er afar mikilvægt. Gera á tillögu að heildstæðri stefnu í málefnum eldra fólks til ársins 2035 til þess að skapa aðstæður í borginni sem bæta félagslega, andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þetta er brýnt því engin stefna hefur verið til eins og sú sem nú á að koma með tillögu um. Eitt af markmiðunum er að styðja við nýsköpun, virkni og heilbrigði þannig að eldra fólk geti búið heima jafnframt því sem umönnun þess sé tryggð þegar hennar er þörf. Að móta heildstæða stefnu í málefnum eldra fólks er gríðarlega stórt og ábyrgðarfullt verkefni og það verður ekki gert nema með samráði við alla þá aðila sem koma að þjónustu við þennan hóp og vill Flokkur fólksins sérstaklega nefna öldrunarráðgjafa borgarinnar sem hafa mikla og yfirgripsmikla reynslu af þessum málefnum. Flokkur fólksins leggur ríka áherslu á að ekkert skref verði tekið nema í samráði við þá sem munu þurfa að nota þjónustuna og við eldra fólk og hagsmunasamtök eldri borgara.
Fylgigögn
-
Lagt fram til kynningar samkomulag um frestun uppsagnar á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Hjallaseli 55, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 1.febrúar 2024, sbr. bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. febrúar 2024. MSS24010165.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga styrkjahóps velferðarráðs, dags. 7. febrúar 2024, um styrkveitingar úr borgarsjóði til verkefna á sviði félags- og velferðarmála 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu starfshóps um styrkveitingar velferðar-ráðs úr borgarsjóði fyrir árið 2024.
Greinagerð fylgir tillögunni. VEL24020007.
Almennir styrkir 2024:
Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn. Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn 10.10. 200.000 kr.
Samþykkt.
Einhverfusamtökin. Stuðningshópar fyrir einhverf ungmenni og fullorðna, og foreldrahópur. 800.000 kr.
Samþykkt.Hola - félag spænskumælandi á Íslandi. Tækifæri til virkni og þátttöku. 800.000 kr.
Samþykkt.Reiðhjólabændur. Frelsishjól. 500.000 kr.
Samþykkt.Vinaskákfélagið. Vinaskákfélagið. 250.000 kr.
Samþykkt.Þjónustusamningar til eins árs 2024:
Afstaða til ábyrgðar. Þjónustusamningur við Afstöðu 2024. 4.000.000 kr.
Samþykkt.Bjarkarhlíð. Beiðni um fjármagn til að greiða fyrir starf félagsráðgjafa í Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í Reykjavík. 5.000.000 kr.
Samþykkt.Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Jafningjastuðningur Krafts. 1.000.000 kr.
Samþykkt.Okkar heimur. Okkar heimur - fjölskyldusmiðjur. 2.000.000 kr.
Samþykkt.Píeta samtökin. Meðferðar- og forvarnarstarf Píeta samtakanna. 1.500.000 kr.
Samþykkt.Sjónarhóll ses. Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla (fyrirlestur mánaðarins). 2.500.000 kr.
- Heiða Björg Hilmisdóttir víkur af fundi á meðan afgreiðslu þessa liðar stendur.
Samþykkt.
Spörvar Líknarfélag, Reykjavík. Fyrstu skrefin til bata. 1.000.000 kr.
Samþykkt.Þjónustusamningar til þriggja ára:
Samtök um kvennaathvarf. Rekstur Kvennaathvarfs 2024 til 2026. 12.500.000 kr. á ári.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins um að vangreiddar skuldir íbúa á íbúðakjörnum verði ekki sendar til innheimtufyrirtækja, sbr. 22. lið fundargerðar velferðarráðs 6. desember 2023, ásamt umsögn velferðarsviðs, dags 7. febrúar 2024. VEL23120018.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 7. febrúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda tilvika þar sem einstaklingum hefur verið vísað frá á miðstöð og kallað eftir aðstoð lögreglu, sbr. 13. lið fundargerðar velferðarráðs frá 18. október 2023. VEL23100048.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Spurt er um fjölda tilvika þar sem einstaklingum hefur verið vísað frá miðstöð og kallað eftir aðstoð lögreglu. Í svari kemur fram að einstaklingum er ekki neitað um þjónustu en stundum beðnir um að mæta ekki á miðstöð vegna ástands. Vesturmiðstöð er eina miðstöðin sem er með atvikaskráningarkerfi í notkun. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að allar miðstöðvar skrái atvik með skipulögðum hætti svo hægt sé að fylgjast með alvarlegum atvikum og er ánægjulegt að það sé verið að vinna á samræmdu verklagi milli miðstöðva. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var kallað eftir aðstoð lögreglu á Vesturmiðstöð 25 sinnum á árinu 2023 og 6 sinnum árið 2022. Þetta er mikil fjölgun milli ára sem vert væri að skoða frekar.
Fylgigögn
-
Svar sviðsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um sundurliðun á tilvísunum til skólaþjónustu. VEL23110005.
Frestað. -
Lagt fram svar sviðsstjóra, dags. 7. febrúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um leigubílakostnað velferðarsviðs 2022 og 2023, sbr. 23. lið fundargerðar velferðarráðs frá 6. desember 2023. VEL23120020.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Spurt var um kostnað vegna leigubílanotkunar starfsmanna velferðarsviðs 2022 og 2023 og skýringar á honum. Leigubílakostnaður hefur verið hár hjá þessu sviði sem hefur verið hástökkvari í notkun leigubíla ef borið er saman við önnur svið. Fram kemur í svari að helsti kostnaður liggi í búsetuúrræðum og á þjónustu þættinum, stjórnsýslu, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eða um 71%. Fram kemur að um sé að ræða kjarasamningsbundna þætti, starfsmaður hafi rétt á leigubíl þegar strætó gengur ekki eða þegar vont er veður. Hverjir eru mælikvarðarnir á „vondu veðri“ og hver er eftirfylgnin með að ekki sé verið að misnota leigubílaakstur? Fulltrúa Flokks fólksins finnst sérstakt hvað skrifstofufólk stjórnsýslunnar þarf að taka oft leigubíla. Stór hluti af þessu eru sálfræðingar sem fara fram og til baka frá miðstöðvum til skóla. Flokkur fólksins og nemendur grunnskóla hafa margsinnis beðið um að aðsetur sálfræðinga sé í skólum en ekki á miðstöðvum en á það hefur ekki verið hlustað. Kostnaður við að flytja skólasálfræðinga frá miðstöð til og frá skóla er mikill. Þetta fyrirkomulag er með öllu óskiljanlegt. Draga þarf rækilega úr leigubílakostnaði með því að breyta skipulagi og gera það skilvirkara. Hér er verið að sóa fjármagni borgarinnar sem betur væri komið í aðra hluti.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 7. febrúar 2024, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um skráningu lögheimilis í íbúðum Félagsbústaða, sbr. 14. lið fundargerðar velferðarráðs frá 26. apríl 2023. VEL23040017.
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst afar sérkennilegt að ekki sé hægt að eiga lögheimili í 13 íbúðum sem fólk fær til afnota og getur fengið opinberan húsnæðisstuðning. Engin ástæða er gefin upp, svo eðlilegt er að spyrja af hverju er þetta svona? Í svari kemur fram að fjórar íbúðir á Fiskislóð séu staðsettar á lóð sem ekki er ætluð til búsetu. Það vekur óneitanlega upp spurningar að Félagsbústaðir séu að leigja húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu sem vekur upp spurningu hvort um sé að ræða iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði. Gott hefði verið að fá upplýsingar um eðli húsnæðisins og hvers vegna það er ekki ætlað til búsetu. Einnig er einkennilegt að ekki sé hægt að skrá lögheimili á gistiheimili tímabundið á grundvelli leigusamnings. Öllu fólki er afar brýnt að hafa skráð lögheimili.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftirfarandi upplýsinga um hagi barna. Hvað búa mörg börn í Reykjavík undir fátæktarmörkum þ.e. undir framfærsluviðmiði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins? Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins hefur stækkað og spyr fulltrúi Flokks fólksins um hversu mikið hann hefur stækkað. VEL24020014.
-
Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver sé rekstrarkostnaður borgarinnar vegna hjólhýsabyggðar? Hver var kostnaðurinn þegar byggðin var í Laugardal og hver er kostnaðurinn núna? Sá hópur sem býr í hjólhýsum t.d. sá sem hafði lengst af aðsetur í Laugardal er nú á hrakhólum eftir að hafa verið úthýst úr Laugardal. Sumt af því fólki sem býr í hjólhýsum býr í þeim af neyð, ekki af því það kjósi það heldur af því að það hefur ekkert annað þak yfir höfuðið. Fólkið er að reyna að bjarga sér ella væri það á götunni. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhuga á að vita hver sé kostnaður borgarinnar við þessa byggð. VEL24020015.
-
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirspurn um tómar íbúðir hjá Félagsbústöðum og standsetningu. Hversu margar íbúðir eru tómar hjá Félagsbústöðum ef einhverjar eru? Hvað tekur að jafnaði langan tíma að standsetja íbúðir og koma þeim til leigjenda? VEL24020016.
Fundi slitið kl. 16:34
Heiða Björg Hilmisdóttir Helga Þórðardóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Sandra Hlíf Ocares Þorvaldur Daníelsson
Sanna Magdalena Mörtudottir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 7. febrúar 2024