Velferðarráð - Fundur nr. 469

Velferðarráð

Ár 2023, miðvikudagur 14. desember var haldinn 469. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:49 í Stekk, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL22050007.

  2. Fram fer kynning á vinnu velferðarsviðs við málefni fanga. VEL23120035.

    -    kl. 14:18 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 14. desember 2023, um tilnefningar til hvatningarverðlauna velferðarráðs 2022:

    Lagt er til að velferðarráð samþykki að veita eftirtöldum hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2022: 

    •    Eyjólfur Einar Elíasson í flokknum einstaklingar.

    •    Keðjan í flokknum hópar/starfsstaðir. 

    •    Teymi árangurs og gæðamats í flokknum verkefni. 

    Að auki er lagt til að velferðarráð samþykki að veita Viðari Gunnarssyni viðurkenningu fyrir farsælt starf í þágu velferðarmála.

    Greinargerð fylgir tillögunni. VEL23120034.

    Samþykkt.

  4. Jóladagskrá velferðarráðs hefst í Hofi og Vindheimum. Öllum stjórnendum á velferðarsviði var boðið til fundarins og mættu um 100 manns.

  5. Sr. Bjarni Karlsson fer með hugvekju.

  6. Fram fer afhending hvatningarverðlauna velferðarráðs 2022.

  7. Elín Hall flytur tónlistaratriði.

Fundi slitið kl. 15:52

Heiða Björg Hilmisdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Þorvaldur Daníelsson Helga Þórðardóttir

Magnús Davíð Norðdahl

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 14. desember 2023