Velferðarráð
Ár 2023, miðvikudagur 14. desember var haldinn 469. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:49 í Stekk, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helga Þórðardóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. VEL22050007.
-
Fram fer kynning á vinnu velferðarsviðs við málefni fanga. VEL23120035.
- kl. 14:18 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra, dags. 14. desember 2023, um tilnefningar til hvatningarverðlauna velferðarráðs 2022:
Lagt er til að velferðarráð samþykki að veita eftirtöldum hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2022:
• Eyjólfur Einar Elíasson í flokknum einstaklingar.
• Keðjan í flokknum hópar/starfsstaðir.
• Teymi árangurs og gæðamats í flokknum verkefni.
Að auki er lagt til að velferðarráð samþykki að veita Viðari Gunnarssyni viðurkenningu fyrir farsælt starf í þágu velferðarmála.
Greinargerð fylgir tillögunni. VEL23120034.
Samþykkt. -
Jóladagskrá velferðarráðs hefst í Hofi og Vindheimum. Öllum stjórnendum á velferðarsviði var boðið til fundarins og mættu um 100 manns.
-
Sr. Bjarni Karlsson fer með hugvekju.
-
Fram fer afhending hvatningarverðlauna velferðarráðs 2022.
-
Elín Hall flytur tónlistaratriði.
Fundi slitið kl. 15:52
Heiða Björg Hilmisdóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Þorvaldur Daníelsson Helga Þórðardóttir
Magnús Davíð Norðdahl
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð velferðarráðs frá 14. desember 2023