Velferðarráð - Fundur nr. 360

Velferðarráð

Ár 2019, föstudagur 20. september var haldinn 360. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14:56 í Kerhólum, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Aron Leví Beck, Alexandra Briem, Örn Þórðarson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 16. september 2019:

    Lagt er til að undirbúningur að heildstæðri stefnu í velferðarmálum verði hafinn á velferðarsviði. Stýrihópur verði stofnaður sem leiði stefnumótunina, í honum eigi sæti tveir fulltrúar úr velferðarráði, sviðsstjóri velferðarsviðs, einn til tveir stjórnendur auk fulltrúa notenda og starfsmanna. Sérstakur verkefnastjóri/ráðgjafi vinni með stýrihópnum. Samhliða verði undirhópur stofnaður, undir stjórn sviðsstjóra velferðarsviðs, í nánu samráði við framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva, Barnavernd Reykjavíkur, þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, notenda og starfsfólks, til að endurskoða skipulag þjónustumiðstöðva og skrifstofu sviðsins.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    -    Kl. 15:08 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.

    -    Kl. 15:23 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2020. Trúnaðarmál

  3. Lögð fram drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2020 fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

    a. Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði

    b. Gjaldskrá í félagsstarfi

    c. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra

    d. Gjaldskrá í heimaþjónustu

    e. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ

    f. Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum

    g. Gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara

    h. Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna

    i. Gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðra

    Fylgigögn

  4. Fylgigögn