Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 10. maí var haldinn 36. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 2. maí 2006 um nýjan aðalmann Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði.
2. Lögð fram að nýju endurskoðuð drög að reglum um félagslega heimaþjónustu ásamt umsögnum frá Öryrkjabandalagi Íslands, Þroskahjálp, Sjónarhóli og Félagi eldri borgurum.
Samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð hefur samþykkt nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu sem skilgreina rétt fólks til þessarrar mikilvægu nærþjónustu. Reglurnar voru unnar í samstarfi við hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra.
Velferðarráð telur nú mikilvægt að hefja vinnu við næsta skref, þ.e. framtíðarskipulag þjónustunnar sem hefur það markmið að notendur hafi meiri áhrif á þjónustuna og ef verkast vill, stjórnað henni.Það er í samræmi við stefnu velferðarráðs sem m.a. birtist í starfsáætlun 2002 undir kjörorðinu ”Þitt er valið”. Frá þeim tíma hafa verið gerðir nokkrir einstaklingsbundnir samningar þar sem notendur/aðstandendur hafa stýrt og haldið utan um þjónustu inn á sín heimili.
Þá er það afar mikilvægt að mati þeirra sem fá þjónustu inn á heimili sín að fleiri þjónustuþættir verði samþættir inn í einstaklingsmiðaða heildstæða þjónustu. Velferðarráð Reykjavíkur lýsir sig reiðubúið til að taka við þeirri nærþjónustu sem ríkið veitir nú fötluðum og öldruðum og útfæra hana í nánu samstarfi við hagsmunasamtök þeirra.
3. Lögð fram drög að samningi við Gigtarfélag Íslands um þjónustu sem félagið veitir einstaklingum með lögheimili í Reykjavík og fjölskyldum þeirra.
Drögin voru samþykkt samhljóða.
4. Lagt fram bréf MS félags Íslands dags. 21. mars 2006, varðandi beiðni um styrk, ásamt tillögu skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Guðlaugur Þór Þórðarson mætti á fundinn kl. 12.18.
5. Lögð fram þriggja mánaða bókhaldsstaða ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða ásamt skorkorti Velferðarsviðs.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram tillaga að framtíðarskipulagi Seljahlíðar.
María Gísladóttir, forstöðumaður Seljahlíðar mætti á fundinn og kynnti framtíðarskipulag Seljahlíðar.
Málinu frestað til næsta fundar.
- Jóna Hrönn Bolladóttir mætti á fundinn kl. 12.25
- Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 12.53.
7. Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Velferðarsviðs 2006-2008.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
8. Lagðar fram til kynningar viðhorfsrannsóknir framkvæmdar af IMG Gallup um heimsendan mat í mars 2006 og þjónustu Álfalands frá mars og apríl 2006.
Formaður velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.
9. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir heildargreiðslur áfrýjunarnefndar í apríl 2006.
10. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks til endurskoðunar á tekjuviðmiði fyrir einstaklinga í reglum um félagslegar leiguíbúðir.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 13.23
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir