Velferðarráð - Fundur nr. 32

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 8. mars haldinn 32. fundur s og hófst hann kl. 12.17 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir.Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað dags. 6. mars 2006 um afskriftir framfærslulána.
Viðskiptafræðingur á skrifstofu rekstrar- og þjónustuúrræða mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Lagðir fram viðaukar við samning Velferðarsviðs og Þjónustu- og rekstrarsviðs ásamt þjónustusamningnum dags. 22. júní 2005.
Skrifstofustjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu. Um er að ræða viðauka nr. 4 ( sbr. 3. gr. þjónustusamningsins) og viðauka nr. 8 ( sbr. 7.gr. þjónustusamningsins).
Jóna Hrönn Bolladóttir mætti á fundinn kl. 12.24.
Kristján Guðmundsson mætti á fundinn kl. 12.28.
Að auki voru lögð fram til kynningar yfirlit yfir lykiltölur og mælikvarðar og skjal sem skilgreinir þjónustugrunna og aðgangsmál.
Viðaukarnir voru samþykktir með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu varðandi umsóknir íbúa á hjúkrunarstofnunum vegna sérstakra erfiðleika. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Skrifstofustjóri velferðarþjónustu, mætti á fundinn og gerði grein fyrir minnisblaðinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð Reykjavíkurborgar felur formanni ráðsins og sviðsstjóra Velferðarsviðs að óska eftir því við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að reglur um vasapeninga fólks sem býr langdvölum á sjúkrastofnunum verði endurskoðaðar og að heimili fólks verði skilgreind á nýjan hátt.

4. Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs dags. 6. mars sl. vegna beiðni frá Alþingi dags. 17. febrúar sl. um umsögn um frumvarp til breytinga á áfengislögum, 71, mál. Einnig lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu Velferðarsviðs til Alþingis varðandi umsögn um frumvarpið. Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Umsögnin var samþykkt.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Í stað þess að samþykkt verði lagafrumvarp sem heimilar áfengisauglýsingar með þeim hætti sem hér um ræðir telur velferðarráð réttara af löggjafanum að herða á auglýsingabanni alls áfengis með breytingu á áfengislögum.


Fundi slitið kl. 13.17.

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson