Velferðarráð - Fundur nr. 149

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 25. nóvember, var haldinn 149. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 16.10 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Ágúst Már Garðarsson, Bjarni Karlsson, Geir Sveinsson, Áslaug Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tillaga og greinargerð um sameinaða heimaþjónustu í Laugardal og Háaleiti. Samstarfsverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis lögð fram.
Fulltrúi Vinstri grænna lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins og vék af fundi undir þessum lið.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur og Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, mættu á fundinn og kynntu málið.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að ekki verði um tilraunaverkefni að ræða.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar því að nú verði tekið næsta skref í að sameina alla heimaþjónustu í Laugardal og Háaleiti. Samþætt þjónusta nær til 1500 notenda sem 150 starfsmenn sinna, en það er þriðjungur þeirra sem fá heimaþjónustu í Reykjavík. Markmið með þessari breytingu er að bæta þjónustu við þá sem mesta aðstoð þurfa og aðstoða þá til að njóta meiri lífsgæða og lifa sjálfstæðu lífi í heimahúsi eins lengi og kostur er. Ný þjónusta mun hefjast 1.mars 2011 í Laugardal-Háaleiti, og á næstu misserum verða sambærileg skref tekin í öllum hverfum borgarinnar.

2. Tillaga og greinargerð um breytingu á reglum og uppbyggingu gjaldskrár í félagslegri heimaþjónustu í Reykjavík lögð fram.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu ásamt Berglindi Magnúsdóttur, forstöðumanni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Aðalbjörgu Traustadóttur, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
félagslegri heimaþjónustu í Reykjavík áður en hún verður samþykkt. Óskað verði Lagt er til að óskað verði eftir umsögn Öryrkjabandalagsins og Félags eldri borgara í Reykjavík um tillögu um breytingu á reglum og uppbyggingu gjaldskrár í eftir að umsagnir berist innan fimm daga.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ekki hefur verið leitað eftir formlegri umsögn þessara aðila vegna tillögunnar, þar sem tillagan um gjaldfrjálsa persónulega umönnunarþjónustu hefur til margra ára verið ósk hagsmunaðila í samræmi við hugmyndafræði og umræður í starfshópum þar sem þessar aðilar hafa tekið þátt. Bent er á að þrátt fyrir tillögu um aukna þátttöku notenda um þrif,verður þjónustan eftir sem áður niðurgreidd um 50#PR, hámark er á gjaldtöku og tekjulægstu íbúar fá eftir sem áður gjaldfrjálsa þjónustu við þrif.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Er greinargerðin hluti tillögunnar ?
2. Sé svo, má líta svo á að greinargerðir sem lagðar fram með tillögum í ráðinu séu hluti þeirra ?
3. Sé ekki svo, má þá líta svo á að greinargerðin sé ekki bindandi?
2. Tillaga að framtíðarsýn í málefnum fatlaðra lögð fram.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum og vísað til borgarstjórnar.

3. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða dags. 23. nóvember 2010 lagt fram til kynningar.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð tekur undir bókun borgarráðs og vonast til þess að þjónusta við fatlaða íbúa þróist í takt við framtíðarsýn um þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík sem samþykkt var fyrr á fundinum.

4. Svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá fundi velferðarráðs 4. nóvember s.l. lagt fram.

Fundi slitið kl. 18.00

Björk Vilhelmsdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Ágúst Már Garðarsson
Bjarni Karlsson Geir Sveinsson
Áslaug Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson