Velferðarráð - Fundur nr. 131

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 14. apríl var haldinn 131. fundur s og hófst hann kl. 12:20 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að þjónustusamningi milli félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um þjónustu við geðfatlaða í Reykjavík.
Ennfremur lögð fram drög að viðauka I með samningnum.
Málinu er frestað til næsta fundar.

2. Lagt fram til kynningar minnisblað vegna Ekron.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

3. Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur vor 2010.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir tillögunni.
Tillagan var samþykkt.

Drífa Snædal vék af fundi kl. 13.03

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 26. mars s.l. sbr. samþykkt borgarráðs varðandi Fjölskylduhjálp Íslands.
Velferðarsvið samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarsvið hefur fundað með Fjölskylduhjálp Íslands í framhaldi af bókun borgarráðs og afhent þeim mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem lögð var áhersla á að henni væri fylgt. Velferðarráð felur Velferðarsviði að senda öllum þeim samtökum og félögum sem fá styrki frá ráðinu og / eða forvarnarsjóði sviðsins á þessu ári, eintak af mannréttindastefnu borgarinnar og bréf þar sem lögð verður áhersla á að í verkefnum þeirra verði mannréttindastefnu borgarinnar fylgt.

5. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um styrkveitingar velferðarráðs, styrki forvarnarsjóðs og styrki vegna greiðslna til áfangaheimila.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum.

6. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

7. Lögð fram stöðuskýrsla vegna verkefnisins ”Virkni til velferðar.”
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 13.55

Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Benediktsson