Velferðarráð - Fundur nr. 1243

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 12. maí var haldinn 1243. fundur félagsmálaráðs og hófst
hann kl.12:15 í fundarherbergi á 2. hæð í Síðumúla 39. Mættir: Alfreð Þorsteinsson,
Stefán Jóhann Stefánsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir og
Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna:
Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og
Ólöf Finnsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram bókhaldsstaða dags. 10. maí 2004 ásamt greinargerð
framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags. 30. apríl 2004 ásamt fylgigögnum.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði nánari grein fyrir málinu.

2. Lagt fram bréf Velferðarsjóðs barna dags. 5. maí 2004 um sumargjafir fyrir
börn.
Félagsmálastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.

3. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra þjónustusviðs dags. 10. maí 2004 um
sumarúrræði Félagsþjónustunnar fyrir börn.
Félagsmálastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.

4. Lögð fram drög að verklagsreglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar
húsaleigubætur ásamt bréfi forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 10. maí
2004.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði nánari grein fyrir málinu.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

5. Lagður fram til kynningar biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði, þjónustuíbúðum
og hjúkrunarrýmum í Reykjavík dags. 10. maí 2004.
Félagsmálastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins vekja athygli á því að 1. maí sl. voru 1001
á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði þrátt fyrir sérstöku
húsaleigubæturnar og hert skilyrði til að geta sótt um félagslegt
leiguhúsnæði. Ljóst er að stór hluti þeirra sem eru á biðlistanum mun
ekki nýta sér sérstöku húsaleigubæturnar og þeir fjámunir sem settir
voru í bæturnar teknar af því fé sem áætlað var að færi í byggingar
nýrra félagslegra leiguíbúða hjá Félagsbústöðum. Um 60#PR þeirra sem
eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði eru einhleypingar sem
margir hverjir treysta sér ekki til að leigja á hinum almenna markaði
eða uppfylla ekki skilyrðin til að eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum.
Margt láglaunafólk og námsmenn eiga auk þess ekki rétt á sérstökum
húsaleigubótum. Á heildina litið virðist þessi leið R-listans ekki til þess
fallin að leysa húsnæðisvandann.
Margrét Einarsdóttir vék af fundi kl. 12:55
Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Reykjavíkurborg ver umtalsverðum fjármunum á ári hverju í aðstoð og
úrbætur við fjölskyldur í húsnæðismálum. Sérstakar húsaleigubætur eru
ný leið sem hefur þegar og mun enn frekar í framtíðinni þjóna
borgarbúum, samanber bókun fulltrúa Reykjavíkurlistans á síðasta
fundi félagsmálaráðs. Það tekur tíma fyrir ný úrræði að virka að fullu,
svo sem sést á þróun almennra húsaleigubóta. Í þessu efni hafa fulltrúar
Sjálfstæðisfolkksins fyrst og fremst beitt úrtölum í stað þess að koma
með uppbyggjandi tillögur eða hugmyndir.

6. Lögð fram trúnaðarbók 21. apríl og 28. apríl sl. ásamt heildaryfirliti um
ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

7. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundum 29. apríl sl.

Fundi slitið kl. 13:05
Alfreð Þorsteinsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Óskar Dýrmundur Ólafsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir