Velferðarráð - Fundur nr. 1164

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 15. ágúst var haldinn 1164. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12.25 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdótitr, Hreinn Hreinsson og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1 Lögð fram tillaga um úthlutun viðbótarlána dags. 15. ágúst 2001. Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, dags. 15. ágúst 2001.

3. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 12. júní 2001 um hverfabundið samstarf borgarstofnana í vesturbæ. Enn fremur lagt fram svar félagsmálastjóra dags 26. júlí 2001 við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á fundi félagsmálaráðs 20.júní s.l. vegna sama máls. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram staða bókhalds 30.6. 2001 ásamt útkomuspá og greinargerð. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram að nýju umsögn starfshóps um frumvarp til barnaverndarlaga. Guðrún Erla Geirsdóttir lagði fram athugasemdir sínar við frumvarpið. Samþykkt að leggja athugasemdirnar til grundvallar varðandi orðalagið “óviðunandi aðstæður” og varðandi ákvæði 36. gr. um heimild til öflunar upplýsinga úr sakaskrá. Samþykkt að leggja til í umsögninni að nota í frumvarpinu orðalagið “ófullnægjandi aðstæður” þar sem það á við. Varðandi ákvæði 36. gr. var lagt til að sveitarstjórnum yrði gert að setja reglur varðandi það hvenær krefjast bæri upplýsinga úr sakaskrá. Umsögnin var samþykkt með áorðnum breytingum.

6. Lagður fram til kynningar samningur dags. 01. júlí 2001 um heimaþjónustu við íbúa í öryggisíbúðum fyrir aldraða við Eir. Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerðu grein fyrir málinu.

7. Lagður fram samningur dags. 19. júní 2001 við fjölskyldumiðstöðina Sólvallagötu 10. Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerðu grein fyrir málinu.

8. Lagður fram samningur dags. 10. júlí 2001 vegna Búðargerðis. Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerðu grein fyrir málinu.

9. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 20. júní, 11. júlí og 17. júlí 2001.

10. Lagðar fram til kynningar úthlutanir þjónustuíbúða, vist- og hjúkrunarrýma í maí, júní og júlí 2001.

11. Lagðar fram til kynningar úthlutanir á félagslegu leiguhúsnæði dags. 21. júní, 5. júlí 17. júlí og 2. ágúst 2001.

12. Félagsmálastjóri kynnti bréf frá systrum úr reglu móður Theresu þar sem Félagsþjónustunni er þakkaður stuðningur við starf þeirra.

13. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs sagði frá ráðningum nýrra forstöðumanna í Árskógum, Hvassaleiti, Vesturgötu og Norðurbrún.

Fundi slitið kl. 14.05

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Ólafur F. Magnússon