Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001, miðvikudaginn 9. maí var haldinn 1158. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 13:05 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hreinn Hreinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.
Dagskrá
1. Lögð fram tillaga um úthlutun viðbótarlána frá 2. maí 2001.
Samþykkt.
2. Lagt fram bréf Bandalags kvenna í Reykjavík dags. 26. mars 2001 um tillögu jafnréttisnefndar BKR um að gætt verði jafnréttis erlendra sem innlendra starfsmanna til launa fyrir sömu störf.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Lagt fram bréf Bandalags kvenna í Reykjavík dags. 26. mars 2001 um tillögu nefndar um málefni eldri borgara varðandi stórátak í að auka hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
4. Lagt fram bréf forstöðumanns þjónustuíbúða í Furugerði 1 dags. 20. apríl 2001 varðandi viðbyggingu við húsið í Furugerði 1.
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að vísa málinu til athugunar hjá byggingadeild borgarverkfræðings og sömuleiðis til athugunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.
5. Lögð fram dagskrá alþjóðaviku Félagsþjónustunnar dagana 7. til 11. maí 2001.
6. Lagður fram bæklingur um Miðbæjarathvarfið.
Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu.
7. Lagðar fram til kynningar úthlutanir og milliflutningar á félagslegum leiguíbúðum dags. 29. mars, 9. apríl og 26. apríl 2001.
8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma í mars og apríl 2001.
Önnur mál.
9. Rætt um húsnæðisskrifstofu.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá minnihluta:
Óskað er eftir greinargerð um það á hvern hátt hagað er upplýsingum, móttöku og meðferð umsókna vegna viðbótarlána og meðferð mála vegna eldra húsnæðiskerfis af hálfu Félagsþjónustunnar. Einnig er óskað upplýsinga um það hve margir starfsmenn sinna þessum verkefnum og þá hvar.
Samþykkt að vísa fyrirspurninni til afgreiðslu starfsmanna.
10. Lögð fram eftirfarandi tillaga minnihlutans:
Í sambandi við fyrirhugaða stækkun Hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða leggjum við sjálfstæðismenn til að leitað verði eftir því hvort ekki sé mögulegt að byggja tvær hæðir ofan á húsið í stað einnar eins og nú er fyrirhugað.
Jafnfram leggjum við til að það pláss sem vinnst með stækkuninni verði allt nýtt sem viðbótarhjúkrunarrými fyrir Droplaugarstaði.
Greinargerð:
24. apríl s.l. voru 267 aldraðir Reykvíkingar á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík, þar af 231 í mjög brýnni þörf. Með því að byggja tvær hæðir ofan á Droplaugarstaði myndu fást 26 hjúkrunarrými í einbýli á hvorri hæð eða samtals 52 hjúkrunarrými. Við þessa breytingu mundu verða ca 100 hjúkrunarrými á Droplaugastöðum, en það er talin vera hagstæðasta rekstareiningin í rekstri sem þessum. Auk þess yrði sú stækkun á Droplaugarstöðum sem hér er talað um sérdeilis hagkvæm hvað byggingarkostnað varðar.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar formanns stjórnar Droplaugarstaða.
11. Fram kom fyrirspurn um sálfræðiþjónustu sem Félagsþjónustan veitir og hefur milligöngu um að veita.
Samþykkt að vísa fyrirspurninni til afgreiðslu starfsmanna.
Fundi slitið kl. 14:05
Helgi Hjörvar
Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir