Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001, miðvikudaginn 7. mars var haldinn 1152. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:20 að borgarhlutaskrifstofunni að Suðurlandsbraut 32. Mættir: Hreinn Hreinsson, Páll Magnússon, Sólveig Jónasdóttir og Kjartan Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ólöf Finnsdótitr sem skráði fundargerð.
Dagskrá
1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 7. mars 2001. Skrifstofustjóri húnsæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, dags. 7. mars 2001.
3. Lagt fram bréf kærunefndar húsnæðismála dags. 26. febrúar s.l. Skrifstofustjóri húsnæðisnefndar og forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerðu grein fyrir málinu.
4. Lögð fram til kynningar lokaskýrsla um Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur ásamt drögum að: · reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur · reglur um samskipti Skrifstofu Barnaverndarnefndar og annarra starfseininga Félagsþjónustunnar · verklagsreglur varðandi verkaskiptingu Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs í Grafarvogi við vinnslu barnaverndarmála.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar Miðgarðs. Málinu er frestað að öðru leyti.
5. Lagðar fram að nýju reglur Barnaverndarstofu dags. 6. febrúar s.l. um samstarf barnaverndarnefnda og meðferðarheimila undir yfirstjórn Barnaverndarstofu. Ennfremur lögð fram umsögn lögfræðings Félagsþjónustunnar dags. 1. mars s.l. Eftirfarandi bókun var samþykkt. Félagsmálaráð mótmælir því að Barnaverndarstofa setji Barnaverndarnefnd Reykjavíkur einhliða reglur um samstarf barnaverndarnefndar og meðferðarheimila undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið. Félagsmálaráð telur að setningu reglnanna skorti lagastoð og þar af leiðandi sveitarfélagið ekki skuldbundið af þeim.
6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur varðandi aðgang aldraðra og öryrkja að Fjölskyldugarðinum.
Í ljósi þess að fjármagn er ekki innan fjárhagsramma Félagsþjónustunnar til þess að verða við beiðninni er málinu vísað til afgreiðslu borgarráðs.
7. Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi við fjölskyldu og ráðgjafarstöðina að Sólvallagötu 10. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu. Frestað.
8. Lagðar fram úthlutanir og milliflutningar á almennum félagslegum leiguíbúðum. frá 1. mars s.l.
9. Lögð fram trúnaðarbók frá 28. febrúar s.l.
Fundi slitið kl. 13:40
Hreinn Hreinsson
Páll Magnússon Sólveig Jónasdóttir
Kjartan Magnússon