Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001, miðvikudaginn 28. febrúar var haldinn 1151. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:00 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Sólveig Jónasdóttir og Kristján Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem skráði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 28. febrúar 2001. Skrifstofustjóri Húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána dags. 28. febrúar 2001. Skrifstofustjóri Húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
3. Lagður fram til kynningar samningur ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands og Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu.
4. Lagt fram að nýju yfirlit yfir styrkumsóknir til félagsmálaráðs vegna félags- og heilbrigðismála fyrir árið 2001 ásamt tillögu að úthlutun. Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu. Tillagan samþykkt.
5. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 21. febrúar 2001.
Fundi slitið kl. 13:30
Helgi Hjörvar
Hreinn Hreinsson Sólveig Jónasd.
Kristján Guðmundsson