Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001 miðvikudaginn 21. febrúar var haldinn 1150. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:00 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Páll Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.
Dagskrá
1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 21. febrúar 2001. Skrifstofurstjóri Húsnæðisskrifsstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, 21. febrúar 2001.
3. Lagt fram til kynningar viðgerðarkostnaðar á Veghúsum 31. dags. 13. febrúar 2001.
Hreinn Hreinsson mætti á fundinn kl. 12:35
4. Lagt fram til kynningar eignarskiptalýsingar í Seljahverfi dags. 20. febrúar 2001.
5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til félagsmálaráðs vegna félags- og heilbrigðismála fyrir árið 2001. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Lagðar fram nýsettar reglur Barnaverndarstofu um samstarf barnaverndar-nefnda og meðferðarheimili undir yfirstjórn Barnaverndarstofu. Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu. Fram komu nokkrar athugasemdir við framlagðar reglur og er málinu vísað til umsagnar lögræðiskrifstofu.
7. Lagðar fram til kynningar úthlutanir íbúða-, vist- og hjúkrunarrýma í janúar 2001.
8. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 14. febrúar 2001.
9. Önnur mál: Rætt um kaup Félagsbústaða hf. á leiguhúsnæði. Félagsmálaráð samþykkir að beina þeim tilmælum til stjórnar Félagsbústaða hf. að Félagsbústaðir hf. og Félagsþjónustan kynni kaup á leiguhúsnæði í fjölbýlishúsum fyrir hússtjórn viðkomandi húsa.
Fundi slitið kl. 13:45
Helgi Hjörvar
Páll Magnússon Hreinn Hreinsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson