Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001 miðvikudaginn 14. febrúar var haldinn 1149. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:20 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Kristján Valdimarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhalls-dóttir, Stella Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 13. febrúar 2001. Anna Margrét Guðbjartsdóttir og Anna Sólveig Pétursdóttir gerðu grein fyrir málinu. Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, 13. febrúar 2001.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjórnar borgararstjórnar dags. 26. janúar s.l. varðandi umsókn um rekstur knattborðsstofu að Skúlagötu 26. Ennfremur lögð fram umsögn Stefaníu Sörheller verkefnisstjóra á þróunarsviði dags. 7. febrúar s.l. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.
4. Lagt fram bréf skristofustjórnar borgarstjórnar dags 26. janúar s.l. varðandi umsókn um rekstur leiktækja að Hafnarstræti 18. Ennfremur lögð fram umsögn Stefaníu Söreheller verkefnisstjóra á Þróunarsviði. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt með áorðnum breytingum.
5. Lögð fram svör félagsmálastjóra í höfuðborgum Norðurlanda vegna fyrir-spurnar félagsmálastjóra um tekjutengingu fjárhagsaðstoðar til hjóna og sambúðarfólks. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram drög að niðurstöðu bókhalds fyrir árið 2000. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
7. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 31. janúar og 7. febrúar 2001.
8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir og milliflutningar á almennum leiguíbúðum frá 1. febrúar 2001.
9., Lagt fram fréttabréf Félagsþjónustunnar.
Fundi slitið kl. 13:30
Helgi Hjörvar
Hreinn Hreinsson Kristján Valdirmarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir