Velferðarráð - Fundur nr. 1147

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 31. janúar var haldinn 1147. fundur félagsmála-ráðs og hófst hann kl. 12:20 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hreinn Hreinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Guðrún Árnadóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 24. janúar og 31. janúar 2001. Skrifstofustjóri Húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt en afgreiðslu eins máls er frestað til næsta fundar.

2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, 1. janúar 2001.

Ólafur Magnússon mætti til fundar kl. 12:35.

3. Lögð fram drög að greinargerð um lokun Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ennfremur lögð fram drög að þjónustusamningi Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Félagsbústaða hf. um innlausn og sölu félagslegra íbúða í Reykjavík. Jón Gauti Jónsson rekstrarráðgjafi gerði grein fyrir málinu. Félagsmálaráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar starfshóps sem vinnur að úttektum og tillögum til félagsmálaráðs á sviði húsnæðismála.

4. Lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 30. janúar 2001 um dóm Hæstaréttar Íslands í málinu: Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands og gagnsök og hugsanleg áhrif dómsins á lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og á reglur Félagsþjónustunnar í Reykjavík um fjárhagsaðstoð og lög um húsaleigubætur nr. 138/1997.

5. Lagt fram til kynningar dreifibréf til sveitarfélaga og félagasamtaka dags. 12. janúar 2001 um starfshóp til að semja nýja reglugerð við VIII. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, “Lán til leiguíbúða” og gera tillögur um lagabreytingar.

Guðrún Erla Geirsdóttir vék af fundi um 13:45.

6. Lögð fram til kynningar úthlutanir og milliflutningar á húsnæði til einstaklinga 66 ára og yngri frá 18. janúar 2001.

7. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 17. og 24. janúar 2001.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags 3. janúar vegna sjúklingatrygginga samkvæmt lögum nr. 111/2000.

Fundi slitið kl. 13:55

Helgi Hjörvar

Hreinn Hreinsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Ólafur Magnússon