Velferðarráð - Fundur nr. 1145

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ


Ár 2001, miðvikudaginn 10. janúar var haldinn 1145. fundur félagsmála-ráðs og hófst hann kl. 12:30 að Skúlagötu 21. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hreinn Hreinsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem skráði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagsbústaða dags. 5. janúar 2001 er varðar íbúðarkaup Félagsbústaða á árinu 2001.

2. Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dags. 28. desember 2000 varðandi vexti viðbótarlána og af lánum til leiguíbúða á árinu 2001.

Jóna Gróa Sigurðardóttir vék af fundi kl. 13.10.

3. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 4. janúar og 10. janúar 2001 vegna íbúðarkaupa.
Guðrún Árnadóttir gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt.

4. Lögð fram niðurstaða kærunefndar dags. 22. desember 2000.

5. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, stöðu lánsfjár og framlags borgarsjóðs dags. 22. desember 2000.

6. Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar nr. 125/2000, Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands og gagnsök.
Samþykkt tillaga formanns félagsmálaráðs um að óska eftir umsögn borgarlögmanns um hvort og þá hver áhrif dómur Hæsta-réttar í máli Tryggingastofnunar ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands hafi á reglur Félagsþjónustunnar um fjárhagsaðstoð og lög um húsaleigubætur.

7. Lögð fram drög að umhverfisstefnu Félagsþjónustunnar dags. 19. desember 2000.
Steinunn Ingólfsdóttir mætti á fundinn kl. 13.35 og gerði grein fyrir málinu.
Ólafur F. Magnússon vék af fundi kl. 14.10.
Drögin samþykkt.

8. Lögð fram skýrslan “Þróun heimaþjónustu”, könnun á meðal
forstöðumanna og deildarstjóra í heimaþjónustu.
Steinunn Ingólfsdóttir gerði grein fyrir málinu.

9. Lagðar fram til kynningar úhlutanir og milliflutningar á húsnæði til einstaklinga 66 ára og yngri frá 4. janúar 2000.

10. Lagðar fram til kynningar úthlutanir íbúða-, vist- og hjúkrunarrýma í öldrunarþjónustudeild í nóvember 2000.

11. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 6. desember, 13. desember og 20. desember 2000.



Fundi slitið kl. 14. 55

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson