Velferðarráð - Fundur nr. 113

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2009, mánudagurinn 28. september var haldinn 113. fundur velferðarráðs og hófst hann kl.14.15 í Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Þórir Hrafn Gunnarsson og Drífa Snædal. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fjármálastjóra og skrifstofustjóra fjármála dags. 21. september 2009 um undirbúning frumvarps að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

2. Lagt fram að nýju bréf borgarráðs, dags. 17. júlí 2009, ásamt drögum að endurskoðuðum reglum um úthlutun styrkja á vegum hverfaráða.
Frestað.

3. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um styrkúthlutanir velferðarráðs úr forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram minnisblað aðgerðarteymis Velferðarsviðs, dags. 23. september 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ítreka mikilvægi þess að tölulegar upplýsingar séu ávallt kyngreindar. Þetta er sérstaklega mikilvægt hvað varðar atvinnuleysistölur þar sem ljóst er að kyngreindur vinnumarkaður birtist í mismunandi áhrifum atvinnuleysis á kynin.

5. Lagðar fram til kynningar lykiltölur fyrir janúar – júlí 2009 og bráðabirgðatölur fyrir ágúst 2009.

6. Lögð fram samantekt á lykiltölum í barnavernd janúar – ágúst 2009 og fjöldi barnaverndartilkynninga árin 2005-2008.

7. Lagðir fram til kynningar þjónustusamningar Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða f.h.Velferðarsviðs og Samhjálpar um rekstur Gistiskýlis, Stuðningsheimilis og heimilis fyrir heimilislausa.
Fjármálastjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

8. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 11. september 2009 varðandi bókun borgarráðs um áfangaskýrslu nefndar um vist- og meðferðarheimili, dags. 31.ágúst 2009.

9. Lögð fram til kynningar skýrsla Umboðsmanns barna dags. 30. maí 2009.

10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 26. ágúst s.l. um fjárhagsaðstoð.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fram kemur í svari sviðstjóra við fyrirspurn um af hverju heimildargreiðslur fylgi ekki fjölgun þeirra sem fá fjárhagsaðstoð að ástæðan sé m.a. sú að minna svigrúm hefur verið á þjónustumiðstöðvum til að vinna markvisst með notendum. Öll vinna með langtímanotendum skilar sér í betri lífsgæðum þeirra og minni útgjöldum borgarinnar. Það er því einsýnt að fjölga þarf ráðgjöfum á þjónustumiðstöðvum til að mæta þessum hópi. Vonandi munu allir fulltrúar í velferðarráði leggjast á eitt til að svo geti orðið.

11. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 9. september s.l. um framkvæmd aðgerðaráætlunar í málefnum utangarðsfólks 2008-2012.

12. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 9. september s.l. um þjónustusamninga sviðsins.
Beðið var um ítarlegri sundurliðun, verður lagt fram á næsta fundi.

13. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 9. september s.l. um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.

14. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 9. september s.l. varðandi fjárhagsáætlun næsta árs.

15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra varðandi helstu ástæður fjölgunar þeirra sem fá greiddar húsaleigubætur tímabilið janúar- júní 2009 samanborið við janúar – júní 2008.

16. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Rannsóknir hafa sýnt að vönduð vinna með ungu fólki á atvinnuleysisbótum og með fjárhagsaðstoð skilar sér í aukinni virkni og fjárhagslegum sparnaði til lengri tíma litið. Því er óskað eftir greiningu á því hvað aukin áhersla á slíka ráðgjöf kunni að skila í sparnaði í útgjöldum sviðsins.

Næstu fundir velferðarráðs verða haldnir miðvikudaginn 30. september kl. 8.00 og miðvikudaginn 7. okt. kl. 12.00.

Fundi slitið kl.15.35

Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Sif Sigfúsdóttir
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Þórir Hrafn Gunnarsson Drífa Snædal