Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2009, miðvikudaginn 22. apríl var haldinn 103. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 að Borgartúni 10-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Brynjar Fransson, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga formanns velferðarráðs varðandi breytingu á skipan fulltrúa í þjónustuhópi aldraðra.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Lagðar fram lykiltölur jan, febrúar 2009 og bráðabirgðatölur fyrir mars 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Lagður fram til kynningar samningur um Græna heimaþjónustu.
4. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Ásgarðs handverkstæðis.
5. Staða mála vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi, lagt fram minnisblað aðgerðateymis Velferðarsviðs.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla stýrihóps um búsetuúrræði aldraðra.
Velferðarráð fagnar stöðuskýrslu stýrihóps um búsetúrræði aldraðra en hópnum var m.a. ætlað að áætla þörf fyrir hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, öryggisíbúðir og þjónustukjarna, sem og að gera tillögur um uppbyggingu og framkvæmdir á næstu árum. Í skýrslunni kemur fram að lokið er gerð byggingasamnings um byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg, einnig er samningum lokið um byggingu þjónustu- og öryggisíbúða í Spönginni. Þá hefur verið samþykkt viljayfirlýsing um úthlutun lóða til Félags eldri borgara í Reykjavík í Mjódd og Gerðubergi. Þarfagreining Velferðarsviðs sem unnin var á síðustu mánuðum sýnir að ofantalin uppbyggingaráform uppfylla áætlaða þörf fyrir búsetuúrræði af þessu tagi næstu árin.
7. Málefni geðfatlaðra.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
8. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
40+ er hópur fullorðinna fatlaðra sem hefur fengið þjónustu á laugardagseftirmiðdögum í félagsmiðstöð Velferðarsviðs að Aflagranda. Um er að ræða tómstundir í formi gönguferða, sameiginlegs sjónvarpsáhorfs, hannyrða o.fl. í umsjá eins aðila. Nú hefur verið tilkynnt að starfinu verði hætt frá og með 1. júní vegna sparnaðar og muni lokunin verða a.m.k. yfir sumarmánuðina og jafnvel næsta vetur. Að þessu tilefni vilja fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna spyrja:
Telst félagsstarf fatlaðra ekki til grunnþjónustu Reykjavíkurborgar?
Hver er árlegur kostnaður við starfsemi 40+?
Liggur fyrir ákvörðun um framtíð tómstundaþjónustunnar við fullorðna fatlaðra sem verið hefur á Aflagranda?
9. Fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð sem lögð var fram í velferðarráði 25. mars sl.
Fulltrúarnir óskuðu upplýsinga um hvenær svar yrði lagt fram.
Formaður gerði grein fyrir því að svar yrði ekki lagt fram á þessum fundi og gerði grein fyrir málinu að öðru leyti.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að ekki er lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, sem lögð var fram í velferðarráði 25. mars sl., afturköllum við fyrirspurnina á þessum vettvangi en munum endurflytja hana í borgarráði þann 24. apríl nk.
Fundi slitið kl. 14.10
Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jóhanna Hreiðarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Brynjar Fransson