Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgöngusvið

Ár 2012, þriðjudaginn 26. júní kl. 12.15 hófst 110. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12.–14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Áslaug María Friðriksdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þorleifur Gunnlaugsson koma á fundinn kl. 13.45. Garðar Mýrdal fór af fundinum kl. 13.50.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lagðar fram á ný eftirtaldar fundargerðir:
a. 170. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Reynir Jónsson og Einar Kristjánsson komu á fundinn.
b. 301. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Björn Halldórsson kom á fundinn.

2. Garðurinn minn – ströndin mín.
Lögð fram tillaga Margrétar Vilhjálmsdóttur um upplýsingavefsíðu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna einróma og vísaði henni til úrvinnslu hjá Umhverfis- og samgöngusviði.

3. Hofsvallagata – bann við bílastæðum og hjólareinar.
Lögð fram á ný tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð óskar eftir kostnaðarmati hjá Umhverfis- og samgöngusvið og umsögn frá Hverfisráði Vesturbæjar.
Tillögunni var frestað til næsta fundar.

4. Mat á áhrifum úrsalts við hálkuvörn.
Lögð fram á ný skýrsla Guðjóns Atla Auðunssonar og umsögn Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Ráðið samþykkti að hefja notkun á úrsalt til hálkuvarnar með þeim fyrirvörum sem nefndir eru í umsögn Heilbrigðisnefndar.

5. Nýlendugata 14 – niðurlagning bílastæða.
Lagt fram á ný erindi rekstraraðila að Nýlendugötu 14.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 14. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu Umhverfis- og samgöngusviðs og að samráð yrði haft við rekstraraðila.

6. Takmörkun umferðar í Öskjuhlíð.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna einróma og að lokað yrði með slá við enda Vesturhlíðar.

7. Slys í umferðinni í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs.
Stefán Agnar Finnsson kynnti.

8. Trjáræktarstefna.
Lögð fram á ný tillaga að erindisbréfi stýrihóps, einnig lögð fram á ný tillaga D-lista um aukna trjárækt.
Ráðið samþykkti tilögu D. lista og tillögu sviðsins og samþykkti að skipa starfshóp til að vinna drög að trjáræktarstefnu.

9. Landsáætlun um meðferð úrgangs.
Lögð fram drög að landsáætlun um meðferð úrgangs.
Frestað til næsta fundar.

10. Aukin flokkun sorps í Reykjavík.
Lögð fram á ný eftirfarandi tillaga formanns ásamt greinargerð:
Lagt er til að sorphirða Reykjavíkur hætti að safna skilagjaldsskyldum umbúðum og pappírsefnum úr svartri tunnu fyrir almennt sorp. Innleiðing breytinganna skal eiga sér stað í einu borgarhverfi í einu þar sem víðtæk kynning fer fram til að kynna íbúum þær lausnir sem standa til boða til að bregðast við breytingunum.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngsviðs um innleiðingu á breyttri sorphirðu dags. 7. júní 2012.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga um bláu tunnuna: Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að í stað þess að bláa (pappírs) tunnan verði valkvæð verði farin sú leið að afhenda öllum íbúum tunnuna líkt og Kópavogur, Mosfellsbær og meirihluti sveitarfélaga á Suðurlandi hafa gert. Á móti verði hætt að nota grenndargáma fyrir pappír í Reykjavík.
Tillaga VG var felld með 4 atkvæðum,1 var með.
Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að Reykjavík hefji eins fljótt og auðið er söfnun endurvinnsluefna við heimili, þar á meðal plasti. Tilboða verði leitað í þessa þjónustu, og söfnun geti hafist á haustmánuðum. “
Tillaga D lista var felld með 5 á móti, 2 með.
Tillaga formanns var samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði fagnar því að meirihluti ráðsins hafi snúið af braut hugmynda um útboð á sorphirðunni og móttöku á endurvinnsluefnum. Þetta ber hæst þegar nýjar tillögur eru metnar. Eftir stendur einbeittur vilji um aukna flokkun frá heimahúsum sem er af hinu góða. Tveggja tunnu kerfi er álitlegur kostur en það má færa rök fyrir því að best væri að lífræni úrgangurinn færi í eina tunnu og annað í mislitum pokum í hina og flokkað með litgreiningartækni. Pokarnir með lífræna úrganginum eru gjarnir á að springa í tunnunum og ekki síður í bílunum og er þá kannski líka best að í bílunum væri sérhólf. Tillaga sem hér var samþykkt gefur kost á að þetta sé tekið upp síðar. Eftir stendur spurningin um það, hvers vegna ekki er farin sú leið sem Kópavogur, Mosfellsbær og flest sveitarfélög á Suðurlandi fóru og afhenda einfaldlega öllum íbúum borgarinnar pappírstunnuna? Þar með gæti borgin sparað sér grenndargáma fyrir pappír og þar sem í pappírnum eru verðmæti sem greitt er fyrir á móttökustað þyrfti kostnaður ekki að vera mikill fyrir íbúana þegar upp er staðið. Þá væri ekki þörf fyrir sorplögguna þar sem erfitt er að sjá hvatann til þess að setja pappír í ranga tunnu þegar pappírstunnan er við hliðina. Eftir sem áður þakkar fulltrúi VG meirihlutanum fyrir að meta þau rök að markaðsvæðing SORPU bs og útvistun sorphirðunnar eru ekki almannahag til framdráttar.
Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Óskiljanlegt er af hverju Samfylkingin og Besti flokkurinn þora ekki að taka skref inn í framtíðina með söfnun á plasti, rétt einsog öðrum endurvinnsluefnum. Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja slíka söfnun þegar í haust, nema metnaðarleysi meirihlutans. Afstaða þeirra er því bæði sorgleg og skaðleg fyrir umhverfið enda ljóst að plast verður áfram grafið í jörð í Álfsnesi, í stað þess að selja það til endurvinnslu.“
Fulltrúar Æ og S lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Með samþykkt tillögu um aukna flokkun sorps í Reykjavík telja fulltrúar SamBesta að verið sé að taka stórt skref inn í framtíðina, enda munu allir íbúar borgarinnar með þessu stíga inn í heim endurvinnslu. Ýmislegt er því til fyrirstöðu að hefja söfnun á plasti þegar í haust, enda á eftir að leysa ýmis úrlausnarmál í þeim efnum og hefði það tafið það ferli sem nú gengur í hönd um að minnsta hálft ár. Um svipað leyti og innleiðing hefst í haust mun Umhverfis- og samgönguráð hefja umræðu um næsta skref sem væntanlega mun fela í sér söfnun á plasti og/eða lífrænum úrgangi. Hluti af innleiðingaráætluninni felur í sér að sérstakir leiðbeinendur verða ráðnir tímabundið til að aðstoða þá Reykvíkinga sem enn hafa ekki tekið þessi skref svo allt fari vel fram. Eins og er stundar sorphirða Reykjavíkur virkt eftirlit með því sem sett er í bæði bláar og svartar tunnur borgarinnar, svo hér er ekki um neitt nýnæmi að ræða. Með tillögunni munu Reykvíkingar hafa fullt val um það hvernig þeir hyggjast uppfylla nýja kröfu um aukna endurvinnslu. Í boði verður að fara með endurvinnsluefnin í grenndargáma, panta bláa tunnu frá Reykjavíkurborg eða panta tunnu frá fyrirtækjum á markaði. Þannig munu Reykvíkingar njóta meira frelsis en íbúar í þeim nágrannasveitarfélögum borgarinnar sem þegar hafa hafið söfnun á endurvinnsluefnum. Fulltrúar SamBesta vilja þakka sérstaklega Umhverfis- og samgöngusviði fyrir frábæra vinnu við undirbúning þessarar tillögu og áætlun um innleiðingu hennar og fagna því að loksins sé stigið skref í átt að umhverfisvænni og sjálfbærri borg. Fulltrúar SamBesta vilja einnig hvetja alla borgarbúa til að taka þátt í þessum breytingum af krafti og hika ekki við að hafa samband við Reykjavíkurborg til að fá nánari upplýsingar og aðstoð.“

11. Heiðmörk – deiliskipulag útivistarsvæðis.
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi dags. 21. júní 2012.
Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Loftsson hjá Landmótun kynntu.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir.

12. Hugmyndasamkeppni fyrir Öskjuhlíð.
Björn Axelsson kynnti.

13. Skipulag og umgengni á Úlfarsfelli.
Lögð fram til kynningar yfirlýsing dags. 6. júní 2012.
Þórólfur Jónsson kynnti.

14. Betri Reykjavík – Mannréttindi og réttindi hunda
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umhverfis – og samgöngusvið gerði ekki athugasemdir við svarið.

15. Betri Reykjavík – Bensínstöðvum breytt í biðstöðvar.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusvið.
Umhverfis – og samgöngusvið gerði ekki athugasemdir við svarið.

16. Betri Reykjavík – Fækkum blindum hornum.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umhverfis – og samgöngusvið gerði ekki athugasemdir við svarið.

17. Betri Reykjavík – Bætt öryggi hjólreiðamanna í Ártúnsbrekku.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umhverfis – og samgöngusvið gerði ekki athugasemdir við svarið.

18. Betri Reykjavík – Hjólastígur á Fríkirkjuvegi.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umhverfis – og samgöngusvið gerði ekki athugasemdir við svarið.

19. Sumarleyfi ráðsins.
Lögð fram tillaga um að ráðið verði í sumarleyfi í júlímánuði 2012 og haldi aukafund í 32. viku 2012.
Ráðið gerði ekki athugasemdir.

Fundi slitið kl. 15.36

Karl Sigurðsson

Margrét Vilhjálmsdóttir Hjálmar Sveinsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Áslaug María Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson