Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 09:05, var haldinn 164. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Guðmundsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. febrúar 2009.

2. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi (04.76) Mál nr. SN080409
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf., dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Tillagan var auglýst frá 23. október til og með 4. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. október 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við tillöguna. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Valgeirsson, Melbæ 12, dags. 25. nóvember 2008, Veiðimálastofnun dags. 25. nóvember 2008, Ágúst Úlfar Sigurðsson, Lágabergi 3, dags. 30. nóvember 2008, Þórólfur Jónsson f.h. ráðgjafahóps um málefni Elliðaáa, dags. 3. desember 2008, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, dags. mótt. 4.desember 2008, Versus lögm. f.h. Hallgerður Hauksdóttir dags. 4. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags. 14. janúar 2009 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 16. febrúar 2009.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, Sif Sigfúsdóttir tók sæti á fundinum í hans stað

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins

3. Grandagarður/Geirsgata, Mál nr. SN090056
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf, Skólavörðustíg 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

4. Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.154) Mál nr. SN080687
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Gunnlaugur Johnson, Nesbali 74, 170 Seltjarnarnes
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Nýborgar ehf fasteignafélags dags. 11. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 13 við Skúlagötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs og suðurs, einnig er sótt um vöruaðkomu af Sæbraut samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 26. ágúst 2008. Einnig er lögð fram eldri umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 3. desember til og með 19. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gísli Alfreðsson, Klapparstíg 1, dags. 18. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. janúar 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

5. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi (01.173.1) Mál nr. SN080755
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 2. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrætti hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

6. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum (02.4) Mál nr. SN080674
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Arnar Hallsson, Kaplaskjólsvegur 65, 107 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Í erindinu felst að breyta skilmálum deiliskipulagsins vegna stærðar eininga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009.
Frestað. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

7. Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, (02.6) Mál nr. SN080709
breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Að lokinn auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta dags. 21. nóvember að breytingu á deiliskipulaginu við Halla- og Hamrahlíðalönd, Úlfarsárdalur hverfi 4. Í breytingunni felst að fella út af uppdrætti reit fyrir íþróttahús samkv. meðfylgjandi uppdrætti. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. febrúar 2009.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.

8. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi(02.6) Mál nr. SN080707
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 28, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar fh. knattspyrnufélagsins Fram dags. 20. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdal útivistarsvæði. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæði, stækkun á byggingarreit auk þess sem hámarkshæð á íþróttahúsi er hækkuð, nýr byggingarreitur fyrir geymslu, þakskýli yfir áhorfendur og flóðlýsing keppnisvallar samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 24. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. febrúar 2009
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039512
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 526 frá 17. febrúar 2009.

(D) Ýmis mál

10. Ánanaust, landfyllingar, framkvæmdaleyfi (01.130) Mál nr. SN070358
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. feb. 2009 um framlengingu framkvæmdaleyfis vegna landfyllingar við Ánanaust.
Frestað.

11. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum(01.130) Mál nr. SN080734
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 17. febrúar 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Í ljósi þess að verulega hefur nú dregið úr framkvæmdum í borginni er ljóst að þörf fyrir losunarstaði hlýtur að vera umtalsvert minni en verið hefur. Jafnframt liggur fyrir að brýnt er að borgin nýti það svigrúm sem skapast hefur til stefnumótunar og ígrundunar. Með ofangreindum rökum er lagt til að gerð sé heildstæð úttekt og áætlun fyrir uppfyllingar, efnistöku á hafsbotni og þau sjónarmið sem lúta að varðveislu strandlengjunnar, landmótun og uppbyggingu á uppfyllingum. Nú er lag að skoða þessi málefni heildstætt í þágu borgar og náttúru. Boðuð er tillaga í þessa veru í borgarráði.

12. Skipulagsráð, Mál nr. SN090050
stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum
Lögð fram stefnumótun og aðgerðaráætlun Reykjavíkur í innflytjendamálum.
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkur kynnti.

13. Skipulagsráð, tillaga Mál nr. SN090058
Glaðari gaflar./ Gengið að göflunum
Lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs; #GLSkipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir og möguleika til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Slík hugmyndaleit felur í sér margskonar sóknarfæri og möguleika fyrir skapandi fólk, listamenn og arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti þannig orðið atvinnuskapandi. Um gæti verið að ræða gróður, myndlist eða nýja og óvænta efnisnotkun#GL.
Samþykkt.
Vísað til nánari meðferðar embættis skipulagsstjóra.

14. Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn, úrskurður (01.454.0) Mál nr. SN080393
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. febrúar 2009 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að hafna umsókn um breytta notkun tiltekinna eignarhluta í atvinnuhúsinu nr. 10 við Dugguvog í Reykjavík. Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að synja umsókn kæranda um að breyta notkun eignarhluta 0206, 0207 og 0211 á annarri hæð, ásamt eignarhluta 0107 og 0111 á fyrstu hæð, í húsinu nr. 10 við Dugguvog, úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili.

15. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn (01.738) Mál nr. SN090057
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. febrúar 2009, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 á leyfi fyrir smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóð Veðurstofunnar nr. 9 við Bústaðaveg og til vara á synjun byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2009 á að verða við kröfu um grenndarkynningu vegna framkvæmda á lóð Veðurstofu Íslands við Bústaðarveg 9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Kristján Guðmundsson Brynjar Fransson
Stefán Þór Björnsson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Guðrún Erla Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 17. febrúar kl. 10.26 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 526. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Sigrún Reynisdóttir, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Jón Hafberg Björnsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ásvallagata 56 (01.139.012) 100745 Mál nr. BN039499
Bjarni Brynjólfsson, Ásvallagata 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stækka með viðbyggingu, setja svalahurð, garðtröppur og kjallaratröppur á einbýlishúsið á lóð nr. 56 við Ásvallagötu.
Stækkun: 19,5 ferm. og 53,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.081
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Dofraborgir 15 (02.344.404) 173998 Mál nr. BN039495
Joseph Lee Lemacks, Dofraborgir 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við efri hæð einbýlishússins á lóð nr. 15 við Dofraborgir.
Stækkun: A-rými 34,2 ferm., B-rými xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Gissurargata 3 (05.113.702) 214850 Mál nr. BN039297
Sigurður Ólafsson, Helluvað 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á einni og hálfri hæð með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Gissurargötu.
Stærð: Kjallari íbúð 101 ferm., 2. hæð íbúð 179,3 ferm., bílgeymsla 59,2 ferm.
Samtals 339,5 ferm., 1549,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 119.288
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Grettisgata 32 (01.190.005) 102343 Mál nr. BN039500
Guðný Sveinbjörnsdóttir, Grettisgata 32, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sérafnotarétti íbúðarinnar á hluta lóðar og innra skipulagi íbúðar í fjölbýlishúsi á lóð nr.32 við Grettisgötu.
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

5. Grettisgata 72 (01.191.005) 102463 Mál nr. BN039485
Guðlaugur Þórir Nielsen, Grettisgata 72, 101 Reykjavík
Stefanía Jensdóttir, Vesturbraut 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings tvíbýlishússins á lóð nr. 72 við Grettisgötu.
Samþykki eigenda fylgir á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

6. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN039491
Bón og þvottastöðin ehf, Hálsaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bón- og þvottastöð á einni hæð, að hluta til úr stálgrind klæddri pólýúretan samlokueiningurm, að öðru leyti úr staðsteyptri, járnbentri steinsteypu með flötu þaki á lóð nr.10 við Gjótháls.
Stærð: 599,9 ferm. og 2366,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 182.236
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: 34,8 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

8. Gvendargeisli 38 (05.135.402) 190255 Mál nr. BN039486
Þórður Antonsson, Gvendargeisli 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar, loka hurð í bílskúr og færa hurð í íbúðarherbergjahluta, í einbýlishúsi á lóð nr. 38 við Gvendargeisla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Hamarshöfði 1 (04.061.306) 110615 Mál nr. BN039503
Bemar ehf, Draumahæð 5, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta húsvarðaríbúð á 2. hæð í atvinnuhúsnæðinu samanber fyrirspurn BN035830 dags. 30. apríl 2007 á lóð nr. 1 við Hamarshöfða.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna svala.

10. Háagerði 71 (01.815.716) 108064 Mál nr. BN038269
Markús Guðjónsson, Hörðaland 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 við Háagerði.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 7. maí 2008, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 2. febrúar 1961 og tengiskýrsla frá RR dags. 27. september 1961. Ennfremur þinglýstir kaupsamningar og afsöl dags. 18. október 1994, 28. október 1988, 24. febrúar 1992, 14. október 1993 og 1. september 1999 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 26. ágúst 2008.
Á teikningar er áritað samþykki sumra meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Kjallaraíbúð er ósamþykkjanleg þar sem hún uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðir, of mikið niðurgrafin og lofthæð ófullnægjandi. Því ber að skrá íbúðina sem ósamþykkjanlega á aðaluppdrætti og í skráningartöflu.

11. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN039119
Húsfélagið Háaleitisbraut 68,eh, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta samþykktum byggingaráfanga sbr. erindi BN038993 dags. 7.10. 2008 í tvennt , þannig verði 1. áfangi tilheyrandi Landsvirkjun byggður nú, en 2. áfangi síðar, við hús á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Ljósritað samþykki meðeigenda dags. 18.12. 2009 fylgir, sömuleiðis ódagsett bréf arkitekts.
Stærðir: 1. áfangi 38,2 ferm., 166,41 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 12.148
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hátún 14 (01.234.002) 212123 Mál nr. BN039479
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja milligólf í þrekherbergi, fjarlægja hurð úr íþróttasal og loka þrem gluggum á austurhlið íþróttahúss fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún.
Stækkun 15,8 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hvammsgerði 4 (01.802.309) 107693 Mál nr. BN039462
Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.
Jafnframt er erindi BN036652 dregið til baka.
Úskrif úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009 fylgir erindinu.Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN039520
Nýi Glitnir banki hf, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um skilti og færa neðar á vegg höfuðstöðva Glitnis á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

15. Kirkjuteigur 17 (01.360.513) 104547 Mál nr. BN039463
Gunnar Thorberg Júlíusson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Kristinn Einarsson, Kirkjuteigur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur bílastæðum á baklóð og til að fella niður eldvarnarhurð í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 17 við Kirkjuteig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009 fylgir erindinu.Gjald. kr. 7.700
Frestað.
Samanber umsögn skipulagsstjóra skal fella út sýnd bílastæði af lóð.

16. Krókháls 5-5G (04.323.401) 111039 Mál nr. BN039496
Langastétt ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN035001 dags. 12. des. 2006 um breytingu á innra skipulagi fyrstu hæðar í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 5A og 5B við Krókháls.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Köllunarklettsvegur 10 (01.329.101) 199098 Mál nr. BN039434
Og fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Egilsson hf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa tækjarými við norðurgafl og að auki staðsetja símamastur á norðurenda þaks núverandi iðnaðarbyggingar á lóð nr. 10 við Köllunarklettsveg.
Stækkun:. 6,8 ferm 20,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1602
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugavegur 180-182 (01.252.001) 103443 Mál nr. BN039488
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
S fasteignir ehf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi með nýrri verslunarinnréttingu, breyttum eldvarnamerkingum og hurð sem sett er á suðvesturhlið bensínstöðvar á lóð nr. 180 við Laugaveg.
Bréf frá Skeljungi dags. 02. feb. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039502
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á samþykktu erindi BN039124 dags. 25.11. 2008, hvað varðar tilfærslur í eldhúsi á 3. hæð, loftnetsdisk á þaki. lofttúðu frá eldhúsi upp úr þaki og geymsluskáp fyrir gas utanhúss í húsi á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda á lóð fyrir loftneti, túðu og gasgeymslu fylgir erindi nr. BN039406, synjað 10.2. 2009 vegna salernisskúrs.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áður gerður salernisskúr skal fjarlægður tafarlaust af lóð.

20. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN039516
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til þess að undirbúa innréttingu til að innrétta veitingastað á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

21. Lágmúli 6-8 (01.260.702) 103501 Mál nr. BN033637
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi á öllum hæðum m.a. breyta mötuneyti á 3. hæð, setja tröppur frá kjallara við vesturhlið og skyggni við innganga á suður- og austurhlið atvinnuhúsanna á lóð nr. 6-8 við Lágmúla.
Bréf hönnuðar dags. 21. mars 2006 fylgir erindinu.
Einnig bréf hönnuðar dags. 1. apríl 2008 og annað dags. 13. febrúar 2009.
Gjald kr. 6.100 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Logafold 188 (02.871.004) 110318 Mál nr. BN039455
Vilborg Ölversdóttir, Logafold 188, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka úr timbri á steyptum undirstöðum stofu og útipall einbýlishúss á lóð nr. 188 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 13. febrúar 2009.
Stækkun 21,03 ferm., 55,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.243
Frestað.
Með vísan til bókunar skipulagsstjóra er ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist hún.

23. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN039432
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 2. hæð í skrifstofurými í atvinnuhúsi á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

24. Miðtún 10 (01.223.005) 102880 Mál nr. BN039046
Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Miðtún.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 21. september 1978, samþykki meðeigenda dags. 5. september 2008 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 12. nóvember 2008.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Síðumúli 12 (01.293.101) 103803 Mál nr. BN039493
Kjaran ehf, Pósthólf 8660, 128 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af verslunarhúsinu á lóð nr. 14 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Skipasund 34 (01.357.111) 104422 Mál nr. BN039393
Arnar Halldórsson, Skipasund 34, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við vesturgafl, til að stækka kvisti og koma fyrir þakgluggum á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 34 við Skipasund.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa ódagsett ásamt útskrit úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febúar 2009.Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Synjað.
Er ekki í samræmi við gildandi deilskipulag samanber útskrift úr gerðabók skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009.

27. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039526
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu í 2. áfanga á lóðinni nr. 18-22 við Skógarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

28. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039506
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu með flötu þaki og opnum innigarði fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með 42 íbúðum og geymslum og bílhýsi í kjallara, hús nr. 20, mhl. 3, 2. áfangi á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Meðfylgjandi brunahönnun dags. 10.2. 2009, bréf arkitekts 12.2. 2009
Stærðir matshluti 03 Skógarvegur 20: 3027,2 ferm., 8766,0 rúmm., matshluti 04 bílgeymsla: stækkun 449,9 ferm., 1462,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 787.571
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skútuvogur 11 (01.427.001) 105177 Mál nr. BN038957
HJ fasteignir ehf, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð með burðarvirki úr stáli, klæddu með áli, steyptri gólfplötu og timburþaki ofan á tengibyggingu ásamt breytingum innanhúss með tilfærslum á milliveggjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er yfirlýst samþykki eigenda Skútuvogs 11A fyrir breytingunum ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008. Meðfylgjandi einnig yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar um bygginguna dags. 29.1. 2009
Stærðir: Stækkun 367,5 ferm., 1.442,5 rúmm.
Samtals eftir stækkun 4.379,7 ferm., 19.546,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 105.303
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

30. Sólvallagata 27 (01.139.111) 100758 Mál nr. BN039489
JHH ehf, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Jón Hákon Hjaltalín, Strandvegur 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúðir verslunarrýmum á 1. hæð hússins á lóð nr. 27 við Sólvallagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN039498
Glitur ehf, Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi með því að byggja milliloft fyrir kaffistofu og búningsherbergi í atvinnuhúsi á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Stækkun: XXX ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Sundagarðar 2 (01.335.301) 103906 Mál nr. BN034872
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á áorðnum breytingum á innréttingum, engar breytingar eru á útliti né lóð, í húsinu á lóðinni nr. 2 við Sundagarða.
Gjald kr. 6.100
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

33. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN039237
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um ýmsar breytingar á nýsamþykktu erindi, BN038133 dags. 21. október 2008, ásamt því að sótt er um leyfi til að rífa bakhús norðan við leikhúsið á lóð nr. 12 við Tjarnargötu.
Erindi fylgir greinargerð dags. 21. nóvember 2008, þar sem tíundaðar eru helstu breytingar og greinargerð um niðurrif dags. 2. desember 2008.
Stærð niðurrifs: 60 ferm., 402 rúmm.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Vesturgata 17 (01.136.008) 100511 Mál nr. BN039501
Vesturgata 17 ehf, Vesturgötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í gistiherbergjum og í starfsmannaaðstöðu á 1. hæð sbr. nýsamþykkt erindi BN039433 í gistiheimili á lóð nr. 17 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Þverás 4 (04.724.302) 112408 Mál nr. BN039402
Bjarni Amby Lárusson, Þverás 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja lokun úr PVC prófílum og perlugleri á svalir, rýmið sem myndast verður óupphitað, í tvíbýlishús á lóð nr. 4 við Þverás.
Stærðir 7,5 ferm., 20 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

36. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN039513
Hótel Ísafold ehf, Laugavegi 16, 101 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. janúar sl. var samþykkt umsókn v. Aðalstrætis 4, BN039420 þar sem bókað var #GLskilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.#GL Á ekki að vera og er það leiðrétt hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

37. Rofabær 49A (04.345.99) Mál nr. BN039518
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf skipulagsstjóra dags. 16. febrúar 2009, til svars bréfs byggingarfulltrúa dags. 9. febrúar 2009 vegna afmörkunar lóðar fyrir dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Rofabæ 49A.
Jákvætt.
Ekki gerð athugasemd við að OR láti vinna breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður ef berst.

Fyrirspurnir

38. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN039490
Örn Ólafsson, Suðurhvammur 23, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta stoðtækjastofu í þjónusturými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Ásholt.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber einnig athugasemdir á fyrirspurnablaði.

39. Ferjuvogur 15 (01.444.010) 105524 Mál nr. BN039510
Hulda Kristín Vatnsdal, Ferjuvogur 15, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta gluggum eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af tvíbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Ferjuvog.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda.

40. Fjólugata 25 (01.185.510) 102200 Mál nr. BN039481
Kristín Sigurjónsdóttir, Básbryggja 2, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að samþykkja sem íbúð, eða til vara sem ósamþykkt íbúð, áður gerð íbúð í eignarhluta 01-0001 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Fjólugötu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

41. Freyjugata 44 (01.196.102) 102643 Mál nr. BN039478
Stefán Jón Hafstein, Freyjugata 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á norður- og suðurhlið þaks og til að lyfta þaki á göflum eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 44 við Freyjugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Kirkjustræti 14 (00.000.000) 100886 Mál nr. BN039505
Sigurður Einarsson, Sólberg 2, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort endurbyggja megi Skjaldbreið nr. 6-10 við Kirkjustræti og flytja Vonarstræti 12 á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Málið hefur verið sent Húsafriðunarnefnd og Borgarminjaverði til umsagnar. Meðfylgjandi er bréf arkitekta dags. 10.2.2009.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039497
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Klapparstígur 40 (01.182.002) 101808 Mál nr. BN039521
Stefan ehf, Flókagötu 64, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skráningu Mhl. 02 úr geymslu í ósamþykkta íbúð á lóð nr. 40 við Klapparstíg.
Nei.
Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðir.

45. Stýrimannastígur 14 (01.135.408) 100486 Mál nr. BN039504
Unnur Guðrún Pálsdóttir, Stýrimannastígur 14, 101 Reykjavík
Margrét Arna Hlöðversdóttir, Sörlaskjól 24, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veislueldhús og veitingaþjónustu í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 14 við Stýrimannastíg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 2. janúar 1944
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Vitastígur 13 (01.174.233) 101635 Mál nr. BN039477
Pálmi Bergmann Vilhjálmsson, Austurbrún 10, 104 Reykjavík
Jónsdætur ehf, Vitastíg 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúðir á 2. og 3. hæð hússins á lóð nr. 13 við Vitastíg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 12.05.

Magnús Sædal Svavarsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Bjarni Þór Jónsson Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Eva Geirsdóttir