Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 75

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 27. ágúst 2014 kl. 09:10, var haldinn 75. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason  árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Lækjargata 5, Íþaka   Mál nr. US140148

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 22. ágúst 2014 ásamt bréfi Argos Arkitektastofu dags. 14. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að byggja útgang út úr Íþöku, húsi Menntaskólans í Reykjavík, út í Bókhlöðustíg með vísun til upphaflegrar gerðar hússins. Gangstétt breytist og Bókhlöðustígur þrengist við framkvæmdina, samkvæmt uppdr. samgöngudeildar dags. 22. ágúst 2014.

Samþykkt.

2. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík.   Mál nr. US140137

Lagt fram bréf ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. í ágúst 2014 varðandi reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl: 9:28.

Frestað.

3. Esja, svifbraut   Mál nr. US140145

Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2014 ásamt skýrslu VSÓ ráðgjafar dags. júní 2014 varðandi svifbraut í Esju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. ágúst 2014.

Kynnt.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl: 10:04.

(A) Skipulagsmál

4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. og 22. ágúst 2014.

5. Friggjarbrunnur 18, breyting á deiliskipulagi  (05.053.5) Mál nr. SN140353

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Lögð fram umsókn 111 ehf. dags. 3. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn. Í breytingunni að fjölga íbúðum úr fimm í sjö, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 3. júlí 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Mansard - Teiknistofu dags. 3. maí 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Vísað til borgarráðs.

6. Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi  (01.118.5) Mál nr. SN140356

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. Í breytingunni felst að spennistöð á torgi er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 3. júlí 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssyni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

7. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi  (01.13) Mál nr. SN130122

Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131. Lögð var fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: " Í því skyni að ná meiri sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit er lagt til að skoðað verði hvort unnt sé að koma byggingunni fyrir á nýjum og betri stað, á horni Mýrargötu og Seljavegar." Borgarráð óskar eftir upplýsingum ráðsins. Einnig er kynnt minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.

Kynnt.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

8. Gilsárstekkur 8, breyting á deiliskipulagi  (04.612.0) Mál nr. SN140271

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 8 við Gilsárstekk. Í breytingunni felst breyting á notkun lóðarinnar úr einbýlishúsalóð í lóð undir starfsemi barnahúss. Einnig er lagt fram bréf forstöðumanns barnahúss dags. 1. júlí 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu 2 athugasemdir ásamt afriti af kæru: Steindór Einarsson og Dóra M. Gylfadóttir dags. 17. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2014.

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl. 12:50.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

9. Grettisgata 9, breyting á deiliskipulagi  (01.172.2) Mál nr. SN140430

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkþings, dags. 15. ágúst 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna Grettisgötu 9 skv. uppdrætti, dags. 12. ágúst 2014. Um er að ræða leiðréttingu á uppdrætti á vegna leiðréttinga í útreikningi á nýtingarhlutfalli B- rýma , sem samþykktur var í umhverfis- og skipulagsráði þann 2. júlí 2014. Tillagan hlýtur málsmeðferð sbr. 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 790  frá 19. ágúst  2014.

11. Sjafnargata 3, Viðbygging + áður gerður garðskáli, breyta mhl. 70 í mhl 02

  (01.196.012) Mál nr. BN047609

Aðalheiður Magnúsdóttir, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland, Sigurbjörn Þorkelsson, Bretland,

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum og verönd, gerð er grein fyrir áður gerðum garðskála og mhl. 70 er breytt í mhl. 02 við einbýlishús á lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. maí 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 28. maí 2014 til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Tinna Ólafsdóttir dags. 19. júní 2014, Ragnhildur Zöega og Ásgeir Ásgeirsson dags. 25. júní 2014 og Ragna Kristjánsdóttir dags. 25. júní 2014. Einnig er lagður fram tölvupóstur Óskars Jónssonar þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingar. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2014. Bréf frá hönnuði dags. 29.apríl 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2014. Stækkun húss er 75,92 ferm. 205 rúmm. Garðskáli stærð : 15,7 ferm., 46,3 rúmm. Samtals stærðir: 91,62 ferm. 251,3 rúmm. Gjald kr. 9.500

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. ágúst 2014.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

12. Ingólfsstræti 2A, Viðbygging  (01.170.005) Mál nr. BN047807

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum,  Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014. Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 22. ágúst 2014 og bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. fjélagið - eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. Ágúst 2014.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2.6. 2014 og eldvarnaskýrsla dags. júní 2014. Stærðir stækkun brúttó: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

13. Reitur 1.171.1, (fsp) Hljómalindarreitur  (01.171.1) Mál nr. SN140388

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. dags 21. júlí 2014 ásamt bréfi dags. s.d. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits. Í breytingunni felst að íbúðir sem samþykktar eru á efstu hæðum húsanna að Hverfisgötu 30, 32 og 34 og íbúð á efstu hæð hússins að Smiðjustíg 4 verði breytt í hótelherbergi.

Frestað.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi við umfjöllun málsins.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

14. Grundarstígur 10, (fsp) veitingaleyfi fl.II   Mál nr. SN130553

Hannesarholt, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn Hannesarholts dags. 20. nóvember 2013 varðandi veitingarleyfi í flokki II í húsinu á lóðinni nr. 10 við Grundarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2014.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2014.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

15. Betri Reykjavík, að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni

   Mál nr. US140133

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum skipulag "að forgangsraða fjármunum í að tryggja öryggi fyrir framan leikskóla í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. júlí 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. júlí 2014 samþykkt.

16. Betri Reykjavík, leið 5 þjónusti áfram um helgar   Mál nr. US140130

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur hugmynd júnímánaðar úr flokknum samgöngur "leið 5 þjónusti áfram um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. júlí 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. júlí 2014 samþykkt.

17. Betri Reykjavík, átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda   Mál nr. US140129

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum samgöngur "átak skóla og lögreglu til að tryggja öryggi nemenda" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. júlí 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 21. júlí 2014 samþykkt.

18. Betri Reykjavík, fleiri bílasamlög - færri einkabíla!   Mál nr. US140140

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngur "fleiri bílasamlög - færri einkabíla!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

19. Betri Reykjavík, nota innlenda orku á strætisvagna, minni mengun   Mál nr. US140142

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngur "nota innlenda orku á strætisvagna, minni mengun" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

20. Betri Reykjavík, setja upp vefsíðu með upplýsingum um færð hjólreiðastíga   Mál nr. US140143

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngur "setja upp vefsíðu með upplýsingum um færð hjólreiðastíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur umhirðu og borgarlands.

21. Betri Reykjavík, að viðhalda steingirðingum ákveðinna tímabila   Mál nr. US140141

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulag "að viðhalda steingirðingum ákveðinna tímabila" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

22. Betri Reykjavík, gróðursetja tré í óræktina vestan við Gullinbrú   Mál nr. US140138

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum umhverfismál "gróðursetja tré í óræktina vestan við Gullinbrú" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald.

23. Betri Reykjavík, sef á bakka Tjarnarinnar til verndar andarungum   Mál nr. US140139

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir "sef á bakka Tjarnarinnar til verndar andarungum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald.

24. Betri Reykjavík, almenningsklósett á Klambratún og Hljómskálagarð   Mál nr. US140132

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum frístundir og útivist "almenningsklósett á Klambratún og Hljómskálagarð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

25. Betri Reykjavík, battavöllur við Húsaskóla   Mál nr. US140147

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum samgöngur "battavöllur við Húsaskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

26. Hólmgarður 19, kæra 67/2013  (01.818.1) Mál nr. SN140439

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 11. júlí 2013 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leyfa annað þakefni en samþykktar teikningar heimili á hús nr. 19 við Hólmgarð.

27. Hraunbær 102, kæra 90/2014  (04.343.3) Mál nr. SN140446

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 1. júlí 2014 á umsókn um að klæða með báruálklæðningu fjöleignarhúsið Hraunbær 102.

28. Depluhólar 8, kæra 88/2014  (04.641.7) Mál nr. SN140447

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. ágúst 2014 ásamt kæru dags. 6. ágúst 2014 vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 24. júní 2014 á umsókn um samþykki reyndarteikninga húss að Depluhólum 8.

29. Garðastræti 21, kæra 78/2014, umsögn  (01.136.5) Mál nr. SN140392

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar, dags. 23. júlí 2014  ásamt kæru, dags.22. júlí 2014 þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við lóð nr. 21 við Garðastræti. Auk þess er krafist stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28 júlí 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:12

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir  Gísli Garðarsson

Júlíus Vífill Ingvarsson  Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 10:00 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 791. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Björn Kristleifsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Bjarni Þór Jónsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 11  (01.813.213) 107900 Mál nr. BN048099

Erna Valdís Sigurðardóttir, Akurgerði 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu með pappaklæddu timburþaki og setja hurð og tröppur úr borðstofu út í garð við tvíbýlishús á lóð nr. 11 við Akurgerði.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda og samþykki meðeigenda.

Stærðir bílskúr: 30,7 ferm., 107,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málið er enn í grenndarkynningu.

2. Austurstræti 16  (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048145

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til innri breytinga fyrir veitingastað og eldhús á 1. hæð og aðstöðu í kjallara, sbr. erindi BN047201, í hótelbyggingu á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 19.8. 2014, og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18.8. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ásvallagata 58  (01.139.011) 100744 Mál nr. BN047880

Hildur Hrefna Kvaran, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka inndregnum svölum þannig að hjónaherbergi stækkar, franskrar svalir eru settar á hjónaherbergi og herbergi á suðurhlið hússins á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.

Fyrirspurn BN041786 dags. 20. júlí 2010 fylgir

Stækkun :  14,2 ferm., 34,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta dags. 22. okt. 2013.

4. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN047770

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngangi á norðurhlið 1. hæðar á mhl. 04, koma fyrir verslun á 1. hæð og breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð, koma fyrir skilti  á norðvesturhluta lóðar og breyta rýmisnúmerum á 1. og 2. hæð í húsi nr. 2 við Dvergshöfða á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Samþykki meðeigenda dags. 15. ágúst 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Drafnarfell  2-18  (04.683.007) 112306 Mál nr. BN048089

Róði ehf., Grjótaseli 17, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að loka hurð og gluggum á suðurhlið hússins nr. 12 á lóð nr. 2-18 við Drafnarfell.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Fáfnisnes 11  (01.675.013) 106894 Mál nr. BN048014

Kristjana Skúladóttir, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Þórólfur Óskarsson, Fáfnisnes 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs, kjallara, 1. hæð og ris úr járnbentri steinsteypu, einangrað að utan með þéttull, koma fyrir þaksvölum á 1. hæð og kvist á norðurhlið tvíbýlishúss á lóð nr.  11 við Fáfnisnes.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. júlí 2014 fylgir.

Stækkun viðbyggingar: 94,1 ferm., 269,6 rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2014 fylgir með erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Fossaleynir 1  (02.456.101) 190899 Mál nr. BN047998

Knatthöllin ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við mhl. 01, 5. áfanga, sem er fimleikahús úr forsteyptum samlokueiningum og þakið klætt með stallastáli, einangrað og klætt að ofan með pvc þakdúk á suðurhluta íþróttamiðstöðvarinnar Egilshöll á lóð nr. 1 við Fossaleynir .

Samþykki meðeigenda dags. 22. ágúst 2014 fylgir erindi.

Stækkun mhl. 01: 2.309,4 ferm., 23.472,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

8. Frakkastígur 6A  (01.152.513) 101085 Mál nr. BN048148

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 108 Reykjavík

Ráðagerði ehf, Lindargötu 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta frá nýsamþykktu erindi , sjá BN047585, uppbyggingu svala, innveggjum í risi og lóðafrágangi í gistiheimili í húsi á lóð nr. 6A við Frakkastíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fríkirkjuvegur 7  (01.183.415) 101975 Mál nr. BN047758

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nýrri brunahönnun og uppsetningu handriða við loftstokka á suðurhlið höggmyndatorgs Listasafns Íslands á lóð nr. 7 við Fríkirkjuveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Gvendargeisli 168  (05.134.701) 190285 Mál nr. BN048119

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að smíða á staðnum tengigang og flytja fjórar færanlegar stofur, K103-E,  K104-E, K105-E og K106-E frá framleiðanda að hlið Sæmundarskóla á lóð nr. 168 við Gvendargeisla.

Stærðir : K103-E,  K104-E, K105 og K106 er : 320,8 ferm., 1116,4 rúmm. Tvö tengirými: 3,8 ferm., 7,6 rúmm. Tengigangur 11,7 ferm. , 42,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

11. Hávallagata 17  (01.160.301) 101163 Mál nr. BN048134

Stefana Gunnlaug Karlsdóttir, Sléttuvegur 31, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta herbergjum í kjallara í eigu 0101 í sjálfstæða íbúð í húsi á lóð nr. 17 við Hávallagötu.

Synjað.

Ekki má gera nýja íbúð í kjallara.

12. Hverfisgata 53  (01.152.520) 101092 Mál nr. BN048113

Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sbr. erindi BN047096 í húsi á lóð nr. 53 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Höfðabakki 9  (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047886

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi léttra veggja í mhl. 07 á 3. og 6. hæð hússins á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Höfðabakki 9  (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047514

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skóla á 2. hæð í  mhl. 04 og koma fyrir lyftu frá 1.hæð upp á 2. hæð og fjarlægja stiga úr tengiálmu sem liggur á milli 1. og 2. hæðar í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Stækkun vegna lokunar stigagats : 13,5 ferm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Höfðabakki 9  (04.075.001) 110681 Mál nr. BN047696

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta heildverslun í tengibyggingu milli mið- og suðurálmu í E húsi á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

16. Jónsgeisli 93  (04.113.307) 189862 Mál nr. BN048132

Níutíu ehf., Jónsgeisla 9, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta sjúkraþjálfun, sjá erindi BN035956, í hluta atvinnuhúss á lóð nr. 93 við Jónsgeisla.

[Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Kleppsvegur  26-32  (01.341.103) 103943 Mál nr. BN048137

Eyjólfur Edvard Jónsson, Kleppsvegur 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hurð á suðurhlið úr íbúð í mhl. 01 rými 0001 út á lóð á fjölbýlishúsinu nr. 28 á lóð nr. 26-32 við Kleppsveg.

Jákvæð fyrirspurn BN046753 dags. 12. nóv. 2014 og samþykki meðeigenda nr. 26, 28, 30 og 32 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Korngarðar 1  (01.323.101) 222494 Mál nr. BN048020

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja vöruhús úr steinsteypu og stálvirki fyrir geymslu á grænmeti og ávöxtum á lóð nr. 1 við Korngarða.

Umsókn um starfsleyfi  dags. 11. júlí 2014, bréf frá hönnuði dags. 15. júlí 2014  og varmatapsreikningur dags. 24. júlí 2014 fylgir erindi.

Stærðir A rýmis :  5.481,2 ferm., 59.694,1 rúmm.

B rými: 184,1 ferm., 866,0 rúmm.

Samtals : 5.665,3 ferm., 60.560,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

19. Laufásvegur 2  (01.183.005) 101917 Mál nr. BN046127

Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki I, tegund heimagisting, fyrir 14 gesti, fimm herbergi á 1. hæð og tvö studioherbergi í kjallara með sérinngangi, heimili leigusala er á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22.ágúst 2014.

20. Laugarnesvegur 56  (01.346.103) 104072 Mál nr. BN048160

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna niðurrifs, sbr. BN047953 að Laugarnesvegi 56 sem samþykkt var 11.07 2014.

Niðurrif:  Fastanr. 201-6915, mhl. 01 merkt einbýli 152,6 ferm., fastanr. 201-6916, mhl. 01 merkt bílskúr 36 ferm.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Leifsgata 28  (01.195.303) 102617 Mál nr. BN047701

Olga Eleonora M. Egonsdóttir, Leifsgata 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir úr stáli með stálhandriði á íbúðir 0201 og 0301 á lóð nr. 28 við Leifsgötu.

Samþykki meðeigenda dags. 18. júlí 2014 fylgir.

Fyrirspurn BN047405 dags. 1. apríl 2014 fylgir .

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

22. Lækjargata 2A  (01.140.505) 100865 Mál nr. BN048141

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingastað í flokki II fjarlægja rúllustiga frá 1. hæð niður í kjallara og því opi lokað í atvinnuhúss á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23. Miklabraut 70  (01.710.002) 107117 Mál nr. BN047756

HAG Fasteignir ehf., Ferjuvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti á norður- og suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 70 við Miklubraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júlí til og með 11. águst 2014. Engar athugasemdir bárust.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í júní 2014.

Stærðir stækkun: 9,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Ofanleiti 2  (01.743.101) 107427 Mál nr. BN048044

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir nýjan aðalinngang á norðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Ofanleiti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu.

Stærð B-rýmis : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Óðinsgata 21  (01.184.515) 102120 Mál nr. BN048146

Anna María McCrann, Grettisgata 29, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropi og fellistiga frá því á herbergisglugga, sbr. fyrirspurn BN048094, á miðhæð í húsi á lóð nr. 21 við Óðinsgötu.

Meðfylgjandi er er bréf arkitekts dags. 18. ágúst 2014, samþykki Minjastofnunar Íslands og samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

26. Reykjafold 26  (02.870.707) 110306 Mál nr. BN048142

Jón Bjarki Sigurðsson, Reykjafold 26, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við úr timbri á austur og suðurhlið og tengja við bílskúr og sameina matshluta í húsi  á lóð nr. 26 við Reykjafold.

Fyrirspurn BN045719 dags. 19. mars 2013 fylgir erindi.

Stækkun íbúðarhús og bílskúr:  45,1 ferm.,  219,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Sóltún 1  (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048147

Mánatún hf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á erindi nr. BN047663, samþykkt 20.5. 2014, sem felast í að salarhæðum á 6. - 8. hæð í Mánatúni 13 er breytt úr 2,91 m. í 3,08 m., gerðar eru breytingar á fyrirkomulagi íbúða á 9. og 10. hæð, breytt anddyrum íbúða 2.07, 3.07, 4.07, 5.07, 6.07, 7.07 og 8.07 í Mánatúni 7-17 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.

Meðfylgjandi er hefti með smækkuðum, samþykktum teikningum og annað sams konar hefti sýnir eftir breytingar. Bréf arkitekts dags. 18.8. 2014 og annað með breyttum stærðum, sama dags. Einnig brunahönnun Eflu dags. 18.8. 2014.

Stærðir brúttó minnkun: 56,5 ferm., 322,4 rúmm., 13,9 ferm., B-rými.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindi.

28. Stuðlaháls 1  (04.326.801) 111050 Mál nr. BN047749

Vífilfell hf., Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir 12.000 lítra mjólkurtanki á steyptum undirstöðum, með öryggisgirðingu úr stáli við austurvegg verksmiðju Vífilfells á lóð nr. 1 við Stuðlaháls.

Stærð: 4,9 ferm., 17,1 rúmm.

Gjöld 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Suðurhlíð 35  (01.788.101) 107558 Mál nr. BN048135

Arnarból ehf, Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru ??? á mhl. 04 í húsinu á lóð nr. 35 við Suðurhlið.

Stækkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Sundlaugavegur 30  (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN048074

Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingasölu í flokki I fyrir 30 gesti á 1. hæð í Heilsumiðstöðinni Laugardal á lóð nr. 30A við Sundlaugaveg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 29. júlí 2014 og annað 13. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Súðarvogur 36  (01.454.401) 105639 Mál nr. BN048085

Sólrún Jónsdóttir, Súðarvogur 36, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá íbúð/vinnustofu á annarri hæð sem íbúð í húsi á lóð nr. 36 við Súðavog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu.Íbúðin er skráð sem 30% atvinnuhúsnæði og 70% íbúðarhúsnæði.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

32. Þingholtsstræti 15  (01.180.104) 101680 Mál nr. BN048091

Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli og breyta fyrirkomulagi í kjallara sbr. erindi BN040125 í einbýlishúsi, mhl. 02, á lóð nr. 15A við Þingholtsstræti.

Stærðir viðbygging, svalaskýli. 11,7 ferm., 28,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr.1 dags. 2. júní 2014.

33. Þingvað 21  (04.773.801) 198724 Mál nr. BN048076

Steinn Guðjónsson, Smárarimi 13, 112 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð, timbur á steyptum kjallara með innbyggðri bílsgeymslu á lóð nr. 21 við Þingvað.

Erindi fylgir staðfesting á starfsábyrgðartryggingu aðalhönnuðar dags. 6. maí 2014.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu.

Jafnframt eru áður samþykkt erindi, BN032120 og BN036900 felld úr gildi.

Stærð:  Íbúð 181,1 ferm., bílgeymsla 34,3 ferm.

Samtals 215,4 ferm., 773,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Þjórsárgata 7  (01.636.704) 106730 Mál nr. BN047839

Martha Ernstsdóttir, Þjórsárgata 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 7 við Þjórsárgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2014 Erindi var grenndarkynnt frá 16. júlí til og með 13. ágúst 2014. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 13,5 ferm.,  34,4 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Ægisíða 123  (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048100

Fróði ehf., Skeiðarási 3, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að skipta núverandi verslunarhúnæði í tvö atvinnurými á 1. hæð húss á lóð nr. 123 við Ægisíðu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

36. Skipholt 11-13  (01.242.301) 103041 Mál nr. BN048164

Lagt frá bréf Lögstofunnar Ármúla 21 ehf. dags. 26. ágúst 2014 varðandi breytingar á fasteigninni 11-13 við Skipholt þar sem þess er krafist að byggingarleyfi BN047061 verði afturkallað og frekari framkvæmdir stöðvaðar.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Fyrirspurnir

37. Einholt 2  (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048083

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili með níu gistieiningum flokki II í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Einholt.

Gistiheimilið verður rekið í tengslum við gistiheimili í mhl. 01 og í því húsi er starfsmannaaðstaða og móttaka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014.

Jákvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014 og leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

38. Garðastræti 38  (01.161.011) 101192 Mál nr. BN048143

Guðmundur G Þórarinsson, Rauðagerði 59, 108 Reykjavík

Spurt er hvort samþykkt yrði núverandi fyrirkomulag, áður gerð íbúð og starfsmannaaðstaða þar sem áður voru skrifstofur, í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 38 við Garðastræti.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

39. Háagerði 22  (01.817.402) 108149 Mál nr. BN048092

Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu við einbýlishús á lóð nr. 22 við Háagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2014.

Sækja skal um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.

40. Hverfisgata 39  (01.152.423) 101068 Mál nr. BN048139

VíFí ehf., Laugavegi 3, 101 Reykjavík

Spurt er hvort áður gerð íbúð á 1. hæð verði samþykkt og hvort leyft yrði að innrétta veitingasölu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 39 við Hverfisgötu.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

41. Langirimi 21-23  (02.546.803) 175689 Mál nr. BN047862

Jón I. Garðarsson ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofurými í gististarfsemi í húsi á lóð nr. 21-23 við Langarima. 

Athugasemdir frá umsækjanda vegna erindis sem fékk jákvæða svörun hjá skipulagsfulltrúa. Sjá fundi nr. 375 dagsett 7 des. 2011

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2014.

Sækja skal um byggingarleyfi.

42. Laugavegur 86-94  (01.174.330) 198716 Mál nr. BN048086

Charin Thaiprasert, Frostafold 23, 112 Reykjavík

Noodle Station ehf, Skólavörðustíg 21a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta "veitingaverslun" í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2014.

Sækja skal um um byggingarleyfi.

43. Skriðustekkur 25-31  (04.616.203) 111838 Mál nr. BN048144

Björn Ragnarsson, Skriðustekkur 25, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi á lóð nr. 25 við Skriðustekk.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:20

Bjarni Þór Jónsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir