Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 50

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 15. janúar kl. 9.12, var haldinn 50. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Óttarr Guðlaugsson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Betri Reykjavík, gönguljós á Eiðsgranda Mál nr. US130336 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum skipulag "gönguljós á Eiðsgranda" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 10. janúar 2014. Tillögunni vísað frá þar sem nýlega hafa verið sett upp gönguljós á Eiðsgranda.

2. Betri Reykjavík, samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur Mál nr. US130333 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "samgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 13. janúar 2014 samþykkt.

3. Betri Reykjavík, strætógjöld á korti, líkt og í London Mál nr. US130334 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "strætógjöld á korti, líkt og í London" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngur dags. 13. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 13. janúar 2014 samþykkt.

4. Betri Reykjavík, Wi-Fi Strætó Mál nr. US130335 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum samgöngur "Wi-Fi Strætó" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur dags. 13. janúar 2014 samþykkt.

5. Betri Reykjavík, breikkun hjólastígs við Sæbraut Mál nr. US130331 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "breikkun hjólastígs við Sæbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

6. Betri Reykjavík, að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp Mál nr. US130337 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "að hægt sé að setja frá sér lífrænt sorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

7. Betri Reykjavík, hreinsa borgina Mál nr. US130338 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum umhverfi "hreinsa borgina" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Frestað.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

8. Aðgerðaráætlun vegna hávaða, tillaga Mál nr. US130174 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun dags. október 2013 í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til og með 16. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 16. desember 2013, Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 15. desember 2013 og Hverfisráð Hlíða dags. 10. desember. Frestað.

9. Hópbifreiðar, takmarkanir í miðborg Mál nr. US130119 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf samgöngudeildar dags. 21. apríl 2013 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssvið dags. 22. apríl 2013 að takmörkun stórra hópferðabifreiða um miðborgina. Einnig er lögð fram umsögn samtaka ferðaþjónustunnar dags. 28. maí 2014 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2014 samþykkt.

10. Rituhólar, skemmdarverk Mál nr. US130146

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2013 var kynnt staða máls vegna skemmdaverka sem unnin voru á trjálundi Reykjavíkurborgar fyrir neðan Rituhóla í Breiðholti í byrjun maí 2013. Nú lagt fram til kynningar bréf lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins dags. 17. desember 2013.

11. Mosfellsheiði, sameiginlegt beitarhólf höfuðborgarsvæðisins Mál nr. US140003

Lagt fram bréf ásamt skýrslu Landgræðslu ríkisins dags. 19. desember 2013 varðandi styrk til uppgræðslu á beitarhólfinu á Mosfellsheiði, milli Lyklafells og Hengils. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2014. Umsögn umhverfis- og skipulagssvið, dags. 13. janúar 2014 samþykkt.

12. Sumargötur, kynning á úttekt Borghildarhópsins Mál nr. US130130

Lögð fram til kynningar drög að úttekt Borghildarhópsins á Laugavegi og Skólavörðustíg sem sumargötur 2013. Fulltrúar Borghildarhópsins kynntu.

13. Sorphirða og meðhöndlun úrgangs, staða sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Mál nr. US140006

Farið yfir stöðu sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.

Á fundinum var lögð fram eftirfarandi tillaga: Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fela sviðinu að vinna tillögur til að auðvelda borgarbúum flokkun, meðhöndlun og nýtingu lífræns úrgangs á eigin vegum þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Kannaðir verði kostir þess að standa fyrir námskeiðshaldi, leigu á moltugerðartunnum eða öðrum mögulegum aðgerðum til að koma til móts við borgarbúa. Tillögur verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð til samþykktar fyrir 1. mars 2014.

Tillagan samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: "Í haust hafnaði meirihlutinn beiðni einkafyrirtækis um að bjóða borgarbúum upp á söfnun lífræns úrgangs með þeim rökum að meðhöndlun lífræns úrgangs sé vandmeðfarin og af honum geti stafað ólykt ef hann er ekki meðhöndlaður rétt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þeirri ákvörðun þar sem um væri að ræða ómálefnalegt vantraust gagnvart hæfni faglegs einkaaðila. Þó að það sé fagnaðarefni að skoða nú kosti þess að treysta borgarbúum til að þeir geti meðhöndlað sinn lífræna úrgang sjálfir, verður óneitanlega fyrri ákvörðun meirihlutans um að treysta ekki einkaaðilum til að sækja lífræna úrganginn til þeirra sem kjósa að meðhöndla hann ekki sjálfir enn óskiljanlegri.

(A) Skipulagsmál

14. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 10. janúar 2014.

15. Birkimelur 3, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu (01.541) Mál nr. SN130605 Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Lagt fram erindi Blómatorgsins ehf. dags. 19. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðarinnar nr. 3 við Birkimel. Í breytingunni felst breytt lögun byggingarreits samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar ark. dags. 6. janúar 2014. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs. 16. Sléttuvegur 1-3, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN130595 Húsnæðisfélag S.E.M., Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 13. desember 2013 var lögð fram umsókn Húsnæðisfélags S.E.M dags. 12. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Sléttuveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 20 í 21 og fækkun bílastæða úr 20 í 17, samkvæmt uppdrætti VSÓ ráðgjöf dags. 4. desember 2013. Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

(B) Byggingarmál

17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 762 frá 14. janúar 2014.

(C) Ýmis mál

18. Reykjanesfólkvangur, fundargerð og ársreikningur Mál nr. US130107

Lögð fram fundargerð Reykjanesfólkvangs dags. 16. desember 2013. Einnig er lögð fram skýrsla landvarðar árið 2013.

19. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. SN130582 CCP hf., Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn CCP hf. dags. 6. desember 2013 varðandi staðsetningu á listarverkagjöf CCP hf. til Reykjavíkurborgar. Einnig er lagt fram bréf CCP dags. 5. desember 2013 , umsögn Faxaflóahafna dags. 8. janúar 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014. Jákvætt með þeim fyrirvara sem fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014.

20. Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, málskot (02.693.1) Mál nr. SN130599

Lagt fram málskot Hauks Guðjónssonar f.h. Skyggnisbrautar 8-12 ehf. dags. 13. desember 2013 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 varðandi hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni Friggjarbrunn 55-57 sem nemur b-rýmum. Einnig er lagt fram bréf Hauks Guðjónssonar dags. 6. janúar 2013 ásamt bréfi VA Arkitekta dags. 6. janúar 2014. Umhverfis- og skipulagsráð staðfestir fyrri afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 þar sem heimilað er að breyta deiliskipulagi þannig að einka svalir verði undarskyldar í nýtingarhlutfalli og að skilmálum um glugga á íbúðarrýmum að svalagögnum verði breytt.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:31, Óttar Guðlaugsson vék af fundi á sama tíma, þá átti eftir að fjalla um lið 12. Sorphirða og meðhöndlun úrgangs og lið 13. Sumargötur hér ofar í fundargerðinni.

21. Dofraborgir 3, málskot (02.344) Mál nr. SN130598 VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Ólafs Ó. Axelssonar dags. 12. desember 2013 í umboði lóðarhafa, vegna neikvæðar afstöðu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn lóðarhafa varðandi byggingu bílageymslu á lóðinni nr. 3 við Dofraborgir. Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurnina, sem síðan verður grenndarkynnt. Bent á að vinna við hverfisskipulag Grafarvogs er yfirstandandi og metið verður af viðbrögðum grenndarinnar hvort vísa þurfi tillögunni inn í þá vinnu.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

22. Bíldshöfði 5A, málskot (04.055.6) Mál nr. SN140003 ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Ask Arkitekta ehf. f.h. Olíuverzlunar Ísland dags. 7. janúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. nóvember 2013 varðandi byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslustöð og skilti ásamt breytingu á útfærslu á bílastæðum. Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 15. nóvember 2013 staðfest.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

23. Umhverfis- og skipulagssvið, Þjónustusamningur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við umhverfis- og skipulagssvið Mál nr. US140005

Lagt fram bréf borgarráðs dags. 20. desember 2013 ásamt þjónustusamningi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 3. desember 2013 við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemdir við þjónustusamningin.

24. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til nóvember 2013 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til nóvember 2013.

25. Baldursgata 32 og 34, kæra 1/2014 (01.186.3) Mál nr. SN140011 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. janúar 2013 ásamt kæru dags. 5. janúar 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 27. nóvember 2013 á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 32 og 34 við Baldursgötu. Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

26. Óðinsgata 15, kæra 36/2012, umsögn, úrskurður (01.184.5) Mál nr. SN120208 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 26. apríl 2012 Þar sem kærð er afgreiðsla erindis vegna bílastæða á lóðinni nr. 15 við Óðinsgötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 12. júní 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 31. desember 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13.15.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Sverrir Bollason Elsa Hrafnhildur Yeoman Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir   Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 14. janúar kl. 10.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 762. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Björgvin Rafn Sigurðarson og Óskar Torfi Þorvaldsson Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN047027 Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045886 þar sem eldvarnartexta varðandi hluta af eldri klæðningu er breytt í húsinu á lóðinni nr. 17 við Austurstræti. Bréf frá hönnuði dags. 9. jan. 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Álfheimar 11A (01.432.003) 105210 Mál nr. BN046967 Sigmar Jörgensson, Álfheimar 11a, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu sem samþykkt var 1991 í mhl. 02 aftur í íbúð eins og var frá upphafi í kjallara íbúðarhúss á lóð nr. 11 við Álfheima. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

3. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN046872 Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á vinnustöðvum á annarri og þriðju hæð, skipta um klæðningu utanhúss og byggja varaaflstöð fyrir utan kjallara, mhl. 02, banka á lóð nr. 18 við Borgartún. Stærðir mhl. 02: 17,1 ferm., 50,4 rúmm. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Borgartún 21 - 21A (01.218.001) 102771 Mál nr. BN046909 Landfestar ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík Kaffiveröld ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi veitingahúss í notkunarflokki II, koma fyrir verönd á suðurhlið, fækka bílastæðum á lóð um þrjú og breyta aðkomu að húsinu nr. 21A á lóðinni nr. 21-21A við Borgartún. Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 8. október 2013 fylgir erindinu. Á verönd eru sýnd sjö borð með sætum fyrir 22 gesti. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Allur frágangur á svæði útiveitinga er á ábyrgð umsækjanda og ber honum að sjá til þess að allt rusl sé þrifið jafnóðum og fjarlægt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN047035 Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að skipta um glugga og hurðir, stækka opnanleg fög og setja glugga í þau bil sem eru með tréklæðningu í húsinu nr. 2-6 við Jökulgrunn á lóð nr. 13 við Brúnaveg. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bæjarflöt 2 (02.575.201) 179490 Mál nr. BN047020 Búr ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að koma fyrir kartöflugeymsluklefa á 1. hæð í bilum G-I/1-3 í húsi á lóð nr. 2 við Bæjarflöt. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

7. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN046796 Marteinn Einarsson, Hrísmóar 10, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými 0305 í vinnustofu listamanns með búsetumöguleika fyrir einstakling eða par sbr. fyrirspurn BN046386 og byggja svalir á suðausturhlið húss á lóð nr. 23 við Dugguvog. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014. Meðfylgjandi eru samþykktir meðeigenda. Gjald kr. 9.000 Synjað. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

8. Eyjarslóð - uppsátur Mál nr. BN045997 Bátavör ehf., Pósthólf 228, 172 Seltjarnarnes Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir bátaskýli sem byggt er úr fjórum 40 feta gámum og einum 20 feta gámi og staðsett á uppsátri við Eyjarslóð á svæði Faxaflóahafna við Eyjarslóð. Samþykki f.h. Faxaflóahafna dags. 13. maí 2013 fylgir erindinu. Stærð Bátaskýlis: 211,8 ferm., 863,7 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Fiskislóð 43 (01.086.603) 209699 Mál nr. BN046997 Miðfell ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofubyggingu sbr. erindi BN045264 í gististað í flokki III, gistiheimili, í húsi á lóð nr. 43 við Fiskislóð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014. Gjald kr. 9.000

Synjað.Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

10. Freyjubrunnur 29 (02.695.503) 205733 Mál nr. BN046981 Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta klæðningu þaks úr bárujárni í þakpappa, sjá erindi BN034756, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Freyjubrunn. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN047036 Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að fjarlægja slöngukrana í sorpgeymslu og koma fyrir léttu handriði á stoðvegg við húsið á lóðinni nr. 1 við Friggjarbrunn sbr. BN037145. Samþykki frá meðeigenda dags. 9 jan. 2014 fylgir. Gjald kr. 9.500 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Friggjarbrunnur 55-57 (02.693.105) 205838 Mál nr. BN047030 RED I hf., Ármúla 20, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða staðsteypt fjölbýlishús með 51 leiguíbúð og bílakjallara fyrir 57 bíla á lóð nr. 55-57 við Friggjarbrunn. Stærð: Kjallari 2.140,6 ferm. (þ.a. bílageymsla 1.430,1 ferm.), 1. hæð 1.275,9 ferm., 2. og 3. hæð 1.270,3 ferm., 4. hæð 961 ferm., og 5. hæð 639,2 ferm. Samtals 7.557,3 ferm., 23.654,9 rúmm. B-rými, svalagangar 286,6 ferm., B-rými, svalir og pallar 406,8 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN047031 Ostabúrið ehf, Barónsstíg 24, 101 Reykjavík Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta ostabúð í verbúð nr. 35 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð. Meðfylgjandi er samþykki Faxaflóahafna í tölvupósti dags. 10.1. 2014. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN047021 Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042601 þannig að innra skipulag fyrstu hæðar og brunatáknum við lyftuhurð er breytt í húsinu á lóðinni nr. 8 við Guðrúnartún. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

15. Hagamelur 39-45 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN046979 Sveinn Margeirsson, Hagamelur 45, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta afmörkun eignarhluta á fimmtu hæð húss nr. 45 (matshl. 04) á lóðinni nr. 39-45 við Hagamel. Yfirlýsing gjaldkera húsfélags dags. 6. janúar 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hraunbær 123 (04.340.102) 189576 Mál nr. BN047003 Bandalag íslenskra skáta, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík Skátasamband Reykjavíkur, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir breyttri skráningu vegna gerðar nýs eignaskiptasamnings og jafnframt er sótt um leyfi til þess að koma fyrir nýjum vegg með hurð innandyra á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 123 við Hraunbæ. Samþykki skátasambands Reykjavíkur og Bandalags Íslenskra skáta fylgja Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN047033 Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta fiskverslun í rými 0002 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

18. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046941 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046249 þannig að komið er fyrir um 5m háum stuðlabergssúlum í 10cm djúpri tjörn við innkeyrslu og setja á þær merki fyrirtækjanna sem eru með aðsetur á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2014. Gjald kr. 9.000 Frestað. Milli funda.

19. Klambratún - Miklabraut Mál nr. BN047007 Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja upp spjald á Klambratúni við Miklubraut á stand sem þar hefur verið í mörg ár til að kynna sýningu sem hefst í byrjun febrúar á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN047034 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að skipta verslunareiningu 102 upp í tvær einingar, 102 og 102-1, á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN046988 Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík Sótt er um samþykki á þegar breyttu fyrirkomulagi sem felst í því að rennihurðum er breytt í flekahurðir og fyrirkomulagi tækja er breytt í eldhúsi og á baði, sbr. erindi BN043111, í íbúð 1119 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 65-67 við Kristnibraut. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Njálsgata 25 (01.190.037) 102374 Mál nr. BN047019 Sigríður Dagbjartsdóttir, Njálsgata 25, 101 Reykjavík Auður Alfífa Ketilsdóttir, Njálsgata 25, 101 Reykjavík Heiðar Sigurðsson, Gnoðarvogur 76, 104 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi þar sem m.a. er gerð grein fyrir áður gerðri séreign í kjallara þríbýlishúss á lóð nr. 25 við Njálsgötu. Erindi fylgir þinglýst afsal dags. 30. nóvember 1990. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN046954 Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, færa hringstiga að kjallara, bæta við flóttaleið á vesturhlið og koma fyrir klæddum kæliröftum á suðurhlið annarrar hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Ofanleiti. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Skógarsel 12 (04.918.001) 112546 Mál nr. BN047023 Íþróttafélag Reykjavíkur, Skógarseli 12, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til endurbóta á brunavörnum, sem felast í að gerð er ný flóttaleið frá kjallara um nýja hurð þar sem gluggi er síkkaður, á 1. hæð er sett hurð á lyftu, á 2. hæð er settur stigi af svölum og niður í félagsheimili og íþróttahúsi ÍR á lóð nr. 12 við Skógarsel. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.1. 2014. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Spöngin 21 (00.000.000) 177193 Mál nr. BN047022 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Kornið ehf., Hjallabrekku 2, 200 Kópavogur Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I fyrir 15 gesti í rými 0106 í tengslum við starfsemi bakarís í rými 0105 í matshluta 03 á lóðinni nr. 21 við Spöngina. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda Heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

26. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN046946 Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til færa inngang mhl. 04 og innrétta íbúð þar sem áður var inngangur og sorpgeymsla ásamt því að innrétta lokaðar geymslur í bílakjallara fjölbýlishúss, sjá erindi BN045197, á lóð nr. 2-4 við Stakkholt. Breyttar stærðir: Mhl.01 3.803,3 ferm., Mhl.02 4.398,3 ferm., Mhl.03 2.327,4 ferm., Mhl.04 3.855,1 ferm., Mhl.05 1.711,5 ferm., Mhl.06 2.306,1 ferm. Samtals 18.401,7 ferm., 14.598,4 rúmm. Stækkun 9 ferm., 372 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN046978 Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að fjölga gistirýmum á 2. og 3. hæð í Templarasundi 3 og breyta fyrirkomulagi í þakíbúð á Kirkjutorgi 4 sbr. erindi BN045698 í húsi á lóð nr. 4 við Kirkjutorg og nr. 3 við Templarasund. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.1. 2014 og annað frá eiganda/rekstraraðila dags. 8.1. 2014. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Þinglýsa skal eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Vatnsstígur 10B (01.152.502) 101075 Mál nr. BN047032 Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á norðurhlið, fjölga íbúðum úr einni í tvær og innrétta skammtímaleiguíbúðir í húsinu nr. 10B við Vatnsstíg. Jafnframt er erindi BN046776 dregið til baka. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Vatnsstígur 8 (01.152.501) 101074 Mál nr. BN047029 Vatnsstígur 8 ehf., Logafold 102, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að innrétta skammtímaleiguíbúð í einbýlishúsi á lóðinni nr. 8 við Vatnsstíg. Jafnframt er erindi BN046803 dregið til baka. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN047001 Kristján Guðmundsson, Flókagata 57, 105 Reykjavík RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta gistiskála fyrir 24 gesti í tvær gistiíbúðir á 1. hæð gistihúss á lóð nr. 7 við Veghúsastíg. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Ystasel 3 (04.930.402) 112832 Mál nr. BN047004 Jón Haukur Guðlaugsson, Ystasel 3, 109 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir sólskála við suðausturhlið íbúðar 0201 og skipulagi þvottahúss er breytt með því að stækka húsið. Jafnframt er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum í húsinu á lóðinni nr. 3 við Ystasel. Samþykki eigenda Ystasels 1 dags. 7. jan. 2014 fylgir erindinu. Stækkun: mhl. 01 XX ferm., XX rúmm. mhl. 02 XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

32. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN047018 Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í flokki ?? á jarðhæð og í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 5 við Aðalstræti. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Bergstaðastræti 27 (01.184.414) 102074 Mál nr. BN046952 Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður Spurt er hvort ljúka megi byggingu fjölbýlishúss úr steinsteypu skv. samþykktum teikningum frá 1945, fyrsti áfangi er þegar byggður, á lóðinni nr. 27 við Bergstaðastræti. (Timburhús á lóðinni verði flutningshús og því fundinn staður í samráði við borgaryfirvöld). Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2014.

34. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN047017 Gunnar Már Sigfússon, Brekkuás 15, 221 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að innrétta hvalasafn, ásamt verslun og veitingarekstri í iðnaðarhúsi á lóð nr. 23-25 við Fiskislóð. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

35. Furugrund (00.044.008) 175989 Mál nr. BN046859 Anna Fríða Harðard. Jahnke, Eyjabakki 26, 109 Reykjavík Spurt er hvort byggja megi 50-60 ferm. smáhús til viðbótar 125 ferm. einbýlishúsi og 80 ferm. bílskúr á 3.137 ferm. lóð með landnúmeri 175989 við Furugrund á Kjalarnesi. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2013. Ekki er gerða athugasemd við erindið en vísað til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2013.

36. Grensásvegur 16 (01.295.403) 103850 Mál nr. BN047028 Jón Grétar Ólafsson, Naustabryggja 2, 110 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að innrétta fyrirlestrarsal/veislusal í bakhúsi sunnan við skrifstofu- og verslunarhús á lóð nr. 16 við Grensásveg. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN046972 Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík Spurt er hvort endurbyggja megi þak og breyta í mansardþak eða þak með stærri kvistum á húsi á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er tölvupóstur arkitekts frá 19. desember 2013, bréf arkitekts dags. 17. desember 2013 og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2013. Frestað. Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

38. Hólavallagata 3 (01.161.006) 101187 Mál nr. BN047045 DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær Spurt er hvort krafist verði lyftu við innréttingu nýrrar íbúðar í rishæð og hvort innrétta megi hjóla- og vagnageymslu og geymslur íbúða í bílskúr fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu. Nei. Ekki verður krafist lyftu vegna íbúðar í risi en óheimilt er að breyta notkun bílskúrs.

39. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN046764 Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð á rishæð (4.h.) og koma fyrir lyftuturni að norðurhlið hússins nr. 57 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014. Jákvætt. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

40. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN046783 Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta aðkomu að fyrirhugaðri bílgeymslu í kjallara hússins nr. 61 við Hverfisgötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014 Jákvætt. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. janúar 2014.

41. Keilufell 22 (04.677.305) 112262 Mál nr. BN047002 Jóhann Úlfarsson, Keilufell 22, 111 Reykjavík Spurt er hvort veggur í risi sé berandi í einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Keilufell. Leita þarf umsagnar burðarvirkishönnuðar.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12.00.

Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir