Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 312

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 12. júní, kl. 9:00 var haldinn 312. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Björg Ósk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

 1. Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2024, liður . 8
  Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. USK23090027

 2. Fram fer kynning á stafrænni vegferð byggingarfulltrúa.
  Eyrún Ellý Valsdóttir, teymisstjóri, Kristín Björg I Sverrisdóttir, sérfræðingur og Halldóra Traustadóttir, skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050299

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Öll þjónusta byggingafulltrúa er orðin stafræn. Það eru stór tíðindi. Vegferðin hófst með stafrænni byggingagátt en mikill ávinningur og sparnaður hefur orðið af þeirri breytingu einni og sér en þar var um að ræða sparnað sem nemur 300 kg af pappír, akstur sem samsvarar 1,6 hring í kringum jörðina á ári en umsækjendur fóru að lágmarki sjö ferðir til að safna ýmsum undirskriftum eða skila inn eyðublöðum fyrir hverja einustu umsókn, yfir 20 milljón króna sparnað vegna prentunar og umsýslu og 10,4 tonn af koltvísýringi. Nú er búið að taka allar aðrar umsóknir og gera þær stafrænar, það er búið að uppfæra upplýsingar á vefnum, fyrirkomulag teikninga, uppfærsla á Mínum síðum og vinna með HMS við þróun nýrrar mannvirkjagáttar. Við þökkum kærlega vel unnin og skelegg störf en þessi mikla umbreyting hefur átt sér stað á tiltölulega skömmum tíma.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stafræn vegferð byggingarfulltrúa. Kynning fylgdi ekki útsendri dagskrá. Kynnt er verkefni sem unnið hefur verið frá í febrúar.. Vegferðin hefur verið frá 2022. Verkefni er framhaldsverkefni og hefur tengst Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)  í gegnum Hlöðuna. Áður var Bygg2 komið í gang en síðar undirritar Reykjavíkurborg yfirlýsingu um þátttöku í sameiginlegu verkefni um stafræn byggingarleyfi með HMS. Tengingin við HMS skiptir sköpum en hjá borginni er nú tvöfalt kerfi, Minar síður borgarinnar sjá um hluta en HMS sér um umsóknir um byggingarleyfi. Kannski er hægt að einfalda þetta enn meira og best væri ef HMS, ef bíðst síðar, taki meira yfir þessi verkefni umhverfis- og skipulagssviðs Mínar síður ætti vissulega að vera undir Stafrænu Ísland en ekki borginni því það myndi gagnast borgarbúum best, að hafa sem felst á einum stað.

  Fylgigögn

 3. Fram fer kynning á vinnu við forgangsröðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsáætlunar 2025

  Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri og Karl Eðvaldsson, deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Lögð fram í trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins dags. 12. júní 2024.

  -    Kl. 09:55 tekur Guðmundur Benedikt Friðriksson sæti á fundinum. USK24060089

 4. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs USK24060089

  Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri og Karl Eðvaldsson, deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 5. Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað Umhverfis- og skipulagssviðs í janúar, febrúar og mars 2024. USK24060089

  Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri og Karl Eðvaldsson, deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Ferðakostnaður fyrstu þrjá mánuði ársins  er 1.148.147 kr. Stærstu ferðamánuðirnir eru eftir, má vænta mun hærri kostnaðar fyrir þá? Ef rétt er munað var það eitt af markmiðum umhverfis- og skipulagsráðs að draga úr ferðakostnaði vegna fjárhagserfiðleika.

 6. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2024. USK23010150

  Fylgigögn

 7. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Leiguíbúða ehf., dags. 13. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 35 við Laugaveg og nr. 4 við Vatnsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna Vatnsstígur 4, Laugavegur 33 og 35 og hluta lóðarinnar Laugavegur 37 í þeim tilgangi að samnýta bílakjallara, gera tengingar milli húsa mögulegar og einfalda eignaskipti og útgáfu rekstrar- og starfsleyfa. Að Vatnsstíg 4 er þakformi syðri hluta hússins breytt þannig að neðri rishæð verður með innhallandi útveggjum og efri rishæð verður inndregin með samfelldum þaksvölum meðfram suður- og vesturhlið. Í breytingunni sem lögð er til fyrir Laugaveg 35 felst að útveggur efstu hæðar nýbyggingar til vesturs þarf ekki að vera innhallandi, heimild fyrir lyftuhúsi er aftur sett inn og má það ná allt að 4,6 metrum upp fyrir endanlegt yfirborð þakverandar, heimilt verður að byggja stigahús fast upp við lyftuhús og skulu útveggir þess aðrir en þeir sem snúa upp að lyftuhúsinu, vera sem mest úr gleri og skal þak stigahúss halla frá lyftuhúsi og ekki vera hærra en nauðsyn krefur, heimilt verður að byggja upp í skot á milli nýbyggingar og gamla timburhússins og nær heimildin eingöngu til verslunarhæðar timburhússins, á efri hæðum verða svalir, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 14. mars 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. nóvember 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. apríl 2024 til og með 28. maí 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Danfríður Kristín Árnadóttir og Halldór Ólafsson, dags. 23. maí 2024, og Heba Hertervig og Sigurður Jónsson, dags. 25. maí 2024. Jafnframt er lagt fram bréf Hebu Hertervig og Sigurðar Jónssonar, dags. 3. júní 2024, þar sem fallið er frá áður gerðum athugasemdum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

  Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Sigríður Maack sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK23070137

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

   Gerðar eru athugasemdir við að bygging lyftu-og stigahúss hafi hafist án byggingarheimilda og að tilkoma þess hafi neikvæð áhrif á birtuskilyrði íbúðar 0201 að Hverfisgötu 52. Í svari umhverfis- og skipulagssviðs segir að þessi athugasemd sé réttmæt því bygging lyftu- og stigahúss hafi hafist áður en byggingarheimild lá fyrir. Viðbrögð við þessum mistökum sé í ferli hjá byggingarfulltrúa. Gerð er einnig athugasemd við slæm birtuskilyrði. Því er svarað þannig af umhverfis- og skipulagssviði að þau séu lítil sem engin þar sem einungis gangsvæði íbúðar hefur glugga í þá átt. Fyrra atriðið hlýtur að vera stór mál. Hafist var handa við byggingu stigahúss án heimildar. Illa hefur verið staðið að þessum breytingum, en sennilega er lítið hægt að gera eins og komið er, eða hvað?

  Fylgigögn

 8. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 24, 26 og 28 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað, samkvæmt uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 23. nóvember 2023.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 10:46 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi
  -    Kl. 10:46 tekur Helgi Áss Grétarsson sæti á fundinum USK23020357

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Loks er verið að klára samfelldan göngu- og hjólastíg eftir Skógarhlíð með tilfærslu bílastæða eftir að hafa náð samkomulagi við lóðarhafa. Þetta er mikilvægt og gott mál í þágu umferðar gangandi og hjólandi.

  Fylgigögn

 9. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 19. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024 og 18. maí 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024 og 16. maí 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024, Friðgeir Torfi Gróu Ásgeirsson, dags. 28. febrúar 2024, Anna Rósa Ásgeirsdóttir, 18. mars 2024, Áskell Jónsson, dags. 19. mars 2024, Stefán S. Guðjónsson, dags. 19. mars 2024, íbúaráð Vesturbæjar, dags. 19. mars 2024 og Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, dags. 30. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.

  Samþykkt Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050255

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Um er að ræða breytingar á íbúðahúsi við Sólvallagötu en þar mun fjölskylda sendiherra búa sér heimili. Það er ekki háð samþykki skipulagsyfirvalda hvar sendiherrar búa en um er að ræða íbúðahús í íbúðabyggð. Á vinnslustigi málsins var fallið frá uppbyggingu vaktskýlis sem mætti mikilli andstöðu nágranna. Þarna verða ekki vopnaðir verðir eins og sendiherra hefur upplýst um. Þær breytingar sem verið er að gera hafa verið metnar alveg óháð forréttindum sendierindreka heldur verið metnar út frá þeim breytingum sem talið er eðlilegt að gera út frá faglegum skipulagssjónarmiðum. Jafnræðisreglan hefur verið í hávegum höfð og hefur verið farið með umsóknina eins og almenna umsókn óháð umsækjanda. Stefna aðalskipulagsins um hverfisvernd á þessu svæði hefur verið höfð að leiðarljósi. Passað er upp á að öll ásýnd samrýmist umhverfinu og tíðaranda hússins vel og sömuleiðis er verið að bæta við gróðri á lóðinni. Grenndarkynning var framlengd í tvígang til að tryggja að öll sem vildu gætu skilað sínum athugasemdum og upplýsingagjöf hefur í raun umfram það sem gengur og gerist í svona málum. Góð og opin samskipti hafa verið viðhöfð við starfsfólk sendiráðs Bandaríkjanna og hafa þau brugðist vel við ábendingum skipulagsfulltrúa.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
  Hér er verið að breyta góðu og gömlu  íbúðarhúsi í víggirt sendiherrahús, þar sem íslensk lög gilda ekki einu sinni. Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við það og tekur Flokkur fólksins undir flestar. Spurning hvort það henti að gera slíka grunn breytingu á hverfinu. Starfsemi sem þessi á einfaldlega ekki heima í íbúðahverfi. Meðal athugasemda er að  “Málið uppfyllir ekki skilyrði skipulagslaga um málsmeðferð samkvæmt 1. ml. 1. mgr. 44. gr. laganna.  Kynningin uppfyllir ekki skilyrði 44. gr. skipulagslaga og 5. kafla skipulagsreglugerðar um þau gögn sem leggja ber fram við grenndarkynningu. Ætla má að þau byggingaráform sem kynnt eru séu hluti áformaðrar öryggisgæslu á lóðinni sem felst í viðvarandi mannaðri öryggisgæslu, sem vel kann að vera vopnuð. Sé sú ógn raunveruleg sem áformuðum öryggisráðstöfunum á lóð Sólvallagötu 14 er ætlað að verjast, þá verða lóðir og eftir atvikum heimili á aðliggjandi lóðum mögulegur vettvangur þeirra aðila sem ógna sendiherrabústaðnum, sem kallar á hættu og ógn yfir næstu nágranna og er óásættanlegt með öllu fyrir þá. Þetta er áhyggjuefni Þetta mál er í raun allt hið ótrúlegasta að áliti borgarfulltrúa Flokks fólksins.

  Fylgigögn

 10. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2024 USK22120096

  Fylgigögn

 11. Lögð fram skilagögn starfshóps um skipulag lóða fyrir hraðhleðslustöðvar.
  Lagt er til við ráðið að samþykkt verði að bjóða út lóð við Grjótháls skv. drögum að útboðsgögnum.

  Samþykkt með þeim breytingum að framkvæmdafrestur í  kafla 5.2., tl. 3, í drögum að útboðsgögnum verði styttur í 1 ár. Tl. 1 og 2 í sömu grein breytist til samræmis við það. USK22080132

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Skil starfshóps um skipulag lóða fyrir hraðhleðslustöðvar Starfshópnum var ætlað að undirbúa útboð, setja saman útboðsgögn. Starfshópurinn telur að bjóða eigi út lóðirnar með sem minnstum afskiptum af rekstri hraðhleðslustöðva sem settar verða upp, rekstraraðili meti þörf fyrir fleiri og öflugri stöðvar háð eftirspurn. Flokkur fólksins hefði nú talið að gott væri að að Reykjavíkurborg ætti þess kost að grípa inn í, hafa einhver  afskipti eftir atvikum  en ekki að sleppa þessu alveg lausu alla vega til að byrja með. Maður tryggir ekki eftir á.

   

  Fylgigögn

 12. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. dags. 7. maí 2024 og 4. júní 2024 ásamt fylgiskjölum. USK23010167

  Fylgigögn

 13. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 5. júní 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019

  Fylgigögn

 14. Frestað USK24010001

 15. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingu á gjaldsvæðum bílastæða Reykjavíkurborgar:
  1. Gjaldsvæði 1
  a. Sturlugata
  2. Gjaldsvæði 2
  a. Aragata
  b.    Egilsgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
  c.    Eiríksgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
  d.    Oddagata
  e.    Seljavegur
  f.    Sæmundargata
  g.    Vesturgata milli Ánanaustar og Stýrimannastígs

  Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

  Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um stækkun gjaldsvæða Bílastæðasjóðs verði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum viðkomandi gatna og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða Egilsgötu, Eiríksgötu, Aragötu, Oddagötu, Sturlugötu, Sæmundargötu, Seljaveg og Vesturgötu. Tillagan verði einnig kynnt fyrir viðkomandi íbúaráðum, íbúasamtökum, Stúdentaráði Háskóla Íslands og Nemendasambandi Tækniskólans.

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24040128

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það hefur verið rætt við Hallgrímskirkju, Tækniskólann, Háskóla Íslands og ákveðna rekstraraðila um þetta mál. Um stóran hluta breytinganna hefur verið rætt við íbúaráð og íbúasamtök. Fyrirspurnir um það hvenær gjaldskylda kemur hafa einnig borist ítrekað frá íbúum sem bíða margir spenntir eftir henni. Núverandi gjaldskylda snýst um bílastæðastýringu. Gjaldskylda á bílastæðum Reykjavíkur hefur þann tilgang að stýra eftirspurn eftir bílastæðum og styðja þannig við þjónustuaðila, gesti og íbúa. Gjaldskylda er sett á til að vernda og tryggja aðgengi þeirra sem eru á bíl að viðkomandi stöðum. Þetta er því fyrst og fremst þjónusta við fólk á bíl. Þessi breyting er í takt við gagnsæjar verklagsreglur og byggir á talningum.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa vonbrigðum sínum með afgreiðslu meirihlutans á eðlilegu samráði við íbúa Reykjavíkur en með efnislegri afgreiðslu málsins hefur meirihlutinn ákveðið að víkka út gjaldsvæði bílastæða á mörgum mikilvægum svæðum í vesturhluta Reykjavíkurborgar. Þessi tillaga um útvíkkun gjaldsvæðisins hins vegar ekki verið kynnt íbúum og öllum hagaðilum með fullnægjandi hætti. Það vekur furðu að meirihlutinn hafi hafnað þeirri málsmeðferðartillögu Sjálfstæðisflokksins að málið væri kynnt fyrst formlega svo að hlutaðeigandi, sem hagsmuni hafa að gæta, hefðu tök á að tjá sig um breytinguna. Þessi afgreiðsla sýnir lýðræðisást meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði. Þá ítreka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að reglur um íbúakort þurfa að breytast og verða aðgengilegri.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins hefur gagnrýnt það ófremdarástand sem ríkir í bílastæðamálum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæðaafnot og stækkað gjaldtökusvæði. Búið er að hækka gjaldskrár og lengja gjaldskyldutímann til kl. 21 alla daga vikunnar. Gjaldskylda er nú einnig á sunnudögum.  Frumskógur innheimtuleiða kemur illa niður á neytendum. Bílastæðum fækkar án þess að því sé mætt með bættum almenningssamgöngum.  Engin þörf er á að rukka fyrir bílastæði sem eru tóm um helgar, á kvöldin og á nóttunni. Tilgangurinn virðist sá einn að hafa fjármuni af bílaeigendum. Þessi fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á einkastæðum. Ekkert þak eða hámark er á upphæð bílastæðagjalda eða svokallaðar þjónustu-eða vanræksluinnheimtur. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti 1000 kr. á bílastæðum þar sem innheimt allan sólarhringinn alla daga ársins. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna neytenda varðandi mögulega óréttmæta viðskiptahætti. Fjölmargir bílaeigendur lenda í því að fá ranglega kröfu um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða voru ekki með rétt smáforrit. Þessi bílastæðagjöld eru algjör frumskógur fyrir neytendur.
   

  Fylgigögn

 16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 4. júní 2024 ásamt kæru nr. 57/2024, dags. 22. maí 2024  þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa veitingastaðnum SKOR Kolagötu 1 leyfi fyrir lengri opnunartíma. USK24060026

  Fylgigögn

 17. Í þessu máli var lagt fram Siglingarkort fyrir markvissa áætlun um að auka og efla þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefnum sem styrkt eru af utanaðkomandi aðilum, með áherslu á að veita Græna Planinu framgang.
  Málið fékk umfjöllun Forsætisnefndar í byrjun júní 2023 þar sem umboð Borgarþróunarteymis SBB fyrir þessari sókn var samþykkt.
  Formálinn að þessari beiðni um umboð er skipulögð vinna sérfræðinga í nokkur ár við að auka þátttöku Reykjavíkurborgar á þessum sviðum og þörf á að byggja upp sérhæft prógramm í þá veru með aðkomu ólíkra sviða og skrifstofa borgarinnar, og með straumlínulögun á allri verkumsýslu og fjársýslu þeirra verkefna sem hljóta styrki.  Vinna að þessari sókn gengur vel og hefur borgin hlotið styrki til að taka þátt í nokkrum stórum fullstyrktum samstarfsverkefnum, PaCE, SPARCS, IMPULSE, AMIGOS og GreeInCities.
  vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. MSS23050179

  Fylgigögn

 18. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 10. liður fundargerðar 22. maí 2024.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK24050278

  Fylgigögn

 19. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. júní 2024.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deild náttúru og garða  í samvinnu við Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið, Dýraþjónustu Reykjavíkur USK24060044

  -    Kl. 12:28 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi

  Fylgigögn

 20. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að gangstétt við Ingólfsstræti, á kafla milli Hverfisgötu og Lindargötu, verði lagfærð og/eða endurnýjuð. Umrædd gangstétt er eydd, sprungin og ójöfn en þar er biðstöð hópferðabifreiða, sem er fjölsótt af ferðamönnum.

  Frestað USK24060159

 21. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Strandvegar, Rimaflatar og Gufunesvegar. Skoðað verði hvort hringtorg á umræddum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.

  Frestað USK24060158

 22. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Efstaland, Gautland, Hörðaland, Kelduland, Markland og Seljaland. Víða við umræddar götur eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar.

  Frestað USK24060157

 23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Flokkur fólksins óskar eftir að farið verði betur í saumana á breytingum á deiliskipulagi við Arnarbakka og að athugasemdir sem berast í gáttina verði fyrir alvöru skoðaðar. Flokkur fólksins hefur heyrt áhyggjuraddir fólks í Breiðholti sem lúta að þessum breytingum  við Arnarbakka (Þar sem Breiðholtskjör var áður). Opið er fyrir athugasemdir i samráðsgátt til 19. júlí. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/711 Greinargerð fylgir tillögunni

  Frestað USK24060169

  Fylgigögn

 24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

  Flokkur fólksins leggur til að reglur um og viðmið vegna gæludýra í Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rýmkaðar til muna. Lagt er til að almennt skal heimila gæludýr í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu  þar með talið í landsbyggðarvögnum. Eigandi gæludýrs ber sjálfur ábyrgð á mögulegum erfiðleikum með að ferðast með gæludýr á annatímum sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00 enda ber eigandi hag gæludýrs síns fyrir brjósti. Hér er átt við hunda, ketti, nagdýr, fugla, kanínur, froska, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Aðrar kvaðir sem finna má í núgildandi reglum skulu afnumdar enda reglur nú gamaldags og fornaldarlegar sem finnast ekki heldur í neinum borgum sem Reykjavík ber sig saman við.  Lagt er til að aðrar löngu úreltar reglur um gæludýr sem finna má í gildandi reglugerð skulu einnig aflagðar. Lagt er til að ekki skuli lengur vera skilyrði að sá sem ferðist með dýr þurfi fyrst að koma einn inn um framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins.  Þessi regla er auk þess ekki framkvæmanleg, hvernig á að gera þetta, skilja gæludýrið eftir á götunni á meðan greitt er? Lagt er einnig til að ekki skuli heldur vera lengur skilyrði að gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu öll vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út.  Þetta er vissulega skiljanleg regla ef um er að ræða  kyrkislöngu en þetta atriði á  auðvitað að vera mat hvers eiganda gæludýrs sem ætlar með dýrið í strætó. USK24060170

 25. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu 2023 var samþykkt breytingartillaga SBPC-11 - “Tillaga vegna afnáms niðurgreiðslna á bílastæðum Reykjavíkurborgar vegna bílastæða Bílastæðasjóðs í Ráðhúsi og Höfðatorgi.” Óskað er eftir upplýsingum um hvernig gengið hefur að innleiða umrædda tillögu á tíma sem liðinn er frá samþykkt hennar. Óskað er eftir upplýsingum um a) hve mörg stæði Reykjavíkurborg hafði á leigu á umræddum stöðum um áramót 1. janúar 2023 og 1. janúar 2024 og b) hversu margir starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu heimild til að leggja endurgjaldslaust í umrædd stæði 1. janúar 2023 og 1. janúar 2024. USK24060163

 26. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um meðalafgreiðslutíma erinda hjá byggingarfulltrúa. USK24060156

 27. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska upplýsinga um fasteignasafn Reykjavíkurborgar. Beðið er um sundurliðun eftir heimilisfangi fasteignar, fastanúmer og hvernig viðkomandi fasteign er nýtt. Einnig er beðið um fasteignir B-hluta fyrirtækja sem Reykjavíkurborg á að meirihluta en ekki byggðasamlaga. USK24060160

 28. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Hver var heildarkostnaðurinn, mældur á gildandi verðlagi, við kaup á eldri mannvirkjum á Kleppsvegi 150-152 og við byggingu leikskólans Brákarborgar? Verið er að spyrja um heildarkostnað, einnig við frágang á lóð. USK24060166

 29. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Hver var heildarkostnaðurinn, mældur á gildandi verðlagi, við kaup og uppsetningu á Ævintýraborgum við Nauthólsveg? Verið er að spyrja um heildarkostnað, einnig við frágang á lóð. USK24060165

Fundi slitið kl. 13:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Kjartan Magnússon Birkir Ingibjartsson

Helgi Áss Grétarsson Friðjón R. Friðjónsson

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 12. júní 2024