Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 301

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 13. mars, kl. 9:00 var haldinn 301. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á breytingum á fyrirkomulagi Vinnuskólans í Reykjavík.
    Einnig er lagt fram minnisblað um breytingar á Vinnuskóla Reykjavíkur.
    Þorvaldur Guðjónsson, skólastjóri vinnuskólans og Ásdís Ásbjörnsdóttir, mannauðsstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030123

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að hlúa að vinnuskólanum að öllu leyti launalega sem og öðrum málum sem tengjast vinnuskólanum. Laun ungmenna sem starfa í Vinnuskóla Reykjavíkur hafa verið langt undir því sem unglingar fá í öðrum sveitarfélögum fyrir sambærileg störf. Það er forkastanlegt að unglingum sé mismunað eftir því hvar þeir búa. Það þarf að tryggja  jafnræði í launum og að laun í Vinnuskólanum fylgi launaþróun í landinu. Vinnuskólinn þjónar mikilvægu hlutverki. Meginhlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggileg sumarstörf, fræðslu og tækifæri til að starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í borginni. Laun í Vinnuskólanum þurfa að vera vísitölutengd enda ekki annað sanngjarnt. Þótt verðbólga sé eitthvað að lækka  má ætla að langur tími sé í einhvern viðvarandi stöðugleika í efnahagslífinu. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á þekktum sprungusvæðum innan Reykjavíkur.
    Páll Einarsson frá Háskóla Íslands og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24010169

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi fyrir áhugavert erindi. Fulltrúa Flokks fólksins er brugðið að heyra og lesa um  hversu mikið hefur verið byggt á sprungum, á sprungum sem vel er vitað um. Svo virðist sem enn sé verið að byggja á hættusvæðum eftir því sem næst er komist. Fram hefur komið í fréttum að verið sé að byggja  á  þekktum sprungusvæðum í nýjum hverfum. Ber þar að nefna við Urriðakotsvatn, Elliðavatn, Norðlingaholt og við Rauðavatn.  Þetta er sérkennilegt því halda mætti að eftir allt sem á undan hefur gengið í eldgosamálum á Íslandi að búið sé að læra lexíuna. Það þarf að huga vel að hvar öruggt er að setja niður hús á okkar góða landi.

  3. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 1. mars 2024 þar sem samþykkt var að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Halldóru Hafsteinsdóttur. MSS22060046

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dags. 5. mars 2024. USK22120096

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 7. mars ásamt fylgigögnum USK24010019

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar um að Bergstaðastræti milli Skólavörðustígs og Laugavegar verði vistgata, sbr. 12. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. desember 2024. Einnig er lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 25. janúar 2024.
    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fram hafa komið óskir frá húseigendum og rekstraraðilum um að gera þennan hluta götunnar að göngugötu. Til þess þyrfti að lengja göngukaflann norður fyrir Laugaveg, breyta skipulagi og leita umsagna hjá hagaðilum á þeim kafla einnig. Við erum jákvæð fyrir því að farið verði í þá vinnu en teljum eðlilegt að gera götuna fyrst að vistgötu sem er hægt að gera strax næsta sumar.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2024 USK23010150

    Fylgigögn

  8. Lögð fram breyting á aðalskipulagi Einarsness 36. Lagt er til tillagan verði samþykkt án auglýsingar þar sem um óverulegar breytingar á gildandi aðalskipulagi er að ræða.
    Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða óverulegar breytingar á gildandi aðalskipulagi. Fulltrúi vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað í borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020304

    -    Kl. 10:42 víkur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir af fundi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi vegna Einarsness 36 enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu þeirra til málsins, sbr. umfjöllun og atkvæðagreiðslu á fundi ráðsins 5. október 2022

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2A. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af núverandi Ártúnshöfða til austurs, Elliðaám til vesturs og Stórhöfða (Borgarlínu) til suðurs. Til norðurs afmarkast deiliskipulagssvæðið út frá lóðamörkum sem afmarka lóð Sævarhöfða 12. Svæðið er um 5,48 ha að stærð og þar sem gert er  ráð fyrir íbúðum og blandaðri byggð ásamt tilheyrandi nærþjónustu. Heildarfjöldi íbúða á skipulagssvæðinu er 582.  Tillagan er lögð fram í samræmi við eftirfarandi gögnum skipulagsráðgjafa: ARKÍS arkitektar og LANDSLAG. Verkfræðiráðgjöf: VERKÍS. Almennri greinargerð fyrir svæði 2 (og svæði 1); Sértækri greinargerð fyrir byggingar og lóðir á svæði 2A; deiliskipulags-  og skýringaruppdrætti, dags. 6. mars 2024. Einnig er lögð fram Hönnunarhandbók fyrir opin svæði, inngarða og almenningsrými, dags. 4. júní 2021, unnin af Landslagi, samgöngumat Verkís, dags. júní 2021, Húsakönnun fyrir Ártúnshöfða svæði 1-4, dags. apríl 2021, hljóðvistarskýrsla Verkís, dags. maí 2021, umhverfisskýrsla Verkís, dags. maí 2021, og mengunarrannsókn Verkís, dags. maí 2020.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Guðbrandsson, frá Arkís arkitektum og Þráinn Hauksson, frá Landslagi og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010195

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að texta í kaflanum "Svalir" er breytt.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24030035

    Fylgigögn

  11. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. apríl 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í breytingunni sem lögð er til felst uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóðunum ásamt heimild til niðurrifs húsa að Holtsgötu 10 og Brekkustíg 16, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Axels Kaaber, dags. 24. mars 2023, br. 24. febrúar 2024. Einnig er lögð fram Fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 214, umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júní 2019 og 25. apríl 2022, og samgöngumati verkfræðistofunnar Eflu, dags. 16. ágúst 2022. Tillagan var auglýst frá 4. júlí 2023 til og með 15. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Fríða Jóhanna Ísberg, dags. 4. júlí 2023, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, dags. 7. júlí 2023, Árni Björn Helgason, dags. 10. júlí 2023, Guðjón Björn Haraldsson, dags. 12. júlí 2023, Kári Harðarson, dags. 12. júlí 2023, Bjarnheiður S. Bjarnadóttir, dags. 12. júlí 2023, Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir, dags. 12. júlí 2023, Áslaug Torfadóttir, dags. 12. júlí 2023, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 12. júlí 2023, Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir, dags. 13. júlí 2023, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, dags. 14. júlí 2023, Vilhjálmur Guðlaugsson, dags. 15. júlí 2023, Sigrún Laufey Baldvinsdóttir, dags. 26. júlí 2023, Anna Pratichi Gísladóttir, dags. 28. júlí 2023, Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 28. júlí 2023, Jónína Óskarsdóttir, dags. 29. júlí 2023, Þórunn Júlíusdóttir, dags. 29. júlí 2023, Eyjólfur Már Sigurðsson, dags. 7. ágúst 2023, Hallur Örn Jónsson, dags. 8. ágúst 2023, Una Margrét Jónsdóttir (2 póstar), dags. 8. ágúst 2023, Brynhildur Bergþórsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Jóda Elín V. Margrétardóttir, dags. 11. ágúst 2023, Þórir Hrafnsson, dags. 11. ágúst 2023, Elís Vilberg Árnason, dags. 12. ágúst 2023, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, dags. 12. ágúst 2023, Finnur Egilsson, dags. 12. ágúst 2023, Guðrún Erla Sigurðardóttir, dags. 14. ágúst 2023, Þorgeir J. Andrésson, dags. 14. ágúst 2023, Helgi Þorláksson, dags. 14. ágúst 2023, Gunnþóra Guðmundsdóttir, dags. 14. ágúst 2023, Arngunnur Árnadóttir, dags. 15. ágúst 2023, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Guðríður Lára Þrastardóttir f.h. 28. íbúa við Holtsgötu, Brekkustíg, Bræðraborgarstíg og Framnesveg, dags. 15. ágúst 2023, Þorbjörg Erna Mímisdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Kjartan Steinn Gunnarsson, dags. 15. ágúst 2023, Vala Thorsteinsson og Ingi Garðar Erlendsson, dags. 15. ágúst 2023, Pétur Marteinn U. Tómasson, dags. 15. ágúst 2023, Þorsteinn Geirharðsson, dags. 15. ágúst 2023 og Birgir Þ. Jóhannsson og Astrid Lelarge, dags. 15. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn Veitna, dags. 14. ágúst 2023 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. febrúar 2024. Lagt til að tillagan verði samþykkt.
    Frestað SN220212

  12. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs, skv. uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 23. nóvember 2023. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 24, 26 og 28 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað.
    Frestað USK23020357

  13. Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Plúsarkitekta að breytingu á hverfisskipulagi í Árbæ, hverfi 7.3. Selás, vegna lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð er stækkuð til norðurs. Á lóðarstækkun er komið fyrir 28 bílastæðum, þar af þremur fyrir hreyfihamlaða og á afstöðumynd eru nýbyggingar sýndar ásamt bílastæðum, uppfærðum byggingarreitum og gönguleiðum. Auk þess verður heimilt að setja svalir sem snúa í norðaustur og eru á 2. hæð og ofar 160 cm út fyrir byggingarreit. Í kjölfar athugasemda við áður auglýsta tillögu hefur fyrirhuguð innkeyrsla að lóðinni verið færð og fyrirkomulagi sorplausna breytt, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 29. nóvember 2023. Einnig er lögð fram lóðarmynd, dags. 5. desember 2023 og afstöðumynd, dags. 29. nóvember 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. desember 2023, um athugasemdir sem bárust vegna fyrri tillögu. Tillagan var endurauglýst frá 11. janúar 2024 til og með 22. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Ólafur S. Andrésson og Sigrún Helgadóttir, dags. 17. janúar 2024, Klara Njálsdóttir og Guðmundur Hermannsson, dags. 1. febrúar 2024, Hannes Ómar Sampsted, dags. 5. febrúar 2024, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, dags. 6. febrúar 2024, Hjálmar Ingvarsson og Hulda Jónsdóttir, dags. 6. febrúar 2024, Einar Örn Guðmundsson, dags. 9. febrúar 2024, Helga Guðjónsdóttir, dags. 11. febrúar 2024 og Edda Björk Karlsdóttir, dags. 20. febrúar 2024. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Ólafi Frey Þorsteinssyni, dags. 3. mars 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2024.
    Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Ævar Harðarson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020273

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reiturinn er hluti af Hverfisskipulagi Árbæjar sem fór í gegnum víðtækt samráð á sínum tíma. Hér stendur til að endurnýja hverfiskjarna, byggja 25 íbúðir og tryggja um leið að þjónusta á jarðhæð geti haldið sér. Komið var til móts við athugasemdir á fyrri stigum til dæmis með færslu innkeyrslu til að tryggja betur skólaleið barna og svo að leysa sorpið innan lóðar. Við teljum að hófleg fjölgun íbúða í þessu gróna og fallega svæði falli vel að umhverfinu og styrki grundvöll fyrir þjónustu í hverfinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í tveimur auglýsingarumferðum berast sambærilegar athugasemdir frá fólki og lúta þær að fjölda íbúða, byggingarmagn og aukna umferð. Lóðin þolir ekki þennan íbúðafjölda sem lagt er upp með (25 íbúðir) og  er þrengt að nágrönnum. Lýst er áhyggjum af því að Selásbraut þoli illa aukna umferð vegna íbúðafjölgunar á lóðinni. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir það.  Skipulagsfulltrúi hefur svör á reiðum höndum við öllum athugasemdum. Ein innkeyrsla er færð til að koma á móts við athugasemd/ábendingu en annað stendur óhaggað þar með uppbyggingu á lóð og fjölda bílastæða. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem þetta samráðsferli geti varla verið alvöru því nánast allt sem fólk bendir á að þurfi að laga nær ekki fram að ganga. Þannig er það í flestum sambærilegum málum.

    -    Kl. 11:30 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. október 2023 ásamt kæru nr. 125/2023, dags. 25. október 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2023 um að synja um byggingarleyfi fyrir rafrænu ljósaskilti á vegg hússins að Lágmúla nr. 6-8. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 28. nóvember 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. mars 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2023 um að synja um byggingarleyfi fyrir rafrænu ljósaskilti á vegg hússins að Lágmúla 6–8 og ákvörðunum hans frá 11. október s.á að sama skilti á vegg hússins verði fjarlægt og 6. nóvember s.á um álagningu dagsekta vegna skiltisins. Áfallnar dagsektir samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. nóvember 2023 vegna áðurgreinds skiltis falli niður til og með 6. mars 2024. USK23100338

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 5. desember 2023 ásamt kæru nr. 136/2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að kæranda sé gert að fjarlægja LED-skilti að stærð 580x580 sem er staðsett á SV-vegg hússins nr. 6-8 að Lágmúla. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 15. desember 2023, ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. mars 2024. Úrskurður: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2023 um að synja um byggingarleyfi fyrir rafrænu ljósaskilti á vegg hússins að Lágmúla 6–8 og ákvörðunum hans frá 11. október s.á að sama skilti á vegg hússins verði fjarlægt og 6. nóvember s.á um álagningu dagsekta vegna skiltisins. Áfallnar dagsektir samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. nóvember 2023 vegna áðurgreinds skiltis falli niður til og með 6. mars 2024. USK23120023

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. desember 2023 ásamt kæru nr. 137/2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leggja á dagsektir kr. 150.000 fyrir hvern þann dag sem dregst að verða við kröfum um að fjarlægja skilti Ormsson að Lágmúla 6-8. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 15. desember 2023 ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 6. mars 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2023 um að synja um byggingarleyfi fyrir rafrænu ljósaskilti á vegg hússins að Lágmúla 6–8 og ákvörðunum hans frá 11. október s.á að sama skilti á vegg hússins verði fjarlægt og 6. nóvember s.á um álagningu dagsekta vegna skiltisins. Áfallnar dagsektir samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. nóvember 2023 vegna áðurgreinds skiltis falli niður til og með 6. mars 2024. USK23120025

    Fylgigögn

  17. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 29. febrúar 2024 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg. USK23070113

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu og endurnýjun göngustígs við Vesturberg sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 1. nóvember 2023. Einnig er lögð fram Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 21. febrúar.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23110013

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í lagfæringu og endurnýjun göngustígs austan megin við Vesturberg, framan við fjölbýlishúsin nr. 2 – 148. Umrædd gönguleið, sem er fjölfarin, er víða ójöfn og óslétt. Sums staðar á stígnum hafa myndast bungur og skorur, sem leiðir m.a. til þess að þar myndast stórir pollar og eftir aðstæðum svell í blautviðri.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um gangstéttir við Laugalæk sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. nóvember 2023. Einnig er lögð fram Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 23. febrúar.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23110189

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Laugalæk. Víða í götunni eru gangstéttir, eyddar, sprungnar og ójafnar. Á það m.a. við um fjölfarnar gangstéttir nálægt Laugalækjarskóla sem og gangstétt fyrir framan kaffihús og verslun á horni Laugalækjar og Laugarnesvegar.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu og/eða endurnýjun fjölfarinna gangstétta við Hofsvallagötu sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvemder 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 22.. febrúar 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23110191

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun fjölfarinna gangstétta við Hofsvallagötu sunnan Hringbrautar. Víða í götunni eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um endurgjaldslausa poka undir umframúrgang meðan tafir á sorphirðu standa yfir sbr. 11. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 31. janúar 2024. Einnig er lögð fram Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 15. febrúar 2024.
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri Grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24010351

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Líkt og fram kemur í umsögn hefur sorphirða Reykjavíkurborgar  hirt allt umframsorp sem íbúar hafa ekki komið í sorpílát sín eða á næstu grenndarstöð, þegar tafir hafa orðið á hirðu. Ef dreifa ætti pokum frítt þyrfti að ráðast í viðbótarkostnað og hækka sorphirðugjöld á alla íbúa, sem þykir ekki réttlætanlegt.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á gangbraut við Úlfarsbraut, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 24. nóvember 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri Grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23100150

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Úrbætur á lýsingu eru þegar á verkefnalista verktaka sbr. umsögn. Í samræmi við umsögn þykir ekki rétt að setja upp grind fyrir neðan tröppur enda væri um aðgengishindrun að ræða. Verkefnin í tillögunni eru því ýmist komin á dagskrá eða eru þess eðlis að ekki er mælt með að ráðist sé í þau og því þykir réttast að vísa tillögunni frá. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að úrbætur verði gerðar á gangbraut við Úlfarsbraut á móts við íþróttahús Fram. Sem fyrst þarf að bæta lýsingu með því að koma ljóslampa fyrir að nýju á staur sem þar er. Jafnframt þarf að setja hraðamælingarskilti upp að nýju. Einnig er æskilegt að setja upp grind fyrir neðan tröppur, sem liggja niður brekku og á milli húsa, að umræddri gangbraut og eru torséðar frá akbrautinni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun fjölfarinna gangstétta við Hofsvallagötu sunnan Hringbrautar. Víða í götunni eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lýsingu við battavellina við Ingunnarskóla og Sæmundarskóla í Grafarholti, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. mars 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. mars 2024.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri Grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23030223

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
    Þar sem þessu verkefni er þegar lokið er tillögunni vísað frá.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir að brugðist hafi verið jákvætt við tillögu þeirra um lýsingu við battavellina við Ingunnarskóla og Sæmundarskóla í Grafarholti. Tillagan var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði 15. marz 2023 en var tekin til afgreiðslu ári síðar, 13. marz 2024. Alvarleg athugasemd er gerð við að heilt ár skuli líða frá því að slík tillaga er lögð fram í ráðinu þar til hún er tekin til afgreiðslu. Augljóst er að slík stjórnsýsla er ekki til fyrirmyndar.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangstétt milli Hagasels og Seljaskóga, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 22. febrúar 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23110190

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka mikilvægi þess að ráðist verði í endurnýjun gangstéttar milli Hagasels og Seljaskóga. Um er að ræða fjölfarna gönguleið skólabarna og er gangstéttin eydd, sprungin og ójöfn. Umrædd gangstétt liggur að upphækkaðri og hellulagðri gangbraut við Seljaskóga, sem þarfnast einnig viðgerðar.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagfæringu á gangstéttum í Norðurhólum, Hólabergi og Hraunbergi, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 21. febrúar 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24010167

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framkvæmdir við Arnarnesveg, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. mars 2024. USK23110178

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði inn fyrirspurn í nóvember sl. um slysahættu í kringum framkvæmdir á Arnarnesveg og hvaða mótvægisaðgerðir eru til að tryggja öryggi í kringum svæðið. Auðvelt er að komast inn á svæðið. Í svari segir að Vegagerðin beri ábyrgð en verktakinn hefur fengið úthlutað afnotaleyfi frá borginni en í því segir að leyfishafi ber ábyrgð á að tryggja öryggi á svæðinu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst enn ósvarað hver hefur eftirlit með að öryggisvörnum sé fylgt í hvívetna? Hver fer á staðinn reglulega og kannar öryggismál? Borgin veitir afnotaleyfið og getur því varla fríað sig ábyrgð eða varpað henni alfarið á Vegagerðina.

    Fylgigögn

  27. Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024, liður 27.
    Rétt bókun er: Samþykkt að fella tillögu með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK23110322

  28. Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024, liður 18.
    Rétt bókun er: Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og
    Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til borgarráðs
    Vísað til borgarráðs. USK23100313

  29. Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024, liður 6.
    Rétt bókun er: Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til borgarráðs USK24020219

  30. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um úrbætur á og við gangbraut við Úlfarsbraut. Tillagan var fyrst lögð fram á fundi íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, sbr. 4. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarárdals dags. 18. október 2023 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. MSS23100170

    Fylgigögn

  31. Lögð fram að nýju tillaga íbúasamtaka Miðborgar og Hlíða um bannsvæði hópbifreiða í miðborginni, sbr. 1. liður fundargerðar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 13. desember 2023. Tillögunni var vísað til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS23120042

    Fylgigögn

  32. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upphituð biðskýli ásamt salernisaðstöðu á skiptistöð Strætó við Skúlagötu, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 6. mars 2024.
    Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og Fjármála og áhættustýringasviðs, eignaskrifstofu. USK24030076

  33. Lögð fram að nýju Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 6. mars 2024 um tillögu sem samþykkt var 11. október 2023 um sýningu fyrirhugaðrar uppbyggingar í Keldnalandi fyrir Grafarvogsbúa.
    Vísað til umsagnar Betri samgangna. USK24030075

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að næst bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Seljaveg 2, 101 Reykjavík, verði komið fyrir þremur sérmerktum 15 mínútna stæðum, sem ætluð verða viðskiptavinum sem sækja margvíslega þjónustu að Seljavegi og Mýrargötu.

    Frestað USK24030078

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld, umhverfis- og skipulagssvið setji viðgerðir og framkvæmdir á leikskólum í forgang. Greinargerð fylgir tillögu.

    Frestað. USK24030171

    Fylgigögn

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið beini því til verktakar sem standa að framkvæmd 3ja áfanga Arnarnesvegar að þeir fylgi reglum í hvívetna um vinnutíma ekki síst um helgar. Greinargerð fylgir tillögu. 

    Frestað USK24030173

    Fylgigögn

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um framvindu mála við löngu tímabærar umbætur á skiptistöðinni í Mjódd. Átta mánuðir eru nú síðan borgarráð samþykkti að auglýst yrði eftir rekstraraðilum að skiptistöðinni. Síðan virðist ekkert hafa gerst en sem fyrr er aðstaða farþega á skiptistöðinni óviðunandi og virðist fara versnandi. Í gær, 12. mars, voru tvö af þremur salernum stöðvarinnar lokuð, einungis salerni fatlaðra var opið. Verslunin var einnig lokuð. Húsbúnaður skiptistöðvarinnar samanstóð af nokkrum klappstólum og smáborðum. Sem fyrr leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á tafarlausar umbætur á skiptistöðinni, sem að lágmarki feli í sér eftirfarandi: 1. Kvöldopnun. Skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. 2. Umsjón með biðsalnum verði aukin og salernisþrifum komið í lag. 3. Sætum í biðsal verði fjölgað. 4. Biðsalurinn verði gerður hlýlegri, t.d. með uppsetningu listaverka. USK24030174

    -    Kl. 12:05 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 12:35

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. mars 2024