Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 298

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 14. febrúar, kl. 9:03 var haldinn 298. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 8. febrúar 2024. USK23010150

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 6. febrúar 2024. USK22120096

 3. Lögð fram fundargerð SORPU bs. dags. 6. febrúar 2024. USK23010167

  Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lið 4 í fundargerð SORPU:

  Sérsöfnun á matarleifum. Fram kemur að frá áramótum hefur SORPA dreift um 300.000 pokum á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum. Dreifing hefur gengið vel og spurn eftir pokum verið í samræmi við væntingar. Ekkert kemur fram um að fólk sé að hamstra poka. Hér má minna á tillögu Flokks fólksins um að beina því til stjórnar SORPU og þeirra sem annast sorphirðu í borginni að huga sérstaklega að eldra fólki og hreyfihömluðum, sem ekki geta nálgast poka fyrir lífrænan úrgang á endurvinnslustöðvum, Tillagan var  felld af meirihlutanum með mótatkvæðum allra atkvæðabærra minnihlutafulltrúa í borgarráði. Þessi skerðing á þjónustu getur haft slæmar afleiðingar fyrir marga eldri borgara, hreyfihamlaða og þau sem ekki aka bíl eða þau sem vilja lifa bíllausum lífstíl. Fulltrúi Flokks fólksins sér fyrir sér að þeir sem ekki geta nálgast pokana á SORPU fái tækifæri til að panta pokana heim til sín eða að sorphirðufólk geti afhent þeim nýja poka t.d. á sama tíma og sorphirða á sér stað. Þetta fyrirkomulag, þ.e. að sorphirðufólk afhendi pappírspoka með reglulegu millibili er viðhaft í öðrum löndum.
   

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á breytingum á söfnunarkerfi grenndargáma.

  Benedikt Traustason verkefnastjóri tekur sæti á fundi undir þessum lið.

  -    Kl. 9:07 tekur Aðalsteinn Haukur Sverrisson sæti á fundinum.
  -    Kl. 9:10 tekur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri sæti á fundinum. USK24010116

  Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir kynningu á breyttu grenndargámakerfi. Þeir lýsa yfir undrun sinni á því að eftir breytingu verður ekki hægt að losa sig við plast og pappa á öllum stöðvum, heldur einungis um helmingi þeirra. Óskað er eftir því að úr þessu verði bætt og Reykvíkingum gert kleift að losa sig við plast og pappa á öllum grenndarstöðvum. 
   

 5. Fram fer kynning á niðurstöðum hugmyndaleitar fyrir Leirtjörn vestur.

  Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220394

  Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar er færð í trúnaðarbók og verður aflétt þegar tilkynnt hefur verið um niðurstöðu hugmyndaleitar.

  Bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er færð í trúnaðarbók og verður aflétt þegar tilkynnt hefur verið um niðurstöðu hugmyndaleitar.
   

 6. Lögð fram umsókn Kjalarness ehf., dags. 30. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sætúns I á Kjalarnesi. í breytingunni sem lögð er til felst að hámarks hæð bygginga verði 12m frá gólfkóta 1. hæðar, nýtingarhlutfall verði aukið og tveimur innkeyrslum á lóð bætt við, auk þess verði heimilt að bæta við allt að þremur byggingum til viðbótar innan byggingarreits auk geymslukjallara, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf., dags. 30. nóvember 2023. Lagt er til að að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23120004
   

 7. Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu á lóð. í breytingunni sem lögð er til felst að fyrirkomulagi byggingarreits er breytt, bætt er við byggingarreit fyrir afgreiðslu auk þess sem byggingarreitur er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 6. júlí 2023, breytt 9. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 2. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir: Umhverfisstofnun, dags. 30. nóvember 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 14. nóvember 2023, Veitur 5. desember 2023 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 12. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. febrúar 2024. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2024.
  Vísað til borgarráðs.

  Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23070113
   

  Fylgigögn

 8. Lagt fram málskot Soffíu Halldórsdóttur, dags. 20. janúar 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 16. nóvember 2023 um að setja tvö timburhús og tvo bílskúra á lóð nr. 10 við Bústaðablett. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023, staðfest. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24010312

  Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:

  Um er að ræða óuppgert erfðafestuland sem liggur á opnu svæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Ef byggja ætti fleiri íbúðabyggingar á blettinum þyrfti að endurskoða ákvæði aðalskipulags og gera deiliskipulag fyrir reitinn, t.d. samhliða gerð deiliskipulags fyrir nálæg svæði. Jafnframt þyrfti þá að leysa úr allri óvissu og ágreiningi er varðar lóðarréttindi. Meðan sú óvissa er fyrir hendi er rétt að staðfesta synjun skipulagsfulltrúa.
   

  Fylgigögn

 9. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um umferð: 
  •    Að Gvendargeisli, frá Jónsgeisla að núverandi 30 km/klst. svæði hafi leyfilegan 40 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Jónsgeisli, 30 m næst Krosstorgi hafi leyfilegan 40 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Bugða milli Mánatorgs og Goðatorgs hafi leyfilegan 40 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Grænistekkur, frá Stekkjarbakka að núverandi 30 km/klst. svæði hafi leyfilegan 40 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Litlahlíð hafi leyfilegan 30 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Einarsnes hafi leyfilegan 30 km/klst. hámarkshraði 
  •    Að Hofsvallagata hafi leyfilegan 30 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Ægissíða hafi leyfilegan 30 km/klst. hámarkshraða 
  •    Að Nesvegur hafi leyfilegan 30 km/klst. hámarkshraða 
  Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
  Tillögunum er vísað til umsagnar viðeigandi íbúaráða. USK23010018

  Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:

  Tillögurnar eru að mestu í samræmi við hámarkshraðaáætlun sem fór í mikið samráð á sínum tíma. Við teljum samt æskilegt að fá umsögn viðeigandi íbúaráða. Þau geta hugsanlega bent á atriði sem betur mega fara. Eftir að hámarkshraðaáætlun er innleidd að fullu verður haft samband við öll íbúaráð sem geta þá metið hvort frekari breytinga sé þörf.
   

  Fylgigögn

 10. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um umferð: 
  •    Að Víðinesvegur hafi hámarkshraða 70 km/klst. austan tengingar að skotsvæði á Álfsnesi 
  •    Að Víðinesvegur hafi hámarkshraða 50 km/klst. vestan tengingar að skotsvæði á Álfsnesi 
  •    Að umferð um Víðinesveg frá iðnaðarsvæði á Álfsnesi (I2) víki fyrir umferð um Víðinesveg milli iðnaðarsvæðis iðnaðarsvæðis Álfsnesvík (I6) og Vesturlandsvegar með biðskyldu 
  •    Að umferð um Víðinesveg frá Víðinesvegi 30-33 víki fyrir umferð um Víðinesveg milli iðnaðarsvæðis iðnaðarsvæðis Álfsnesvík (I6) og Vesturlandsvegar með biðskyldu. 
  Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. og 3. mgr., 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK24010001

  Fylgigögn

 11. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 1. febrúar 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar, Örfirisey, vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. USK23100095

  Fylgigögn

 12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. febrúar 2024 ásamt kæru nr. 14/2024, dags. 4. febrúar 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að aðhafast ekkert og loka málinu er vegna kvartana kæranda til borgarinnar er varðar norðurhlið glugga Lálands 20. USK24020033

  Fylgigögn

 13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. nóvember 2023 ásamt kæru nr. 130/2023, dags. 16. nóvember 2023, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar 2024 ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. janúar 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúans í Reykjavík frá 8. febrúar 2024 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis, syðri hluta, vegna lóðar nr. 30 við Hraunteig. USK23110206

  Fylgigögn

 14. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að íbúar við Hlemm fái að nota bílastæði við enda lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin, sbr. 39 lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 31. janúar 2024.
  Tillögunni er vísað frá með vísan til umsagnar samgangna og borgarhönnunar, dags. 31. janúar 2024. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24010094

  Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:

  Tillögunni er vísað frá þar sem að Reykjavíkurborg hefur ekki þessi stæði til umráða.

  Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Tillaga fulltrúa Flokks fólksins gekk út á að íbúar við Hlemm fái að nota bílastæði við enda lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin utan vinnutíma t.d. frá 20 til 08 að morgni enda stæðu þau ella auð. Tillögunni er vísað frá á þeim rökum að bílastæðin sem um ræðir eru innan lóðar og hefur borgin ekki umráð yfir þessum stæðum. Fulltrúi Flokks fólksins myndi nú engu að síður halda að umhverfis- og skipulagssvið geti beitt sér eitthvað í þessu máli. Eins og fram kemur í greinargerð með tillögunni  þá var þetta áður leyft en nú hefur verið sett slá til að loka svæðinu. Eins er vitað að þarna er mikill hörgull á bílastæðum  og margir íbúar eru í stökustu vandræðum með að fá bílastæði fyrir bíla sína ekki síst yfir nótt. Ef hægt er að liðka fyrir íbúum með þessum hætti, ætti að sjálfsögðu að reyna að ræða við þá sem hafa umráð yfir þessum stæðum. 
   

  Fylgigögn

 15. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gatnamót Víkurvegar, Þúsaldar og Reynisvatnsvegar, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. febrúar 2024.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24020058

 16. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um smáhýsi, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. febrúar 2024.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24020059

 17. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 7. febrúar 2024 um áhrif áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri á fjárfesta.
  Fyrirspurninni er vísað frá þar sem ekki er á væri sviðsins að svara því sem þar er spurt um. USK24020056

  Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Flokkur fólksins lagði fram fyrirspurn um  áhrif á fjárfesta nú þegar flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni og er henni vísað frá. Það er sérstakt að vísa frá fyrirspurn. Óskað var upplýsinga um hvaða áhrif það er líklegt til að hafa á fjárfesta sem hyggjast byggja Nýja Skerjafjörð nú þegar vitað er að flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni. Flokki fólksins finnst þetta mikilvægt mál því það hlýtur að breyta öllu fyrir kaupendur og auðvitað eigendur eigna þarna í kring hvort þeir eigi eftir að þurfa að búa “ofan í flugvelli“ til framtíðar? Nú liggur fyrir að Reykjavíkurflugvöllur mun verða áfram á sínum stað næstu áratugi samkvæmt orðum samgönguráðherra, vegna óvissu um hvort Hvassahraun verði nokkurn tíma örugg staðsetning fyrir nýjan flugvöll vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. Fulltrúa Flokks fólksins fannst það aldrei góð hugmynd að skipuleggja nýja byggð þarna ofan í flugvellinum þegar það var fullkomlega  óljóst hvort flugvöllurinn færi nokkurn tímann úr Vatnsmýrinni.
   

 18. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 7. febrúar 2024 um Gufunes.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK24020066

 19. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 7. febrúar 2024 um Gufunesveg 34.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24020065

 20. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að ráðist verði í úrbætur á gangbrautum yfir Elliðabraut og Bugðu til móts við Björnslund. Björnslundur er fjölsóttur af íbúum Norðlingaholts, ekki síst börnum og unglingum. Ein deild leikskóla Rauðhóls er starfrækt í lundinum auk þess sem hann er skilgreindur sem grenndarskógur Norðlingaskóla. USK24020142

  Frestað.
   

 21. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um hvort skipulagsyfirvöld hafi haft samráð við rekstraraðila Mathallarinnar á Hlemmi um framkvæmdir sem þar eru í gangi og hvaða áhrif þær hefðu á viðskipti Mathallarinnar? Fulltrúi Flokks fólksins spyr auk þess um  áætlaðan kostnað og verklok vegna framkvæmda á Hlemmi og nágrenni? Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24020139
  -        Kl. 10:40 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
  -        Kl. 10:50 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
   

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:02

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. febrúar 2024