Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 25. október, kl. 9:05 var haldinn 286. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Líf Magneudóttir og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um loftslagsbókhald Reykjavíkurborgar 2022. Fram fer einnig kynning á Grænu bókhaldi Reykjavíkurborgar 2022 - loftslagsbókhald vegna reksturs borgarinnar.
- Kl. 9:17 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Hrönn Hrafnsdóttir og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100244
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu aðgengisbætandi aðgerða við Strætóbiðstöðvar.
Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið. USK23100163
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynning fylgdi ekki með þessu máli um aðgengisbætandi aðgerðir Strætó og hefur verið óskað eftir að málið verði lagt fram aftur á næsta fundi. Heildarfjöldi stöðva er 546 og eru 154 ekki komnar í áætlun. Fleiru náði fulltrúi Flokks fólksins ekki úr kynningunni að heitið geti og því mikilvægt að fá málið sett aftur á dagskrá til að Flokkur fólksins geti bókað um málið. Hér er um mikilvægt mál að ræða og fjölmargir hafa haft samband við Flokk fólksins vegna aðgengismála strætóstöðva
Fylgigögn
-
Fram fer kosning í götunafnanefnd. Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að Ásrún Kristjánsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé verði skipuð í götunafnanefnd.
Samþykkt. USK23090183 -
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 19. október 2023 USK23010150
Fylgigögn
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing Klasa og JVST, dags. í maí 2023 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Norður Mjóddar fyrir lóðirnar Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. Í vinnu vegna breytingar á deiliskipulagi verður áhersla á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyrir íbúðum, matvöruverslun, atvinnustarfsemi, dvalarsvæðum og samgönguinnviðum. Breytingin felst m.a. í því að breyta byggingarreitum, lóðarmörkum, hæð húsa og fjölbreyttri landnotkun frá því sem gildandi deiliskipulag frá 1999 heimilar. Ekki er um stækkun lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst. Lýsingin var kynnt frá 27. júlí 2023 til og með 31. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðmundur H. Einarsson, dags. 28. júlí 2023, Umhverfisstofnun, dags. 1. ágúst 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 11. ágúst 2023, Verkefnastofa Borgarlínu, dags. 15. ágúst 2023, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. ágúst 2023, Vegagerðin, dags. 17. ágúst 2023, Kópavogsbær, dags. 18. ágúst 2023, Veitur, dags. 18. ágúst 2023, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. ágúst 2023, Skipulagsstofnun, dags. 23. ágúst 2023, íbúaráð Breiðholts, dags. 31. ágúst 2023, Hildur Gunnarsdottir f.h. 116 íbúa og fasteignaeigenda í 63 fasteignum í Stekkjum, Bökkum og Selum, dags. 31. ágúst 2023, fjögur nöfn úr tveimur húsum bættust við undirskriftalistann, sbr. tölvupóst Hildar Gunnarsdóttur, dags. 7. september 2023, skipulagsdeild Strætó bs., dags. 31. ágúst 2023, Sigrún Valdimarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023 og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 4. september 2023.
Athugasemdir kynntar.Hrafnhildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220741
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gengið er svo langt í athugasemdum að íbúar telja að réttast væri að borgaryfirvöld dragi skipulagslýsinguna til baka og vinni nýja í samræmi við þegar samþykktar skipulagsáætlanir, gildandi skipulagslög og -reglugerð, með faglegum undirbúningi og lögbundnu samráði og komi þannig í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálfbærni og hag heildarinnar að leiðarljósi eins og segir í athugasemdum. Síðan kemur langur listi. Vel er hægt að taka undir margt svo sem að öll Mjóddin, M12, sé skipulögð sem ein heild og að Reykjavíkurborg sjái sjálf um skipulag Mjóddar í samræmi við lög. Frekari ábendingar eru að virða land landnotkun sem bæjarkjarna: miðstöð verslunar og þjónustu, atvinnu, menningar og afþreyingar en minna um íbúðir og að ekki verði farið í skipulagsgerð Mjóddar fyrr en lega fyrirhugaðrar Borgarlínustöðvar liggi fyrir. Síðast en ekki síst að haft sé alvöru samráð við okkur íbúa og fasteignaeigendur í næsta nágrenni.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Huldu Jónsdóttur, dags. 8. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grundagerðis 27-35 og Sogavegar 26-54 vegna lóðarinnar nr. 34 við Sogaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit og aukning á nýtingarhlutfalli lóðar þar sem gert er ráð fyrir að byggja geymslu og gestaherbergi í stað bílskúrs, vestan við núverandi byggingarreit. Auk þess að byggt verði við húsið austan megin (anddyri), í suðvestur krók (undir svölum) og á vesturhlið (sólstofa), samkvæmt uppdr. HJARK, dags. 28. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023. Lagt er til að umsókninni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2023.
Vísað til borgarráðs. USK23090102Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. október 2023, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun deiliskipulags Skúlagötusvæðis vegna nýs deiliskipulags Norðurstrandar svo ekki sé skörun á deiliskipulagsmörkum á milli deiliskipulagssvæða sbr. gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti VSÓ Ráðgjafar, dags. 29. september 2023. Breytingin nær aðeins til götusvæða og borgarlands. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. USK23100078Fylgigögn
-
Lögð fram forsendugreining skipulagsfulltrúa, dags. 15. október 2023, fyrir skipulag bensínafgreiðslulóða, en tilgangur greiningarinnar er að setja fram skipulagsviðmið fyrir þróun og uppbyggingu bensínafgreiðslulóða.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23010222Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessu máli má segja að áhyggjur okkar margra í minnihlutanum hafi raungerst. Eigendur þessara lóða, lóðarhafarnir fengu frítt spil, með hvað þeir vildu gera með þessar lóðir. Viðmiðin sem þeir fengu voru vel víðtæk allavega. Sumir lóðarhafar hafa selt þessar lóðir og aðrir vilja byggja þarna háar og miklar byggingar sem ekki falla inn í umhverfið eða er of mikið byggingarmagn á litlum bletti. Áður en farið var af stað hefði átt að setja lóðarhöfunum stífari skilyrði, setja þeim ramma til að spila innan. Nú stendur það til, hins vegar, breyta á notkun lóða. Þegar slíkt er gert eftir á má ætla að allar viðræður verði erfiðar. Eins og menn muna voru þetta afar umdeildir samningar, lóðarhafar fengu þessar lóðir á afslætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 17. október 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. október 2023 ásamt kæru nr. 122/2023, dags. 17. október 2023, þar sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík er kærður fyrir drátt á afgreiðslu máls kæranda fyrir nefndinni til fullnustu úrskurðar ÚUA frá 22. mars 2023 og varðar Gefjunarbrunn 12. USK22100132
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. júní 2023 ásamt kæru nr. 75/2023, dags. 25. júní 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur hinn 10. maí 2023 um synjun á byggingarleyfi fyrir Reynimel 55. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 28. júní 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. maí 2023 um synjun umsóknar um að rjúfa og fjarlægja hluta af steyptu grindverki á lóðarmörkum að Hofsvallagötu og gera tvö bílastæði fyrir parhús á lóð nr. 55 við Reynimel. USK23060341
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 95/2023, dags. 8. ágúst 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa hinn 11. júlí 2023 um útgáfu á nýju byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Urðarstíg 4. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 16. ágúst 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. júlí 2023 um að samþykkja leyfi fyrir viðbyggingu á suðurgafli hússins nr. 4 við Urðarstíg, Reykjavík. USK23070069
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um malbikun malarstígs við Strandveg og Gylfaflöt, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 6. september 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. október 2023.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar inn í vinnu við hjólreiðaáætlun 2021 - 2025. USK23090047Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 12. september 2023 þar sem vísað er til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs tillögu borgarstjóra dags. 5. september 2023. Fram fer einnig kynning vinnu starfshóps um haftengda upplifun og útivist.
Rebekka Guðmundsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22090017
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hugmyndir um haftengda upplifun eru sannarlega skemmtilegar og hægt er að hugsa sér skemmtun og gleði fyrir alla aldurshópa. Fulltrúi Flokks fólksins styður flest af þessu en væntir þess að við uppbyggingu verði ekki sífellt gripið til þess að landfylla. Sem dæmi yrði það dapurlegt ef setja ætti Parísarhjól á landfyllingu. Með landfyllingu er náttúruleg fjara eyðilögð. Það eru ekki margar fjörur eftir í borgarlandinu. Með landfyllingu þar sem til stendur að setja á afþreyingartæki mun verða að malbika stíga og gera gönguleiðir til að hafa aðgengi fyrir alla. Það segir sig sjálft að þetta gjörbreytir allri ásýnd á svæði sem áður var náttúruleg fjara. Mynd af landfyllingu við Klettagarða er sérlega óaðlaðandi og þar sést hvernig fara á með fjöru sem er full af lífríki. Flokkur fólksins minnir á bókun sína um erindisbréf starfshóps sem greina átti tækifæri til haftengdrar upplifunar og í því bréfi kvað við annan tón því. Þá kom fram vilji til að varðveita fjörur og sagt að „strandlengja Reykjavíkur er dýrmæt eign okkar allra, bætt aðgengi að henni hefur í för með sér meiri möguleika til haftengdrar upplifunar og útivistar.“ Við viljum varla að allt umhverfi okkar sé manngerður heimur?
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um einföldun reglna um íbúakort, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. ágúst 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2023.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs í vinnu við endurskoðun reglna um íbúakort. USK23080173Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir þessa tillögu um að reglur um íbúakort verði einfaldaðar og íbúakortsvæðum verði fækkað. Meðal breytinga er lagt til að leigjendur getir fengið íbúakort án þess að þurfa að ganga til húseiganda og biðja leyfis. Einnig er lagt er til að íbúar í námsmannaíbúðum geti fengið íbúakort. Hætt verði við fjöldatakmarkanir þannig að fleiri en eitt kort geti verið gefið út á hverja íbúð. Lagt er til að hægt verði að fá íbúakort þrátt fyrir að bílastæði sé á lóð umsækjanda. Allt er þetta góðar tillögur. Þetta flókna ferli og hvað íbúum gjaldskylds svæðis er gert erfitt fyrir að eiga bíl er einfaldlega ekki sanngjarnt. Fólki er mismunað eftir því í hvaða póstnúmeri það býr. Athuga ber að sumir íbúar svæðisins hafa búið þar í meira en hálfa öld.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg taki út kolefnisspor við framkvæmd Arnarnesvegar og Suðurlandsvegar, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. október 2023.
Tillagan er felld með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins gegn einu atkvæði fulltrúa Vinstri grænna. USK23050263Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Framkvæmdir við Arnarnesveg eru þegar hafnar og eru þær hluti af samgöngusáttmálanum sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Ef ráðast ætti í svona greiningu væri eðlilegra að það væri á forsendum þessa samkomulags og þá eitthvað sem þyrfti að komast á verkefnalista við uppfærslu hans frekar en að Reykjavík ráðist í hana einhliða.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er birt umsögn um tillögu um “að taka út kolefnisspor við framkvæmd Arnarnesvegar og Suðurlandsvegar.” Fram kemur að “vinna við útreikning kolefnisspors eins og hér er lagt til hefur ekki farið fram hjá umhverfis- og skipulagssviði og segir í svari að sviðið búi ekki yfir sérþekkingu sem þyrfti til þess. Sviðið hefur aukinheldur ekki fjárheimildir til að kaupa slíka vinnu af ráðgjafa sem hefði viðeigandi sérþekkingu. Að reikna út kolefnisspor við vegaframkvæmd sem þessa er vel gerlegt, en það er smáatriði miðað við röskun á lífríki, eyðileggingu útsýnissvæðis og hindrun á náttúrulífstengdri og umhverfisvænni starfsemi. Ekki er ljóst hversu mikillar sérþekkingar er þörf en á hjá borginni vinnur hópur sérfræðinga á sviði mengunar og loftlagsmála sem kannski mætti leita til.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gatnamót Suðurlandsbrautar og Reykjavegar, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 28. september 2023.
Samþykkt. USK23050262Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista fagnar því að tillaga um bætt umferðaröryggi hafi verið samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um langtímaveikindi á umhverfis- og skipulagssviði, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. júní 2023. Einnig er lagt fram svar mannauðsskrifstofu, dags. 11. september 2023. USK23060151
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði um langtímaveikindi á umhverfis- og skipulagssviði en langtímaveikindi hafa aukist mjög mikið á öllum sviðum borgarinnar. Fram kemur að ekki er haldið utan um eðli veikinda á sviðinu með skráningu og þar af leiðandi ekki haldið utan um hvort að veikindi séu vegna líkamlegra þátta eða andlegra. Það sem liggur fyrir í niðurstöðum könnunar er að algengasta ástæða veikinda var vegna stoðkerfis (23%) og næstalgengasta ástæðan var andleg veikindi (18%). Það er vont að vita ekki hvort álag í vinnu eða annað vinnutengt sé mögulega að valda eða framkalla veikindin. Athuga ber að það varð hástökk í langtímaveikindum frá árinu 2021 til 2022 en fyrra árið mældust þau 1,45 % en árið 2022 var hlutfallið komið upp í 2,53%. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta grafalvarlegt ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg gefur sig út fyrir að vera manneskjulegur vinnustaður sem hugar að velferð starfsmanna og flest svið eru með þjónustustefnu. Er hún bara orð á blaði?
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bíla- og hjólreiðastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2023. USK22100083
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um bíla- og hjólreiðastefnu Reykjavíkurborgar og hvernig hafi gengið að framfylgja henni. Svar berst nú ári seinna. Fulltrúi Flokks fólksins hafði áhuga á að vita hvernig þessi stefna virkar þar sem bílastæðum hefur fækkað verulega og hvort þau stæði sem til boða eru anni eftirspurn. Í svari er það viðurkennt að ekkert er í raun vitað um þetta. Það hefur greinilega ekki verið lagt mat á hvort að bílastæðin séu næg. Það er heldur ekki vitað hversu margir lóðarhafar hafa sett sér samgöngustefnu. Það væri vissulega fróðlegt að vita meira um þetta. Í bíla- og hjólastefnu Reykjavíkurborgar er miðað við 1 bílastæði á hverja 75m2 af skrifstofuhúsnæði. Líklega komast um 4 - 5 starfsmenn fyrir í slíku skrifstofuhúsnæði.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framgang hreinsunar- og öryggismála í Úlfarsárdal, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. október 2022. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. október 2023. USK22100014
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að svara fyrirspurn um framgang hreinsunar- og öryggismála í Úlfarsárdal en fyrirspurnin var lögð fram fyrir ári síðan. Spurt var, af gefnu tilefni, um hver staða umbóta er t.d. sem snúa að gangbrautum, merkingum og götulýsingu og öðrum öryggisatriðum sem er ábótavant í hverfinu. Í svari kemur fram að búið sé að fara í umbætur á göngustígum, sebrabrautum og götulýsingu. Fram kemur einnig að nýlega var farið í vettvangsferð og er viðurkennt að sú ferð leiddi í ljós að töluvert er um gáma og byggingarefni og byggingarúrgang á lóðum, sem þó tilheyra yfirstandandi framkvæmdum eða á lóðum sem engar framkvæmdir eru hafnar. Flokkur fólksins hefur einmitt bókað ítrekað um hvað þetta er bagalegt. Fjárfestar hafa keypt þessar lóðir fyrir löngu síðan en gera ekkert með þær. Þarna liggur drasl og úrgangsefni í hrúgum á og við lóðir. Að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er ekki talin þörf á að aðhafast að svo stöddu segir í svari. Flokkur fólksins furðar sig á því. Flokkur fólksins telur að það verður að setja sem skilyrði til lóðarhafa að fái þeir lóð skulu þeir byggja á henni innan tiltekins tíma.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tæmingu tunna, sbr. 13. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu umhverfisgæða, dags. 19. október 2023. USK23080098
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um tæmingu tunna en í sumar bárust margar kvartanir um að plast og pappírstunnur hafi ekki verið tæmdar í allt að sex vikur. Í svari kemur fram m.a. að ástæða þessa var vegna tafa á afhendingu nýrra hirðubíla. Þær upplýsingar komu reyndar fram mikið síðar. Fulltrúi Flokks fólksins skilur vel að verkefnið var flókið og kannski er aldrei hægt að undirbúa slíkt verkefni þannig að ekki verði á einhverjir hnökrar. Þegar á allt er litið fór reyndar ansi margt úr skorðum. Innleiðingin átti sér stað á miðju sumarleyfistíma sem sýnt var að myndu getað skapað vandræði.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur við göngu- og hjólastíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100144 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á göngu- og hjólastíg í Staðahverfi, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK23100147 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umsagnar samgöngustjóra við tillögu um úrbætur við Elliðabraut, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100153 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um borgarlínu, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins dregur fyrirspurnina til baka. USK23100051 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gjöld í bílastæðahúsum, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100054 -
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að ráðist verði í tafarlausar úrbætur á frárein af Reykjanesbraut inn á Álfabakka. Nú eru gatnamót fráreinarinnar við Álfabakka ruglingsleg og augljós slysagildra. Lagfæra þarf gatnamótin og bæta merkingar við þau. Einnig þarf að gera úrbætur á Álfabakka, milli umræddrar fráreinar og Árskóga. Meðal annars þarf að merkja miðlínu og fjarlægja merkingar, er gefa til kynna að þar sé um einstefnu að ræða, sem skapar einnig slysahættu.
Frestað. USK23100296
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir því að tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lagðar hafa verið fram á fyrri fundum en afgreiðslu frestað að ósk meirihluta ráðsins, verði lagðar fram sem fyrst til afgreiðslu. Samkvæmt 7. grein samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð er heimilt að taka mál til meðferðar á fundi þótt ekki sé það tilgreint á útsendri dagskrá en jafnframt er þá heimilt að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar, sé þess óskað. USK23100298
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Þann 22. ágúst var bílastæðum við Reynisvatnsveg í Grafarholti lokað. Stúdentar sem búa á svæðinu gátu fyrir það nýtt sér stæðin. Eftir lokun varð mikill skortur á þeim og hefur íbúum reynst erfitt að leggja við heimili sín. Stuttu eftir lokunina fór Bílastæðasjóður að sekta fólk fyrir að leggja ólöglega. Íbúar á svæðinu vita ekki hvers vegna ákveðið var að loka þessu bílaplani. Því er óskað eftir svörum um hvers vegna það var gert. Hver voru rökin fyrir því? Auk þess er óskað svara um verkferla Bílastæðasjóðs þegar kemur að eftirliti. Er það venja hjá Bílastæðasjóði að senda starfsfólk á svæði þar sem bílastæðum hefur fækkað, og vitað er að aukning á ólöglegum lagningum mun eiga sér stað? USK23100292
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hver er fjöldi strætóbiðstöðva í Reykjavík? Hve margar þeirra eru með biðskýli og hve margar eru án þeirra? Hversu mörg biðskýli eru rekin af öðrum aðila en Reykjavíkurborg? Hvaða aðila er þar um að ræða? Hver er fjöldi strætóbiðstöðva í Reykjavík? Hve margar þeirra eru með biðskýli og hve margar eru án þeirra? Hversu mörg biðskýli eru rekin af öðrum aðila en Reykjavíkurborg? Hvaða aðila er þar um að ræða? USK23100293
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Engin lágvöruverslun er til staðar í hverfi stúdenta við Háskóla Íslands. Hvað getur umhverfis- og skipulagssvið gert til að liðka fyrir, og auka líkur á því að lágvöruverslun opni á svæðinu? USK23100294
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
124 biðstöðvar munu detta út í nýju leiðaneti Strætó. Hvers vegna mun þeim fækka svona mikið? Var haft samráð við farþega og vagnstjóra þegar nýja leiðanetið var unnið? Mun það taka gildi árið 2025 eins og áætlað hefur verið? USK23100295
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvenær standi til að fara í frágang frá aðrein Reykjanesbrautar inn að Álfabakka. Fulltrúi Flokks fólksins er komin í lið þeirra sem spyrja sömu spurningar. Það eru miklar áhyggjur af því að skortur á frágangi frá aðrein Reykjanesbrautar inn að Álfabakka. Þetta hefur ítrekað verið nefnt af framkvæmdastjóra Garðheima. Garðheimar fluttu nýverið í nýtt húsnæði að Álfabakka 6 og samkvæmt áætlun átti að vera búið að ganga frá öllu í síðasta lagi í sumar. Það hefur ekki verið gert og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar til borgaryfirvalda hafa engin svör borist. Hornið á fráreininni frá Reykjanesbrautinni inn á Álfabakkann er sérstaklega hættulegt og “ það er betra að byrgja brunninn áður en barn fellur ofan í hann” Þarna verður að fara í að ljúka við frágang. USK23100285
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hvað er átt við með byggingarhæfar lóðir. Þýðir það að þær séu tilbúna til að byrja að byggja á. Fulltrúi Flokks fólksins hefur iðulega fengið þau svör að nóg sé til að byggingarhæfum lóðum í Reykjavík og er bent á vefsjá borgarinnar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þarna á meðal eru tugir lóða sem eru ekki “tilbúnar” að byggja á. Á sumum er ennþá rekstur í fullum gangi. T.d. 5 lóðir á Heklureit eru sagðar byggingarhæfar en þar er bílasala í fullum rekstri. Hvernig getur sá reitur þá talist byggingarhæfar lóðir? Aðrar lóðir sem sagðar eru byggingarhæfar er ekki hægt að framkvæma neitt á því þær eru einfaldlega ekki tilbúnar. þá eru heilu svæðin og reitirnir sem hanga saman við framkvæmdir stærri verkefna. Keldnaholtið bíður eftir samgöngum, borgarlínu til að hægt sé að byggja en af hverju er ekki að setja þangað strætósamgöngur svo hægt sé að flýta byggingu á Keldnaholti. Byggja þarf mikið af hagkvæmu húsnæði sem fyrst því ástandið á húsnæðismarkaði er grafalvarlegt. USK23100286
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um stöðu á úthlutuðum en óbyggðum lóðum í eldri hluta Úlfarsárdals árið 2023. Síðast var vitað um 30 sérbýlislóðir, allt lóðir sem Reykjavíkurborg bauð út árið 2006 og seldi hæstbjóðendum og fékk greitt fyrir þær fyrir 15-16 árum. Á þessum lóðum má víða sjá rusl og drasl og oft byggingarefni sem legið hefur á víð og dreif um lóðirnar og fokið um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Það sárvantar húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Þegar skipulagsyfirvöld veita byggingarleyfi eiga að fylgja því tímamörk sem umsækjandi hefur til að ljúka framkvæmdum. USK23100288
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hvort skipulagsyfirvöld hyggjast setja kvaðir á lóðarhafa að þeir skuli vera búnir að byggja á lóðinni innan ákveðins tímaramma? Ef horft er til Úlfarsársdalsins þá var síðast vitað um 30 sérbýlislóðir, allt lóðir sem Reykjavíkurborg bauð út árið 2006 og seldi hæstbjóðendum og fékk greitt fyrir þær fyrir 15-16 árum. Á þessum lóðum má víða sjá drasl og oft byggingarefni sem legið hefur á víð og dreif um lóðirnar og fokið um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Það sárvantar húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Útgefið leyfi ætti að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma. USK23100289
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Landsréttur hefur dæmt Sorpu til þess að greiða Íslenskum aðalverktökum rúmar 88 milljónir króna og staðfestir þar með bótakröfu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að svipaðri niðurstöðu. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig Sorpa ætlar að borga þetta? Hvar á að taka peningana? Útboðsmistök hafa aukist mjög í borgarkerfinu og einnig í B hluta fyrirtæki sem Sorpa tilheyrir. Fram kemur í dómi að skilmálarnir sem giltu um samningaferlið hefðu verið misvísandi og til þess fallnir að valda misskilningi um að hvaða marki þeim væri heimilt að víkja frá skilmálum samnings kaupanna með frávikum og undanþágum. Þannig var fyrirtækinu sem vann útboðið talið það heimilt en Íslenskum aðalverktökum ekki. Í ljósi óskýrleika skilmála útboðsins hafi fyrirtækin tvö ekki setið við sama borð. Af þeim sökum voru tilboðin ekki samanburðarhæf og byggð á mismunandi forsendum. USK23100291
-
Lögð er fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir umræðu um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og almenningssamgöngur á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þar sem sérstaklega verður talað um niðurstöður kannanna sem nú sýna að fleiri lýsa sig nú andvígir verkefninu? Niðurstöður sýna að fólk vill nú almenningssamgöngur núna sem hægt er að treysta á. Lífið er núna. Samkvæmt könnuninni er nú rúmur þriðjungur mótfallinn framkvæmdinni en við síðustu könnun, sem var gerð í febrúar 2021, var fjórðungur andvígur henni. USK23100290
Fundi slitið kl. 11:44
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Hildur Björnsdóttir Líf Magneudóttir
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023