Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 60

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, mánudaginn 12. júní, var haldinn 60. fundur Stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Fundurinn var haldinn í Tjarnabúð og hófst klukkan 14:00. Viðstödd voru Halldór Auðar Svansson, Eva H. Baldursdóttir, Björn Gíslason, Jón Ingi Gíslason, Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Gísli Garðarsson. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Arnar Jónsson, Arnar Pálsson, Ingibjörg Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Sandra Dröfn Gylfadóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á niðurstöðum vinnustofu um framtíð hverfisráða.

     

    Arnar Jónsson og Arnar Pálsson taka sæti undir þessum lið.   

     

    Umræða fer fram.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um næstu skref í opnun fjármála í samræmi við tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs til fjármálaskrifstofu um tímasetta áætlun vegna opinna fjármála sbr. 1. lið 52. fundar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að fram fari íbúakosninga í Reykjavík samhliða borgarstjórnarkosningum 2018, sbr. 5. lið fundargerðar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 23. janúar 2017, ásamt umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. apríl 2017:

     

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkir að leggja til við Borgarstjórn Reykjavíkur að fram fari íbúakosning í Reykjavík samhliða borgarstjórnarkosningum 2018. Stjórnkerfis- og lýðræðisráði verði falin undirbúningur og að leggja fram tillögur að spurningum sem lagðar yrðu fyrir borgarbúa í kosningunum.

     

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga stjórnkerfis- og lýðræðisráðs:

     

    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkir að ráðist verði í mat á kostnaði vegna rafrænnar íbúakosningar í samræmi við bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þannig að framkvæma megi slíka kosningu í aðdraganda næstu borgarstjórnarkosninga. Inni í því mati verði atriði sem bæði snúa að framkvæmd kosningar, en einnig kostnaður vegna undirbúnings kosningar, þar með talið vegna kynningar á því málefni eða málefnum sem kosið er um. Jafnframt verði settar saman leiðbeiningar um framkvæmd slíkrar kosningar, þar á meðal hvernig standa skuli að vali á því sem kjósa skal um og hvernig standa skuli að kynningu á þeim sjónarmiðum sem til grundvallar liggja.

     

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram samantekt upplýsinga um samninga Reykjavíkurborgar við íslenska ríkið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram ábending frá stjórn Íbúasamtaka Miðborgar vegna tillögu um að gera fjármál einstakra hverfa aðgengileg á netinu. Samþykkt að vísa erindinu til fjármálaskrifstofu.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning um menntun og þátttökulýðræði.

     

    Ingibjörg Stefánsdóttir tekur sæti undir þessum lið.

     

    Kl. 14.46 víkur Björn Gíslason sæti af fundinum.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram fundadagatal stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir 2017-2018.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan :