Stafrænt ráð - Fundur nr. 5

Stafrænt ráð

Ár 2022, miðvikudaginn 12. október, var haldinn 5. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Kristinn Jón Ólafsson, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Björn Gíslason, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þröstur Sigurðsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2023 ásamt drögum að greinargerð. Trúnaðarmál. ÞON22100025.

    -    kl 13:35 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

    Bókanir undir þessum lið voru færðar í trúnaðarbók stafræns ráðs.

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2022, um bókun aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks um rafræn skilríki og aðgengi sbr. 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 6. október 2022. MSS22090069.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.

    Silja Lind Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. ÞON20060041.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Mínum síðum. ÞON21100035.

    Erla Rós Gylfadóttir og Sigurður Fjalar Sigurðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á skipulagi og hugmyndafræði vefsins reykjavik.is. ÞON20060042.

    Ingunn Eyþórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á pólsk-íslenskum vélþýðingum á vef Reykjavíkurborgar. ÞON22100035.

    Ingunn Eyþórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer kynning á stafrænum verkefnum velferðarsviðs. ÞON20060042.

    Inga Pétursdóttir Jessen og Magnús Bergur Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:30

Kristinn Jón Ólafsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Björn Gíslason Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
5. Fundargerð Stafræns ráðs frá 12. október 2022.pdf