Stafrænt ráð - Fundur nr. 36

Stafrænt ráð

Ár 2024, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn 36. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:00. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Lena Mjöll Markusdóttir og Óskar J. Sandholt.

Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 21. janúar 2024, 15. febrúar 2024, 21. febrúar 2024 og 7. mars 2024. ÞON20060042.

  Eva Björk Björnsdóttir og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  - kl. 13:04 tekur Andrea Jóhanna Helgadóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram drög að umsögn stafræns ráðs um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar 2024-2026 um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum, dags. 22. apríl 2024. MSS23050179.

  Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stafrænt ráð samþykkir umsögnina um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar 2024-2026 um þátttöku í alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum með fyrirvara um styttingu á orðalagi og einföldun sem verður unnið milli funda. Sú niðurstaða verður svo framsend til forsætisnefndar.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. apríl 2024, ásamt fylgigögnum. MSS24040172.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. apríl 2024, ásamt fylgigögnum. MSS24040172.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf Cities Coalition for Digital Rights, dags. 11. apríl 2024, ásamt minnisblaði þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. apríl 2024, um Cities Coalition for Digital Rights. ÞON23030004.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:32

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Andrea Helgadóttir Björn Gíslason

Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Stafræns ráðs frá 24. apríl 2024