Skóla- og frístundaráð - og frístundaráð

112. fundur

Fræðsluráð

Ár 2000, mánudaginn 8. maí, kl. 12.00, hélt fræðsluráð Reykjavíkur fund á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og var þetta 112. fundur ráðsins. Fundinn sátu: Sigrún Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Auk þeirra sátu fundinn Guðrún Sturlaugsdóttir og Hannes K. Þorsteinsson frá Kennarafélagi Reykjavíkur og Óskar Ísfeld Sigurðsson, fulltrúi foreldra, og Erna M. Sveinbjarnardóttir frá Skólastjórafélagi Reykjavíkur. Einnig sátu fundinn Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs, Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs, Sjöfn Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður borgarlögmanns, og Steinunn Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð, sem ritaði fundargerð.

1. Lagt fram bréf fræðslustjóra, dags. 8. maí sl., um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa fræðsluráði, eitt mál.

2. Lögð fram tillaga fræðslustjóra, dags. 5. maí sl., að afgreiðslu erinda Björns Baldurssonar vegna sona hans í framhaldi af liðum merktum A.1. og A.2. í úrskurði af úrskurði menntamálaráðuneytisins frá 3. nóvember 1999.
Sjöfn Kristjánsdóttir gerði grein fyrir málinu.
Fræðsluráð samþykkir að hafna kröfum Björns Baldurssonar.

Sjöfn Kristjánsdóttir fór af fundi kl. 13.30.

3. Lagt fram álit fræðslustjóra, dags. 5. maí sl., vegna ráðningar í stöðu aðstoðarskólastjóra Rimaskóla, ásamt bréfi Helga Árnasonar, skólastjóra Rimaskóla, dags. 3. maí sl., um sama efni.
Samþykkt samhljóða að Hildur Harðardóttir verði ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra Rimaskóla.

4. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, með tillögu vinnuhóps fulltrúa móðurskóla og Fræðslumiðstöðvar um hlutverk móðurskóla.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, gerði grein fyrir tillögunni.
Fræðsluráð samþykkir að móðurskóli skuli:
1. Vera frumkvöðull á sínu sviði.
2. Gegna ráðgjafarhlutverki gagnvart öðrum skólum í Reykjavík, m.a. með því að halda fræðslufundi, taka á móti kennurum sem áhuga hafa á að kynna sér kennslu- eða starfshætti og með kynningum í öðrum skólum, sé þess óskað. Skólar skrái ráðgjöf sem veitt er og fleira sem tengist móðurskólaverkefninu.
3. Auglýsa með hvaða hætti hann hyggst sinna ráðgjafarhlutverki sínu.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt samhljóða.

Jóna Gróa Sigurðardóttir fór af fundi kl 13.20.

5. Lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. 3. maí sl., með tillögu úthlutunarnefndar Þróunarsjóðs grunnskóla Reykjavíkur, ásamt yfirliti yfir umsóknir úr sjóðnum.
Fræðsluráð samþykkir að styrkja eftirfarandi verkefni úr Þróunarsjóði grunnskóla:

Hildur Hafstað
Engjaskóli
Móðurskóli í foreldrasamstarfi
550.000
Ragnar Þorsteinsson
Breiðholtsskóli
Móðurskóli í foreldrasamstarfi
550.000
Svanhildur M.
Ólafsdóttir
Korpuskóli
Samkennsla og sveigjanlegt skólastarf í 5.-7. bekk
300.000
Þorsteinn Sæberg
Árbæjarskóli
Nýbreytni í stundaskrárgerð grunnskóla
300.000
Aðalheiður Halldórsdóttir
Melaskóli
Móðurskóli í náttúrufræðikennslu (2. ár)
900.000
Guðríður Arnardóttir
Hólabrekkuskóli
Móðurskóli í náttúrufræðikennslu (2. ár)
900.000
Signý Gísladóttir
Hagaskóli
Móðurskóli í náttúrufræðikennslu (2. ár)
900.000
Sigrún Helgadóttir
Ártúnsskóli
Móðurskóli í náttúrufræðikennslu (2. ár)
900.000
Kristjana M.
Kristjánsdóttir
Grandaskóli
Móðurskóli í tölvukennslu (3. ár)
900.000
Ragnar Gíslason
Foldaskóli
Móðurskóli í tölvukennslu (3. ár)
900.000
Hafsteinn Karlsson
Selásskóli
Móðurskóli í skólasafnskennslu (3. ár)
900.000
Þorsteinn Sæberg
Árbæjarskóli
Þróunarskóli í upplýsingatækni (2. ár)
1.000.000

Samþykkt samhljóða.
Formaður óskaði eftir að bókað væri að reynt yrði að leita leiða til að veita fjármagni í að halda áfram samvinnu Engjaskóla og Borgarholtsskóla um nám í málmsmíði fyrir grunnskólanemendur.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Fræðsluráð Reykjavíkur leggur til við borgarráð að stofnaður verði nýr grunnskóli fyrir 1.-10. bekk í Þúsaldarhverfi í Grafarholti við Maríubaug 1. Skólinn hefji störf í færanlegum kennslustofum haustið 2001.
Lagt er til að stofnaður verði hugmyndahópur margra aðila sem móti megintillögur um stefnu og starfsemi skólans. Í honum sitji m.a. skólafólk, foreldrar, íbúar hverfisins, og fulltrúar atvinnulífsins (verkalýðsfélaga og atvinnurekenda). Fræðslumiðstöð stýri þessari vinnu. Óskað er eftir að unnt verði að að semja við Bruce Jilk, arkitekt í Minnesóta í Bandaríkjunum, um ráðgjöf vegna þessa verkefnis.
Lagt er til að á vegum byggingadeildar borgarverkfræðings fari fram forval meðal aðila sem hafa rétt til að leggja aðaluppdrætti inn til samþykktar hjá bygginganefnd Reykjavíkur. Síðan fari fram hæfnisval. Valinn verði arkitekt til að hanna skólann í samvinnu við hugmyndahópinn.
Samþykkt samhljóða.

Erna Sveinbjarnardóttir fór af fundi kl. 13.25

7. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Lagt er til að börn úr Sóltúnshverfi gangi áfram í Laugarnesskóla næsta skólaár en ekki verði stofnað útibú frá skólanum í Sóltúnshverfi eins og áður hafði verið lagt til. Ástæðan er sú að allt bendir til þess að nemendaskráning fyrir næsta haust sé mun minni en áætlað hafði verið. Hins vegar má reikna með að skólahald hefjist í hverfinu haustið 2001.
Einnig lagt fram minnisblað forstöðumanns þróunarsviðs, dags. í dag, um stöðu innritunar í Laugarnesskóla 8. maí 2000.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Hannes Þorsteinsson fór af fundi kl. 13.55.

8. Byggingamál: Framvinda í viðhaldi og viðgerðum skólabygginga.
Sighvatur Arnarsson kom á fund og kynnti helstu byggingaframkvæmdir við grunnskóla Reykjavíkur á árinu 2000.

Guðrún Erla Geirsdóttir fór af fundi kl. 14.00.

9. Lagt fram bréf skólastjóra Hólabrekkuskóla, dags. 3. apríl sl., ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 23. mars sl., um niðurstöður skoðunar eftirlitsins.

Gerður G. Óskarsdóttir fór af fundi kl. 14.15.

10. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir að Fræðslumiðstöð aflaði upplýsinga um kannanir meðal foreldra sem kunna að hafa verið gerðar í öðrum sveitarfélögum.

Fundi slitið kl. 14.20

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Guðlaugur Þór Þórðarson