No translated content text
Skóla- og frístundaráð
MENNTARÁÐ
Ár 2010, 26. maí var haldinn 122. fundur menntaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins að Fríkirkjuvegi 1 í Reykjavík og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Felix Bergsson, Marta Guðjónsdóttir og Sigríður Pétursdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Eggertsson, áheyrnarfulltrúi F-lista og Hreiðar Sigtryggsson, áheyrnarfulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur. Jafnframt sátu fundinn Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri, Auður Árný Stefánsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Jón Ingi Einarsson.
Fundarritari var Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Birna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu fræðslustjóra, kynnti niðurstöður heildarmats í Austurbæjarskóla.
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra, dags. 17. maí sl. þar sem kynnt er áætlun heildarmats í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2010-2011.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð fagnar því að heildarmat á skólastarfi hefur farið fram í rúmlega helmingi grunnskóla borgarinnar. Fagfólk á Menntasviði sér um víðtækt mat sem er viðbót við árlegt sjálfsmat skólanna. Heildarmatið er mikilvægt fyrir skólana sjálfa því umbótaáætlanir eru gerðar í kjölfarið þar sem þurfa þykir með aðstoð fagfólks Menntasviðs sem svo sér um eftirfylgni. Ánægjulegt er að sjá að í þeim skólum sem metnir hafa verið eru 96#PR kennslustunda taldar vera viðunandi góðar eða frábærar.
2. Lagt fram minnisblað skólastjóra Fellaskóla, Kristínar Jóhannesdóttur, dags. 19. maí sl., um mat og umbætur í Fellaskóla. Kristín gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.
- Kl. 10.48 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 11.00 tók Þorgerður Diðriksdóttir sæti á fundinum.
3. Lagt fram minnisblað formanns starfshóps um nafngift á nýjan skóla í Úlfarsárdal, Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra, dags. 21. maí 2010 um tillögu að nafni á skólann.
Samþykkt tillaga hópsins að skólinn heiti Dalskóli.
- Kl. 11.30 tók Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 19. maí sl., þar sem vísað er til menntaráðs frá borgarstjórn tillögu um að hafið verði átak í því að efla fjarnám á grunnskólastigi með það m.a. að markmiði að auka val í efstu bekkjum grunnskólans og sveigjanleika í námi.
Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Á tímum mikils niðurskurðar telur fulltrúi VG það ekki vera forgangasmál að gera átak í að efla fjarnám í grunnskólum. Að sjálfsögðu verður að mæta þörfum allra nemenda s.s. vegna fötlunar, veikinda eða fjarlægðar frá skóla. Æskilegt er að auka fjölbreytni í skólastarfi í grunnskólum þannig að nemendur þjálfist í samskiptum og samvinnu við fjölbreytileg verkefni og njóti leiðsagnar og nærveru fullorðinna.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks líta svo á að tillagan feli ekki í sér aukinn kostnað heldur hagræði þegar til lengri tíma er litið. Fjarnámið mun auka val nemenda og sveigjanleika í námi auk þess sem það undirbýr nemendur fyrir þær kröfur sem gerðar eru í framhaldsskóla að nýta tæknina á fjölbreyttan hátt.
5. Lagt fram minnisblað, dags. 18. maí sl., frá fræðslustjóra um staðfestingu skóladagatala skólaárið 2010-2011.
Samþykkt.
- Kl. 11.45 vék Felix Bergsson af fundi.
6. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. apríl sl. þar sem borgarráð vísar til menntaráðs frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skýrslu um samræmd könnunarpróf í 4. 7. og 10. bekk 2009 þar sem er að finna upplýsingar um meðaltöl skóla og sveitarfélaga á prófunum á tímabilinu 2005 – 2009, framfarastuðla skóla ofl. Skýrslan lögð fram sem og minnisblað fræðslustjóra, dags. 18. maí sl., þar sem teknar eru saman meginniðurstöður fyrir Reykjavík. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónustu, gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.
Bókun menntaráðs:
Ánægjulegt er að skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009 sýnir að reykvískir nemendur eru ofan landsmeðaltals í íslensku og stærðfræði á samræmdum könnunarprófum í öllum bekkjum, auk ensku í 10. bekk. Menntaráð felur skólastjórum grunnskóla að kynna frammistöðu viðkomandi skóla, þ.e. framfarastuðla og meðaleinkunn skólans, á fundi, sem öllum foreldrum er heimilt að sækja.
7. Lögð fram skýrsla starfshóps um aukið samstarf grunnskóla í Grafarvogi um námsval nemenda á unglingastigi, dags. maí 2010. Flosi Kristjánsson, verkefnastjóri á skrifstofu fræðslustjóra og formaður starfshópsins gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum.
Bókun menntaráðs:
Menntaráð þakkar starfshópi um aukið samstarf unglingadeilda í grunnskólum í Grafarvogi fyrir frábært starf og metnaðarfullar tillögur sem miða að fleiri valmöguleikum og sveigjanleika í námi.
8. Áheyrnarfulltrúi F-lista lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í tilefni af frétt í DV fyrir u.þ.b. einum mánuði um einelti í grunnskóla í Reykjavík spyr fulltrúi F-lista hvort fræðslustjóri hafi brugðist við og þá hvernig.
Einelti er ofbeldi, síendurtekið og reglulegt. Þolandinn er einn, gerandi einn eða fleiri. Einelti í grunnskóla er óásættanlegt og þar sem það viðgengst eru kennarar og skólastjórnendur að bregðast nemendum. Það er hlutverk kennara að sjá til þess að öllum nemendum líði vel í skólanum og að bregðast við þegar ofbeldisverk koma þar upp. Fulltrúi F-lista skorar á fræðslustjóra að gera ráðstafanir sem duga svo ofbeldi og einelti hverskonar í grunnskólum sé kæft í fæðingu.
Fundi slitið kl. 12.10
Kjartan Magnússon
Anna Margrét Ólafsdóttir Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Oddný Sturludóttir
Sigríður Pétursdóttir